Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 147

Njáls saga 147 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 147)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
146147148

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hallur af Síðu og Kolur son hans og þeir sex saman riðu
vestur yfir Lómagnúpssand og svo vestur yfir Arnarstakksheiði
og léttu eigi fyrr en þeir komu í Mýdal. Þar spurðu þeir að
hvort Þorgeir mundi heima í Holti en þeim var sagt að hann
mundi heima vera. Hallur var spurður hvert hann ætlaði að fara
en hann kvaðst þangað ætla í Holt.



Þeir kváðu hann með nokkuru góðu fara mundu. Dvaldist Hallur
þar nokkura stund, og áðu. Eftir það tóku þeir hesta sína og
riðu á Sólheima um kveldið og voru þar um nóttina.



En um daginn eftir riðu þeir í Holt. Þorgeir var úti og svo
Kári og menn þeirra því að þeir kenndu ferð Halls. Hann reið
í blárri kápu og hafði litla öxi silfurrekna í hendi. En er
þeir komu í túnið þá gekk Þorgeir í móti þeim og tók Hall af
baki og minntust þeir Kári báðir við hann og leiddu hann í
milli sín í stofu og settu hann á pall í hásæti og spurðu
hann margra tíðinda. Var hann þar um nóttina.



Um morguninn eftir vakti Hallur til máls við Þorgeir ef hann
vildi sættast og sagði hverjar sættir þeir buðu honum og
talaði þar um mörgum orðum fögrum og góðgjarnlegum.



Þorgeir svarar: "Kunnigt má þér það vera að eg vildi engum
sættum taka við brennumenn."



"Allt var það annað mál," segir Hallur. "Þér voruð þá
vígreiðir. Hafið þér nú og mikið að gert um mannadráp síðan."



"Svo mun yður þykja," segir Þorgeir, "en hverja sætt bjóðið
þér Kára?"



"Boðin mun honum sættin sú er sæmileg er," segir Hallur, "ef
hann vill sættast."



Kári mælti: "Þess vil eg biðja þig, Þorgeir vinur, að þú
sættist því að þinn hlutur má ekki verða betri en góður."



"Illt þykir mér að sættast og skiljast við þig nema þú takir
slíka sætt sem eg tek," segir Þorgeir.



"Eigi vil eg það," segir Kári, "að sættast. En þó kalla eg nú
að við höfum hefnt brennunnar. En sonar míns kalla eg vera
óhefnt og ætla eg mér einum það að hefna hans slíkt sem eg fæ
að gert."



En Þorgeir vildi eigi fyrr sættast en Kári sagði á ósátt sína
ef hann sættist eigi. Handsalaði Þorgeir þá grið Flosa og hans
mönnum til sáttarfundarins en Hallur seldi önnur í móti er
hann hafði tekið af Flosa og Sigfússonum. En áður þeir
skildust gaf Þorgeir Halli gullhring og skarlatsskikkju en
Kári silfurmen og voru á gullkrossar þrír. Hallur þakkaði
þeim vel gjafarnar og reið í braut með hinni mestu sæmd og
létti eigi fyrr en hann kom til Svínafells. Tók Flosi vel við
honum.



Hallur sagði Flosa allt frá erindum sínum og svo frá viðræðum
þeirra Þorgeirs og svo það að Þorgeir vildi eigi fyrr sættast
en Kári gekk að og bað hann og sagði ósátt sína á ef hann
sættist eigi en Kári vildi þó eigi sættast.



Flosi mælti: "Fám mönnum er Kári líkur og þann veg vildi eg
helst skapfarinn vera sem hann er."



Þeir Hallur dvöldust þar nokkura hríð. Síðan riðu þeir vestur
að ákveðinni stundu til sáttarfundarins og fundust að
Höfðabrekku sem mælt hafði verið með þeim. Kom Þorgeir þá til
móts við þá vestan að. Töluðu þeir þá um sætt sína. Gekk það
allt eftir því sem Hallur hafði sagt.



Þorgeir sagði þeim fyrir sættirnar að Kári skyldi vera með
honum jafnan er hann vildi "skulu hvorigir öðrum þar illt
gera að heima mínu. Eg vil og ekki eiga að heimta að
sérhverjum þeirra og vil eg að þú Flosi varðir einn við mig
en heimtir að sveitungum þínum og vil eg að sú gerð haldist
öll er ger var á þingi um brennuna. Vil eg Flosi að þú
gjaldir mér þriðjung minn óskerðan."



Flosi gekk skjótt að þessu öllu. Þorgeir gaf hvorki upp
utanferðir né héraðssektir.



Nú riðu þeir Flosi og Hallur austur heim.



Hallur mælti til Flosa: "Efn þú vel mágur sætt þessa bæði
utanferð þína og suðurgönguna og fégjöld. Munt þú þá þykja
röskur maður þó að þú hafir ratað í stórvirki þetta ef þú
innir rösklega af hendi alla hluti."



Flosi kvaðst svo skyldu gera. Reið Hallur nú heim austur en
Flosi reið heim til Svínafells og var nú heima um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.