Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞSkelk ch. 1

Þorsteins þáttr skelks 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞSkelk ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr skelks
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er sagt um sumarið eftir að Ólafur konungur fór að
veislum austur um Víkina og víðara annarstaðar. Tók hann
veislu á þeim bæ er á Reimi heitir. Hann var mjög fjölmennur.
Sá var maður þá með konungi er Þorsteinn hét Þorkelsson,
Ásgeirssonar æðikolls, Auðunarsonar skökuls, íslenskur maður,
og hafði komið til konungs um veturinn áður.



Um kveldið er menn sátu yfir drykkjuborðum talaði Ólafur
konungur að engi maður af hans mönnum skyldi einn saman fara
í salerni um náttina því að hver sem ganga beiddist skyldi
með sér kalla sinn rekkjufélaga ella kvað hann eigi mundu
hlýða. Drekka menn nú vel um kveldið en er ofan voru
drykkjuborð gengu menn að sofa.



Og er á leið náttina vaknaði Þorsteinn Íslendingur og beiddi
að ganga af sæng en sá svaf fast er hjá honum lá svo að
Þorsteinn vildi víst eigi vekja hann. Stendur hann þá upp og
kippir skóm á fætur sér og tekur yfir sig einn feld þykkvan
og gengur til heimilishúss. Það var stórt hús svo að ellefu
menn máttu sitja hvoru megin. Sest hann á ystu setu. Og er
hann hefir setið nokkura stund sér hann að púki kemur upp á
innstu setu og sat þar.



Þorsteinn mælti þá: "Hver er þar kominn?"



Dólgurinn svarar: "Hér er kominn Þorkell hinn þunni er féll á
hræ með Haraldi konungi hilditönn."



"Hvaðan komst þú nú að?" kvað Þorsteinn.



Hann sagðist nú nýkominn að úr helvíti.



"Hvað kanntu þaðan að segja?" spurði Þorsteinn.



Hinn svarar: "Hvers viltu spyrja?"



"Hverjir þola best píslir í helvíti?"



"Engi betur," kvað púki, "en Sigurður Fáfnisbani."



"Hverja písl hefir hann?"



"Hann kyndir ofn brennanda," sagði draugurinn.



"Ekki þykir mér það svo mikil písl," segir Þorsteinn.



"Eigi er það þó," kvað púki, "því að hann er sjálfur
kyndarinn."



"Mikið er það þá," kvað Þorsteinn, "eða hver þolir þar verst
píslir?"



Draugurinn svarar: "Starkaður hinn gamli þolir verst því að
hann æpir svo að oss fjandunum. Er það meiri pína en flest
allt annað svo að vér megum fyrir hans ópi aldrei náðir
hafa."



"Hvað pínu hefir hann þess," kvað Þorsteinn, "er hann þolir
svo illa, svo hraustur maður sem hann hefir sagður verið?"



"Hann hefir ökklaeld."



"Ekki þykir mér það svo mikið," sagði Þorsteinn, "slíkum
kappa sem hann hefir verið."



"Ekki er þá rétt á litið," kvað draugur, "því að iljarnar
einar standa upp úr eldinum."



"Mikið er það," kvað Þorsteinn, "og æp þú eftir honum nokkuð
óp."



"Það skal vera," kvað púki.



Hann sló þá í sundur á sér hvoftunum og setti upp gaul mikið
en Þorsteinn brá feldarskautinu að höfði sér.



Honum varð mjög ósvipt við óp þetta og mælti: "Æpir hann
þetta ópið mest svo?"



"Fjarri fer um það," kvað draugur, "því að þetta er óp vort
drýsildjöflanna."



"Æp þú eftir Starkaði líttað," kvað Þorsteinn.



"Það má vel," kvað púki.



Tekur hann þá að æpa í annan tíma svo öskurlega að Þorsteini
þótti firn í hversu mikið sjá fjandi jafnlítill gat gaulað.
Þorsteinn gerir þá sem fyrr að hann vafði feldinum að höfði
sér og brá honum þó svo við að ómegin var á honum svo að hann
vissi ekki til sín.



Þá spurði púkinn: "Hví þegir þú nú?"



Þorsteinn ansaði er af honum leið: "Því þegi eg að eg undrast
hve mikil ógnarraust að liggur í þér, eigi meiri púki en mér
sýnist þú vera eða er þetta hið mesta óp Starkaðar?"



"Eigi er nærri því. Þetta er," segir hann, "heldur hið
minnsta óp hans."



"Drag þú eigi undan lengur," kvað Þorsteinn, "og lát mig
heyra hið mesta ópið."



Púki játtaði því. Þorsteinn bjóst þá við og braut saman
feldinn og snaraði hann svo að höfði sér og hélt að utan
báðum höndum. Draugurinn hafði þokað að Þorsteini um þrjár
setur við hvert ópið og voru þá þrjár einar á milli þeirra.
Púkinn belgdi þá hræðilega hvoftana og sneri um í sér augunum
og tók að gaula svo hátt að Þorsteini þótti úr hófi keyra og
í því kvað við klukkan í staðnum en Þorsteinn féll í óvit
fram á gólfið.



En púkanum brá svo við klukkuhljóðið að hann steyptist niður
í gólfið og mátti lengi heyra yminn niður í jörðina.
Þorsteinn raknaði skjótt við og stóð upp og gekk til sængur
sinnar og lagðist niður.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.