Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 157

Njáls saga 157 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 157)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
156157158

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sigurður jarl Hlöðvisson bjóst af Orkneyjum. Flosi bauð að
fara með honum. Jarl vildi það eigi þar sem hann átti
suðurgöngu sína að leysa. Flosi bauð fimmtán menn af liði
sínu til ferðarinnar en jarl þekktist það. En Flosi fór með
Gilla jarli í Suðureyjar. Þorsteinn Síðu-Hallsson fór með
Sigurði jarli, Hrafn hinn rauði, Erlingur af Straumey. Jarl
vildi eigi að Hárekur færi en kveðst segja honum mundu
fyrstum tíðindin.



Sigurður jarl kom með allan her sinn að pálmadegi til
Dyflinnar. Þar var kominn Bróðir með sínu liði. Bróðir reyndi
til með forneskju hversu ganga mundi orustan. En svo gekk
fréttin ef á föstudegi væri barist að Brjánn konungur mundi
falla og hafa sigur en ef fyrr væri barist þá mundu þeir
allir falla er í móti honum væru. Þá sagði Bróðir að
föstudaginn skyldi berjast.



Fimmtadaginn reið maður að þeim Kormlöðu á apalgrám hesti og
hafði í hendi pálstaf. Hann talaði lengi við þau Bróður og
Kormlöðu.



Brjánn konungur var kominn með allan her sinn til
borgarinnar. Föstudaginn fór út herinn allur af borginni og
var fylkt liðinu hvorutveggja. Bróðir var í annan arm
fylkingar en í annan Sigtryggur konungur. Sigurður jarl var í
miðju liðinu.



Nú er að segja frá Brjáni konungi að hann vildi eigi berjast
föstudaginn og var skotið um hann skjaldborg og fylkt þar
liðinu fyrir framan. Úlfur hræða var í þann fylkingararminn
sem Bróðir var til móts en í annan fylkingararm var Óspakur
og synir Brjáns konungs þar er Sigtryggur var í móti en í
miðri fylkingunni var Kerþjálfaður og voru fyrir honum borin
merkin.



Fallast nú að fylkingarnar. Varð þá orusta allhörð. Gekk
Bróðir í gegnum lið og felldi þá alla er fremstir stóðu en
hann bitu ekki járn. Úlfur hræða sneri þá í móti honum og
lagði til hans þrisvar sinnum svo fast að Bróðir féll fyrir í
hvert sinn og var við sjálft að hann mundi eigi á fætur
komast. En þegar er hann fékk upp staðið þá flýði hann undan
og í skóg.



Sigurður jarl átti harðan bardaga við Kerþjálfað.
Kerþjálfaður gekk svo fast fram að hann felldi þá alla er
fremstir voru. Rauf hann fylking Sigurðar jarls allt að
merkinu og drap merkismanninn. Fékk jarl þá til annan mann að
bera merkið. Varð þá enn orusta hörð. Kerþjálfaður hjó þenna
þegar banahöggi og hvern að öðrum þá er í nánd voru. Sigurður
jarl kvaddi þá til Þorstein Síðu-Hallsson að bera merkið.
Þorsteinn ætlaði upp að taka merkið.



Þá mælti Ámundi hvíti: "Ber þú eigi merkið Þorsteinn því að
þeir eru allir drepnir er það bera."



"Hrafn hinn rauði," sagði jarl, "ber þú merkið."



Hrafn svaraði: "Ber þú sjálfur fjanda þinn."



Jarl mælti: "Það mun vera maklegast að fari allt saman, karl
og kýll."



Tók hann þá merkið af stönginni og kom í millum klæða sinna.
Litlu síðar var veginn Ámundi hvíti. Þá var og Sigurður jarl
skotinn spjóti í gegnum.



Óspakur hafði gengið um allan fylkingararminn. Hann var
orðinn sár mjög en látið sonu Brjáns báða áður. Sigtryggur
konungur flýði fyrir honum. Brast þá flótti í öllu liðinu.



Þorsteinn Síðu-Hallsson nam staðar þá er allir flýðu aðrir og
batt skóþveng sinn. Þá spurði Kerþjálfaður hví hann rynni
eigi. "Því," sagði Þorsteinn, "að eg tek eigi heim í kveld
þar sem eg á heima út á Íslandi."



Kerþjálfaður gaf honum grið.



Hrafn hinn rauði var eltur út á á nokkura. Hann þóttist þar
sjá helvítis kvalar í niðri og þótti honum djöflar vilja
draga sig til.



Hrafn mælti þá: "Runnið hefir hundur þinn, Pétur postuli, til
Róms tvisvar og mundi renna hið þriðja sinn ef þú leyfðir."



Þá létu djöflar hann lausan og komst Hrafn yfir ána.



Bróðir sá nú að liðið Brjáns konungs rak flóttann og var fátt
manna hjá skjaldborginni. Hljóp hann þá úr skóginum og rauf
alla skjaldborgina og hjó til konungsins. Sveinninn Taðkur
brá upp við hendinni og tók hana af honum og höfuðið af
konunginum en blóðið konungsins kom á handarstúf sveininum og
greri þegar fyrir stúfinn.



Bróðir kallaði þá hátt: "Kunni það maður manni að segja að
Bróðir felldi Brján."



Þá var runnið eftir þeim er flóttann ráku og sagt þeim fallið
Brjáns konungs. Sneru þeir þá aftur þegar Úlfur hræða og
Kerþjálfaður. Slógu þeir þá hring um þá Bróður og felldu að
þeim viðu. Var þá Bróðir höndum tekinn. Úlfur hræða reist á
honum kviðinn og leiddi hann um eik og rakti svo úr honum
þarmana og dó hann eigi fyrr en allir voru úr honum raktir.
Menn Bróður voru og allir drepnir. Síðan tóku þeir lík Brjáns
konungs og bjuggu um. Höfuð konungsins var gróið við bolinn.
Fimmtán menn af brennumönnum féllu í Brjánsorustu. Þar féll
og Halldór son Guðmundar hins ríka og Erlingur af Straumey.



Föstudagsmorgun varð sá atburður á Katanesi að maður sá er
Dörruður hét gekk út. Hann sá að menn riðu tólf saman til
dyngju einnar og hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar.
Hann sá inn í glugg einn er á var og sá að þar voru konur
inni og höfðu færðan upp vef. Mannahöfuð voru fyrir kljána en
þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið
en ör fyrir hræl.



Þær kváðu vísur þessar:




Vítt er orpið

fyrir valfalli

rifs reiðiský,

rignir blóði.

Nú er fyrir geirum

grár upp kominn

vefr verþjóðar

er þær vinur fylla

rauðum vefti

Randvés bana.





Sjá er orpinn vefr

ýta þörmum

og harðkléaðr

höfðum manna.

Eru dreyrrekin

dörr að sköftum,

járnvarðr yllir

en örum hrælaðr.

Skulum slá sverðum

sigrvef þenna.





Gengr Hildr vefa

og Hjörþrimul,

Sanngríðr, Svipul

sverðum tognum.

Skaft mun gnesta,

skjöldr mun bresta,

mun hjálmgagar

í hlíf koma.





Vindum, vindum

vef darraðar,

þann er ungr konungr

átti fyrri.

Fram skulum ganga

og í fólk vaða

þar er vinir vorir

vopnum skipta.





Vindum, vindum

vef darraðar

og siklingi

síðan fylgjum.

Þar sjá bragna

blóðgar randir

Gunnr og Göndul

er grami hlífðu.





Vindum, vindum

vef darraðar

þar er vé vaða

vígra manna.

Látum eigi

líf hans farast,

eiga valkyrjur

vals um kosti.





Þeir munu lýðir

löndum ráða

er útskaga

áðr um byggðu.

Kveð eg ríkum gram

ráðinn dauða.

Nú er fyrir oddum

jarlmaðr hniginn.





Og munu Írar

angr um bíða,

það er aldrei mun

ýtum fyrnast.

Nú er vefr ofinn,

en völlr roðinn,

munu um lönd fara

læspjöll gota.





Nú er ógurlegt

um að litast

er dreyrug ský

dregr með himni.

Mun loft litað

lýða blóði

er sóknvarðar

syngja kunnu.





Vel kváðum vér

um konung ungan

sigrhljóða fjöld,

syngjum heilar.

En hinn nemi,

er heyrir á

geirfljóða hljóð,

og gumum segi.





Ríðum hestum

hart út berum

brugðnum sverðum

á braut heðan.





Rifu þær þá ofan vefinn og í sundur og hafði hver það er hélt
á. Gekk Dörruður nú í braut frá glugginum og heim en þær
stigu á hesta sína og riðu sex í suður en aðrar sex í norður.




Slíkan atburð bar fyrir Brand í Færeyjum Gneistason.




Á Íslandi að Svínafelli kom blóð ofan á messuhökul prests
föstudaginn langa svo að hann varð úr að fara.




Að Þvottá sýndist presti á föstudaginn langa sjávardjúp hjá
altarinu og sá þar í ógnir margar og var það lengi að hann
mátti eigi syngja tíðirnar.




Sá atburður varð í Orkneyjum að Hárekur þóttist sjá Sigurð
jarl og nokkura menn með honum. Tók Hárekur þá hest sinn og
reið til móts við jarl. Sáu menn það að þeir fundust og riðu
undir leiti nokkurt en þeir sáust aldrei síðan og engi urmul
fundust af Háreki.




Gilla jarl í Suðureyjum dreymdi það að maður kæmi að honum og
nefndist Herfinnur og kvaðst vera kominn af Írlandi. Jarl
þóttist spyrja þaðan tíðinda.




Hann kvað vísu þessa:



Var eg þar er bragnar börðust,

brandr gall á Írlandi.

Margr, þar er mættust törgur,

málmr gnast í dyn hjálma.

Sókn þeirra frá eg snarpa,

Sigurðr féll í dyn vigra.

Áðr téði ben blæða.

Brjánn fell og hélt velli.



Þeir Flosi og jarl töluðu margt um draum þenna. Viku síðar
kom þar Hrafn hinn rauði og sagði þeim tíðindin öll úr
Brjánsorustu, fall konungs og Sigurðar jarls og Bróður og
allra víkinganna.




Flosi mælti: "Hvað segir þú mér til manna minna?"




"Þar féllu þeir allir," segir Hrafn, "en Þorsteinn mágur þinn
þá grið af Kerþjálfaði og er nú með honum. Halldór
Guðmundarson lést þar."




Flosi segir jarli að hann mundi í braut fara "eigum vér
suðurgöngu af höndum að inna."




Jarl bað hann fara sem hann vildi og fékk honum skip og það
sem hann þurfti og í silfur mikið. Sigldu þeir síðan til
Bretlands og dvöldust þar um stund.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.