Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 154

Njáls saga 154 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 154)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
153154155

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þeir Kári og Kolbeinn svarti létu út hálfum mánuði síðar af
Eyrum en þeir Flosi úr Hornafirði. Gaf þeim vel byri og voru
skamma stund úti. Tóku þeir Friðarey. Hún er á milli
Hjaltlands og Orkneyja. Tók við Kára sá maður er Dagviður
hvíti hét. Hann sagði Kára allt um ferðir þeirra Flosa slíkt
sem hann hafði vís orðið. Hann var hinn mesti vin Kára og var
Kári með honum um veturinn. Höfðu þeir þá fréttir vestan um
veturinn úr Hrosseyju allar þær er þar gerðust.



Sigurður jarl bauð til sín að jólum Gilla jarli mági sínum úr
Suðureyjum. Hann átti Svanlaugu systur Sigurðar jarls. Þá kom
og til Sigurðar jarls konungur sá er Sigtryggur hét. Hann var
af Írlandi. Hann var sonur Ólafs kvarans en móðir hans hét
Kormlöð. Hún var allra kvenna fegurst og best að sér orðin um
það allt er henni var ósjálfrátt en það er mál manna að henni
hafi allt verið illa gefið það er henni var sjálfrátt.



Brjánn hét konungur sá er hana hafði átta og voru þau þá
skilin því að hann var allra konunga best að sér. Hann sat í
Kunnjáttaborg. Bróðir hans var Úlfur hræða, hinn mesti kappi
og hermaður. Fóstri Brjáns konungs hét Kerþjálfaður. Hann var
son Kylfis konungs þess er margar orustur átti við Brján
konung og stökk úr landi fyrir honum og settist í stein. En
þá er Brjánn konungur gekk suður þá fann hann Kylfi konung og
sættust þeir þá. Tók þá Brjánn konungur við syni hans
Kerþjálfaði og unni meira en sínum sonum. Hann var þá roskinn
er þetta er tíðinda og var allra manna fræknastur. Dungaður
hét son Brjáns konungs en annar Margaður, þriðji Taðkur, þann
köllum vér Tann. Hann var þeirra yngstur en hinir eldri synir
Brjáns konungs voru frumvaxta og manna vasklegastir. Ekki var
Kormlöð móðir barna Brjáns konungs. En svo var hún orðin grimm
Brjáni konungi eftir skilnað þeirra að hún vildi hann gjarna
feigan. Brjánn konungur gaf upp þrisvar útlögum sínum hinar
sömu sakar. En ef þeir misgerðu oftar þá lét hann dæma þá að
lögum. Og má af slíku marka hvílíkur konungur hann hefir
verið.



Kormlöð eggjaði mjög Sigtrygg son sinn að drepa Brján konung.
Sendi hún hann af því til Sigurðar jarls að biðja hann liðs.
Kom Sigtryggur konungur fyrir jól til Orkneyja. Þar kom þá og
Gilli jarl sem fyrr var ritað.



Svo var mönnum skipað að Sigtryggur konungur sat í miðju
hásæti en til sinnar handar konungi sat hvor jarlanna. Sátu
menn þeirra Sigtryggs konungs og Gilla jarls innar frá en
utar frá Sigurði jarli sat Flosi og Þorsteinn Síðu-Hallsson og
var skipuð öll höllin.



Sigtryggur konungur og Gilli jarl vildu heyra tíðindi þau er
gerst höfðu um brennuna og svo síðan er hún varð. Þá var
fenginn til Gunnar Lambason að segja söguna og var settur
undir hann stóll.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.