Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 127

Njáls saga 127 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 127)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
126127128

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er þar til máls að taka að Bergþórshvoli að þeir Grímur og
Helgi fóru til Hóla, þar voru þeim fóstruð börn, og sögðu það
föður sínum að þeir mundu ekki heim um kveldið.



Þeir voru í Hólum allan daginn. Þar komu konum fátækar og
kváðust komnar að langt. Þeir bræður spurðu þær tíðinda. Þær
kváðust engi kunna tíðindi að segja "en segja kunnum vér
nýlundu nokkura."



Þeir spurðu hverja nýlundu þær segðu og báðu þær eigi
leyna. Þær sögðu svo vera skyldu.



"Vér komum að ofan úr Fljótshlíð og sáum vér Sigfússonu alla
ríða með alvæpni og stefnu þeir upp á Þríhyrningshálsa og
voru fimmtán í flokki. Vér sáum og Grana Gunnarsson og Gunnar
Lambason og voru þeir fimm saman. Þeir stefndu hina sömu
leið. Og kalla má að nú sé allt á för og á flaug um héraðið."



Helgi Njálsson mælti: "Þá mun Flosi kominn austan og munu
þeir allir komnir til móts við hann og skulum við Grímur vera
þar sem Skarphéðinn er."



Grímur kvað svo vera skyldu og fóru þeir heim.



Þenna aftan hinn sama mælti Bergþóra til hjóna sinna: "Nú
skuluð þér kjósa yður mat í kveld að hver hafi það er mest
fýsir til því að þenna aftan mun eg bera síðast mat fyrir
hjón mín."



"Það skyldi eigi vera," sögðu þeir er hjá voru.



"Það mun þó vera," segir hún, "og má eg miklu fleira af segja
ef eg vil og mun það til merkja að þeir Grímur og Helgi munu
heim koma í kveld áður menn eru mettir. Og ef þetta gengur
eftir þá mun svo fara fleira sem eg segi."



Síðan bar hún mat á borð.



Njáll mælti: "Undarlega sýnist mér nú. Ég þykist sjá um alla
stofuna og þykir mér sem undan séu gaflveggirnir báðir en
blóð eitt allt borðið og maturinn."



Öllum fannst þá mikið um öðrum en Skarphéðni. Hann bað menn
ekki syrgja né láta öðrum herfilegum látum svo að menn mættu
orð á því gera "mun oss vandara gert en öðrum að vér berum
oss vel og er það jafnt að vonum."



Þeir Grímur og Helgi komu heim áður borð voru ofan tekin og
brá mönnum mjög við það. Njáll spurði hví þeir færu svo
hverft en þeir sögðu slíkt sem þeir höfðu frétt. Njáll
bað engan mann til svefns fara og vera vara um sig.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.