Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 3

Þorsteins þáttr Síðu-Hallssonar (Flat) 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 3)

UnattributedÞorsteins þáttr Síðu-Hallssonar (Flat)
23

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Magnúsi konungi líkar þetta þungt er hann fréttir þetta og
mæla margir fyrir honum að eigi sé allsæmilegt þeirra handar
að gera slíkt, svo mikla sem hann gerði þá feðga í öllum
Þrændalögum, og nú skulu þeir halda útlaga konungs er slík
lagabrot hafði gert og konungur hafði reiði á. Konungur
svarar þeim fám orðum er slíkt töluðu fyrir honum, lét nær
sem hann heyrði eigi en hugsaði þó fyrir sér að eigi væri
víst hvort þeir væru svo miklu traustari eða heilli er slíkt
báru til eyrna honum ef hann þyrfti nokkurs með.Svo er sagt að Einari var fátt til Þorsteins um veturinn og
segir að Indriði mundi bjóða góða sætt konungi fyrir hann.
Þeir feðgar voru vanir að drekka jól með Magnúsi konungi og
segir Indriði föður sínum að enn mun hann svo gera."Þú ræður," segir Einar, "en heima mun eg sitja og ráðlegra
þætti mér að þú gerðir svo."Eigi býst Indriði að síður og Þorsteinn með honum, fara nú
heiman og voru saman tólf og komu á einn lítinn bæ, voru þar
um nóttina.Og um morguninn sér Þorsteinn út og kemur inn aftur og segir
Indriða að menn ríða að bænum "og er alllíkt föður þínum.""Já," segir Indriði, "það bætir mikið vora ferð en hann vill
nokkuð fylla vorn flokk."Og svo var að Einar kom þar og mælti til Indriða: "Allkynleg
er þín ætlan og eigi sýnist mér viturleg, að þú ætlar að
sækja heim Magnús konung og hafa Þorstein með þér og er slíkt
meir gert af kappi en álitum. Far nú heldur heim á Gimsar en
eg vil hitta konung og vita hvað af skapist. Eg kann
skaplyndi ykkars konungs að ekki munuð þið svo stilla ykkrum
orðum að það muni vel hlýða og er mér þá ekki betra um að
tala ef áður verður meira að."Svo gera þeir nú að Indriði fór heim fyrir bæn föður síns en
Einar kom til bæjarins á konungs fund og tekur konungur
blíðlega við honum, tala nú mart og situr Einar hjá konungi á
aðra hönd sem hann átti vanda til.Og hinn fjórða dag jóla vekur Einar til við konung um málið
Þorsteins Hallssonar "og vildi eg gjarna herra að þér tækjuð
sættum við hann" og kvað gott mannkaup í honum vera og kvaðst
ekki til vildu spara það er hann ætti völd á ef þá væri nær
en áður.Konungur segir: "Ekki þurfum við þar um að ræða því að mér
þykir mikið fyrir að gera þig reiðan."Hættir Einar þessu og þykir horfa helsti þunglega og er
konungur þegar kátur er þeir taka annað að tala.Líður svo framan til jóla. Og hins átta dags þá vekur Einar
hið sama málið við konung og fer rétt á sömu leið og fær ekki
af konungi og að síður vill hann ekki um tala.Og nú kemur hinn þrettándi dagur.Þá biður Einar að konungur taki sættum við Þorstein "og vænti
eg að þér munuð nokkuð gera fyrir mína skuld því að mér þykir
þetta allmiklu skipta."Konungur segir þá allstutt: "Ekki er hér um að tala," segir
hann, "og kynlegt þykir mér að þér haldið þann mann er eg
hefi reiði á.""Eg ætlaði," segir Einar, "að mér mundi stoða orð mín um einn
mann og þann er eigi hefir meira saka til að bera en þessi
maður því að hvorki hefir hann drepið frændur yðra né vini og
ekki hefir hann neina svívirðing gert yður svo að þér þurfið
neinn heiftarhug á honum að hafa fyrir það. Nú viljum vér
yðra virðing gera í öllu og svo þykjumst vér gera jafnan og
var þetta meir ráð Indriða frænda en mín í fyrstu að taka við
Þorsteini en þó allt að einu mun eg ekki hann fyrr fyrirláta
en sjálfan mig. En það ætla eg að mikið muni á liggja áður en
Þorsteinn er drepinn því að eg kann skaplyndi Indriða í því
að eina leið fara þeir báðir ef hann má ráða. Nú em eg þá
vant við kominn er þið eigið saman sonur minn og þér. Og
viljir þú heldur berjast við Indriða en að taka sættum fyrir
Þorstein þá mun það heldur horfa til þurrðar ríki þínu en til
framgagns. En eigi mun eg þó berjast í móti þér og eigi þykir
mér þú nú mjög á það minnast er eg sótti þig í Garða austur
og styrkti eg síðan ríki yðvart í öllu því er eg mátti svo að
eg sit fyrir því í nokkurri hættu af öðrum. Og veit eg að
þeim þætti eigi allilla þótt þann veg færi vor félagskapur.
Hefi eg að því hugað hverja stund síðan eg gerðist
fósturfaðir þinn að þín sæmd mætti verða sem mest. Nú skal eg
fara af landi í brott og verða þér hvorki að gagni né meini
síðan en mæla munu það sumir menn að lítið vinnir þú á í
þessu."Einar sprettur þá upp úr sætinu og er allreiður og snýr nú
utar eftir höllunni.Magnús konungur rís þá upp og eftir honum og leggur hendur um
háls Einari og mælti: "Kom heill og sæll fóstri," segir hann,
"það skal aldrei verða ef eg má ráða að okkra ástsemd skilji
og tak mann í frið svo sem þér líkar."Einar sæfist nú við þetta og er Þorsteinn nú í sætt tekinn
við konung. Fór Einar nú heim eftir það og segir þeim Indriða
hvað hann hefir á orkað og þakka þeir honum forkunnar vel.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.