Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 135

Njáls saga 135 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 135)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
134135136

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er þar til máls að taka að Kári Sölmundarson og Þórhallur
Ásgrímsson riðu einhvern dag til Mosfells að finna Gissur
hvíta. Hann tók við þeim báðum höndum og voru þeir þar mjög
langa hríð.



Það var einu hverju sinni þá er þeir Gissur töluðu um brennu
Njáls að Gissur kvað það allmikla giftu er Kári hafði í braut
komist.



Þá varð Kára vísa á munni:



Hjálmskassa fór hvessir,

herðimeiðr, af reiði

út úr elris sveita

ófús Níals húsa

þá er eld-Gunnar inni

óðrunnar þar brunnu.

Menn nemi mál sem eg inni

mín, harmsakir tínum.


Þá mælti Gissur: "Vorkunn er það er þér sé minnisamt og
skulum við nú ekki um tala fleira að sinni."



Kári sagði að hann ætlaði þá heim að ríða.



Gissur mælti: "Eg mun nú gera mér dælt um ráðagerð við þig.
Þú skalt eigi heim ríða en þó skalt þú í braut ríða og austur
undir Eyjafjöll að finna Þorgeir skorargeir og Þorleif krák.
Þeir skulu ríða austan með þér því að þeir eru aðiljar
sakanna. Með þeim skal ríða Þorgrímur hinn mikli bróðir
þeirra. Þér skuluð ríða til Marðar Valgarðssonar. Skalt þú
segja honum orð mín til að hann taki við vígsmáli eftir Helga
Njálsson á hendur Flosa. En ef hann mælir nokkuru orði í móti
þessu þá skalt þú gera þig sem reiðastan og lát sem þú munir
hafa öxi í höfði honum. Þú skalt og í annan stað segja á reiði
mína ef hann lætur illa að komast. Þar með skalt þú segja að
eg mun láta sækja Þorkötlu dóttur mína og láta hana fara heim
til mín en það mun hann eigi þola því að hann ann henni sem
augum í höfði sér."



Kári þakkaði honum sína ráðagerð. Ekki talaði Kári um
liðveislu við hann því að hann ætlaði að það mundi honum
fara vinveittlega sem annað.



Kári reið þaðan austur yfir ár og svo til Fljótshlíðar og
austur yfir Markarfljót og svo til Seljalandsmúla. Þeir ríða
austur í Holt. Þorgeir tók við þeim með hinni mestu blíðu.
Hann sagði þeim um ferðir Flosa og hversu mikið lið hann hafði
þegið í Austfjörðum. Kári sagði að það var vorkunn að hann
bæði sér liðs svo mörgu sem hann mundi svara eiga.



Þorgeir mælti: "Því betur er þeim fer öllum verr af."



Kári segir Þorgeiri tillögur Gissurar.



Síðan riðu þeir austan á Rangárvöllu til Marðar
Valgarðssonar. Hann tók vel við þeim. Kári sagði honum
orðsending Gissurar mágs hans. Hann tók seinlega undir það og
kvað meira að sækja Flosa einn en tíu aðra.



Kári mælti: "Jafnt fer þér þetta sem hann ætlaði því að þér
eru allir hlutir illa gefnir. Þú ert bæði hræddur og huglaus
enda skal það á bak koma sem þér er maklegt að Þorkatla skal
fara heim til föður síns."



Hún bjóst þegar og kvaðst þess fyrir löngu búin að skildi með
þeim Merði. Mörður skipti þá skjótt skapi sínu og svo orðum
og bað af sér reiði og tók þegar við málinu.



Kári mælti þá: "Nú hefir þú tekið við málinu og sæk nú
óhræddur því að líf þitt liggur við."



Mörður kvaðst allan hug skyldu á leggja að gera þetta vel og
drengilega.



Eftir það stefndi Mörður til sín níu búum. Þeir voru allir
vettvangsbúar.



Mörður tók þá í hönd Þorgeiri og nefndi votta tvo "í það
vætti að Þorgeir Þórisson selur mér vígsök á hendur Flosa
Þórðarsyni að sækja um víg Helga Njálssonar með sóknargögnum
þeim öllum er sökinni eiga að fylgja. Selur þú mér sök þessa
að sækja og að sættast á, svo allra gagna að njóta sem eg sé
réttur aðili. Selur þú með lögum en eg tek með lögum."



Í annað sinn nefndi Mörður sér votta "í það vætti," segir
hann, "að eg lýsi lögmætu frumhlaupi á hönd Flosa Þórðarsyni
er hann veitti Helga Njálssyni heilundar sár eða holundar eða
mergundar það er að ben gerðist en Helgi fékk bana af. Lýsi eg
fyrir búum fimm" - og nefndi hann þá alla - "lýsi eg
löglýsing. Lýsi eg handseldri sök Þorgeirs Þórissonar."



Í öðru sinni nefndi hann votta "í það vætti að eg lýsi
heilundarsári eða holundar eða mergundar á hönd Flosa
Þórðarsyni, því sári er að ben gerðist en Helgi fékk bana af
á þeim vettvangi er Flosi Þórðarson hljóp til Helga Njálssonar
lögmætu frumhlaupi áður. Lýsi eg fyrir búum fimm" - síðan
nefndi hann þá alla - "lýsi eg löglýsing. Lýsi eg handseldri
sök Þorgeirs Þórissonar."



Þá nefndi Mörður sér votta hið þriðja sinn "í það vætti,"
segir hann, "að eg kveð vettvangsbúa þá alla níu" - og nefndi
þá alla á nafn - "alþingisreiðar og búakviðar að bera um það
hvort Flosi Þórðarson hljóp lögmætu frumhlaupi til Helga
Njálssonar á þeim vettvangi er Flosi Þórðarson veitti Helga
Njálssyni heilundarsár eða holundar eða mergundar það er að
ben gerðist en Helgi fékk bana af. Kveð eg yður þeirra orða
allra er yður skylda lög til um að bera og eg vil yður að
dómi beitt hafa og þessu máli eiga að fylgja. Kveð eg yður
lögkvöð svo að þér heyrið á sjálfir. Kveð eg um handselt mál
Þorgeirs Þórissonar."



Mörður nefndi sér votta "í það vætti," segir hann, "að eg
kveð vettvangsbúa þessa níu alþingisreiðar og búakviðar að
bera um það hvort Flosi Þórðarson særði Helga Njálsson
heilundarsári eða mergundar eða holundar, því sári er að
ben gerðist en Helgi fékk bana af á þeim vettvangi er Flosi
Þórðarson hljóp til Helga Njálssonar áður lögmætu frumhlaupi.
Kveð eg yður þeirra orða allra er yður skylda lög til um að
bera og eg vil yður að dómi beitt hafa og þessu máli eiga að
fylgja. Kveð eg yður svo að þér heyrið á sjálfir. Kveð eg yður
um handselt mál Þorgeirs Þórssonar."



Þá mælti Mörður: "Nú er hér mál til búið sem þér beiddust.
Vil eg nú biðja þig Þorgeir skorargeir að þú komir til mín er
þú ríður til þings og ríðum við þá báðir saman með
hvorntveggja flokkinn og höldum okkur sem best saman því að
flokkur minn skal þegar búinn til öndverðs þings og skal eg
yður í öllum hlutum trúr vera."



Þeir tóku því öllu vel og var þetta bundið svardögum að engi
skyldi við annan skilja fyrr en Kári vildi og hver þeirra
skyldi leggja sitt líf við annars líf. Skildu þeir nú með
vináttu og mæltu mót með sér á þingi.



Reið þá Þorgeir austur aftur en Kári reið vestur yfir ár þar
til er hann kom í Tungu til Ásgríms. Ásgrímur tók við honum
ágæta vel. Kári sagði Ásgrími alla ráðagerð Gissurar hvíta og
málatilbúnaðinn.



"Slíks var mér að honum von," segir Ásgrímur, "að honum mundi
vel fara enda hefir hann það nú sýnt."



"Ásgrímur mælti: "Hvað spyrðu austan frá Flosa?"



Kári svarar: "Hann fór allt austur í Vopnafjörð og hafa
nálega allir höfðingjar heitið honum liðveislu og
alþingisreið. Þeir vænta sér og liðs af Reykdælum og
Ljósvetningum og Öxfirðingum."



Þeir töluðu þar margt um. Líða nú stundir allt framan til
alþingis.



Þórhallur Ásgrímsson tók fótarmein svo mikið að fóturinn fyrir
ofan ökkla var svo digur og þrútinn sem konulær og mátti hann
ekki ganga nema við staf. Hann var mikill maður vexti og
rammur að afli, dökkur á hár og svo á skinnslit, vel
orðstilltur og þó skapbráður. Hann var hinn þriðji maður
mestur lögmaður á Íslandi.



Nú kemur að því að er menn skyldu heiman ríða til þings.



Ásgrímur mælti til Kára: "Þú skalt ríða til öndverðs þings og
tjalda búðir vorar og með þér Þórhallur son minn því að þú
munt best og hóglegast með hann fara er hann er fótlami en
vér munum hans mest þurfa á þessu þingi. Með ykkur skulu ríða
tuttugu menn aðrir."



Eftir það var búin ferð þeirra og riðu þeir síðan til þings
og tjölduðu búðir og bjuggust vel um.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.