Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 131

Njáls saga 131 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 131)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
130131132

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er að segja frá Kára að hann fór úr gróf þeirri er hann
hafði hvílt sig og þar til er hann mætti Bárði og fóru svo
orð með þeim sem Geirmundur hafði sagt. Reið Kári þaðan til
Marðar Valgarðssonar og sagði honum tíðindin. Hann harmaði
mjög. Kári kvað þá annað karlmannlegra en gráta þá dauða og
bað hann heldur safna liði og koma öllu til Holtsvaðs.



Síðan reið Kári í Þjórsárdal til Hjalta Skeggjasonar. Og þá
er hann kom upp með Þjórsá sér hann mann ríða eftir sér
hvatlega. Kári beið mannsins og kennir að þar var Ingjaldur
frá Keldum. Hann sér að hann var alblóðugur um lærið. Kári
spurði Ingjald hver hann hefði særðan en hann sagði.



"Hvar fundust þið?" segir Kári.



"Við Rangá," segir Ingjaldur, "og skaut hann yfir ána til
mín."



"Gerðir þú nokkuð í móti?" segir Kári.



"Aftur skaut eg spjótinu," segir Ingjaldur, "og sögðu þeir að
maður yrði fyrir og væri sá þegar dauður."



"Vissir þú eigi," segir Kári, "hver fyrir varð?"



"Líkt þótti mér vera Þorsteini bróðursyni Flosa," segir
Ingjaldur.



"Njót þú heill handa," segir Kári.



Síðan riðu þeir báðir saman til móts við Hjalta Skeggjason og
sögðu honum tíðindin.



Hann tók illa á verkum þessum og kvað hina mestu nauðsyn að
ríða eftir þeim og drepa þá alla. Síðan safnaði hann liði og
kveður upp almenning. Ríða þeir Kári nú við þetta lið til
móts við Mörð Valgarðsson og fundust þeir við Holtsvað. Var
Mörður þar fyrir með allmiklu liði. Þá skiptu þeir leitinni.
Riðu sumir hið fremra austur til Seljalandsmúla en sumir upp
til Fljótshlíðar en sumir hið efra um Þríhyrningshálsa og svo
ofan í Goðaland. Þá riðu þeir norður allt til sands en sumir
til Fiskivatna og hurfu þar aftur. Sumir riðu austur í Holt
hið fremra og sögðu Þorgeiri tíðindin og spurðu þeir hann
hvort þeir Flosi hefðu þar ekki um riðið.



Þorgeir mælti: "Þann veg er þó að eg sé ekki mikill
höfðingi þá mun Flosi þó annað ráð taka en ríða fyrir augu
mér þar sem hann hefir drepið Njál föðurbróðir minn og sonu
hans bræðrunga mína. Og er yður engi annar á ger en snúa
aftur því að þér munuð hafa leitað langt um skammt fram. En
segið það Kára að hann ríði hingað til mín og veri hér með
mér ef hann vill. En þó að hann vilji eigi austur hingað þá
mun eg annast um bú hans að Dyrhólmum ef hann vill. Segið
honum og það að eg mun veita honum slíkt er eg má og ríða til
alþingis með honum. Mun hann og vita það að vér bræður erum
aðilar um eftirmálið. Ætlum vér og svo að ganga málinu að
sektir skuli verða ef vér megum ráða og síðan mannhefndir. En
eg fer af því hvergi nú með yður að eg veit að ekki mun
gera og munu þeir nú vera sem varastir um sig."



Ríða þeir nú aftur og fundust allir að Hofi og töluðu þar um
með sér að þeir hefðu svívirðing af fengið er þeir höfðu eigi
fundið þá. Mörður kvað það ekki vera. Þá eggjuðu margir að
fara skyldi til Fljótshlíðar og taka upp bú þeirra allra er
að þessum verkum höfðu verið en þó var því vikið til atkvæða
Marðar. Hann kvað það vera hið mesta óráð. Þeir spurðu hví
hann mælti það.



"Því," segir hann, "ef bú þeirra standa þá munu þeir vitja
þeirra og kvenna sinna og mun þá þar mega veiða á, er stundir
líða. Skuluð þér nú ekki efa yður að eg skal trúr Kára í
öllum ráðum því að eg á fyrir sjálfan mig að svara."



Hjalti bað hann svo gera sem hann hét. Þá bauð Hjalti Kára
til sín. Hann kvaðst þangað mundu fyrst ríða. þeir sögðu og
hvað Þorgeir hafði boðið honum en hann lést þess boðs síðar
neyta skyldu en kvað sér vel hug um segja ef slíkir væru
margir. Dreifðu þeir þá öllu liðinu.



Þeir Flosi sáu öll tíðindi þar sem þeir voru í fjallinu.



Flosi mælti: "Nú skulum vér taka hesta vora og ríða í braut
því að nú mun oss það vel hlýða."



Þeir Sigfússynir spurðu hvort þeim myndi duga að koma til búa
sinna og segja fyrir.



"Það mun Mörður ætla," segir Flosi, "að þér munuð vitja
kvenna yðvarra og er það geta mín að það sé ráð hans að
standa skuli bú yður órænt. Og er það mitt ráð að engi vor
skiljist nú við annan og ríði allir austur með mér."



Tóku þeir það þá til ráðs allir. Riðu þeir þá í braut og
fyrir norðan jökul og svo uns þeir komu til Svínafells. Flosi
sendi þegar menn að draga að föng svo að engan hlut skyldi
skorta.



Flosi hældist aldrei um verk þessi enda fann engi maður
hræðslu á honum. Og var hann heima allan veturinn fram um
jól.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.