Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 123

Njáls saga 123 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 123)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
122123124

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Snorri goði mælti svo: "Nú erum vér hér tólf dómendur er
málum þessum er til skotið. Vil eg nú biðja yður alla að vér
höfum enga trega í málum þessum svo að þeir megi eigi sáttir
verða."



Guðmundur mælti: "Viljið þér nokkuð héraðssektir gera eða
utanferðir?"



"Engar," segir Snorri, "því að það hefir oft eigi efnst
og hafa menn fyrir það drepnir verið og orðið ósáttir. En
gera vil eg fésætt svo mikla að engi maður hafi dýrri verið
hér á landi en Höskuldur."



Hans orð mæltust vel fyrir. Síðan töluðu þeir um og urðu eigi
á sáttir hver fyrst skyldi upp kveða hversu mikil fésekt vera
skyldi. Og kom svo að þeir hlutuðu um og hlaut Snorri upp að
kveða.



Snorri mælti: "Ekki mun eg lengur yfir þessu sitja. Mun eg nú
segja yður hvað mitt ákvæði er, að eg vil Höskuld bæta láta
þrennum manngjöldum en það eru sex hundruð silfurs. Skuluð
þér nú að gera ef yður þykir of mikið eða of lítið."



Þeir svöruðu að þeir skyldu hvergi að gera.



"Það skal og fylgja," sagði hann, "að hér skal allt féið upp
gjaldast á þinginu."



Þá mælti Gissur hvíti: "Þetta þykir mér varla vera mega því
að þeir munu hér lítinn einn hlut hafa að gjalda fyrir sig."



Guðmundur hinn ríki mælti: "Eg veit hvað Snorri vill. Það
vill hann að vér gefum til allir gerðarmenn slíkt sem vor er
drengskapur til og mun þar þá margur eftir gera."



Hallur af Síðu þakkaði honum og kveðst gjarna vilja til gefa
sem sá er mest gæfi. Játuðu því þá allir gerðarmenn. Eftir
það gengu þeir í braut og réðu það með sér að Hallur skyldi
segja upp gerðina að Lögbergi.



Eftir það var hringt og gengu allir menn til Lögbergs.



Hallur af Síðu stóð upp og mælti: "Mál þessi, er vér höfum
gert um, höfum vér orðið vel á sáttir og höfum gert sex
hundruð silfurs. Skulum vér gjalda upp helminginn gerðarmenn
og skal hér allt upp gjaldast á þinginu. En það er
bænarstaður minn til allrar alþýðu að nokkurn hlut gefi til
fyrir guðs sakir."



Því svöruðu allir vel. Nefndi Hallur þá votta að gerðinni að
hana skyldi engi rjúfa mega. Njáll þakkaði þeim gerðina.
Skarphéðinn stóð hjá og þagði og glotti við. Gengu menn þá
frá Lögbergi og til búða sinna.



En gerðarmenn báru saman í bóndakirkjugarði fé það sem þeir
höfðu heitið til að leggja. Njálssynir seldu fram fé það er
þeir höfðu og svo Kári og var það hundrað silfurs. Njáll tók
þá fé það er hann hafði og var það annað hundrað silfurs.
Síðan var fé þetta borið allt saman í Lögréttu og gáfu menn
þá svo mikið til að engan pening vantaði á. Njáll tók þá
silkislæður og bóta og lagði á hrúguna ofan.



Síðan mælti Hallur til Njáls að hann skyldi ganga eftir sonum
sínum "en eg mun ganga eftir Flosa og veiti nú hvorir öðrum
tryggðir."



Njáll gekk þá heim til búðar sinnar og mælti til sona sinna:
"Nú er málum vorum komið í gott efni. Vér erum nú menn sáttir
en fé allt komið í einn stað. Skulu nú hvorirtveggju ganga
til og veita öðrum grið og tryggðir. Vil eg þess nú biðja yður
sonu mína að þér spillið í engu um."



Skarphéðinn strauk um ennið og glotti við. Ganga þeir nú
allir til Lögréttu.



Hallur gekk til móts við Flosa og mælti: "Gakk þú nú til
Lögréttu því að nú er féið allt vel af hendi goldið og saman
komið í einn stað."



Flosi bað þá Sigfússonu ganga til með sér. Gengu þeir þá út
allir. Þeir gengu austan að Lögréttu. Njáll gekk vestan að
Lögréttu og synir hans. Skarphéðinn gekk á meðalpallinn og
stóð þar.



Flosi gekk í Lögréttu að hyggja að fénu og mælti: "Þetta fé
er bæði mikið og gott og vel af höndum greitt sem von er að."



Síðan tók hann upp slæðurnar og spurði hver þær mundi hafa
til gefið en engi svaraði honum. Í annað sinn veifði hann
slæðunum og spurði hver til mundi hafa gefið og hló að og
svaraði honum engi."



Flosi mælti þá: "Hvort er að engi yðvar veit hver þenna búning
hefir átt eða þorið þér eigi að segja mér?"



Skarphéðinn mælti: "Hvað ætlar þú hver til hafi gefið?"



Flosi mælti: "Ef þú vilt það vita þá mun eg það segja þér
hvað eg ætla. Það ætla eg að til hafi gefið faðir þinn, karl
hinn skegglausi, því að margir vita eigi er hann sjá hvort
hann er heldur kona eða karlmaður."



Skarphéðinn mælti: "Slíkt er illa mælt að sneiða honum
afgömlum er engi hefir áður til orðið dugandi maður. Megið þér og
það vita að hann er karlmaður því að hann hefir sonu átt við
konu sinni. Hafa fáir vorir frændur legið óbættir hjá garði
vorum svo að vér höfum eigi hefnt."



Síðan tók Skarphéðinn til sín slæðurnar en kastaði brókum
blám til Flosa og kvað hann þeirra meir þurfa."



Flosi mælti: "Hví mun eg þeirra meir þurfa?"



Skarphéðinn svarar: "Því þá ef þú ert brúður Svínfellsáss sem
sagt er hverja hina níundu nótt og geri hann þig að konu."



Flosi hratt þá fénu og kveðst þá engan pening hafa skyldu af,
kvað þá vera skyldu annaðhvort að Höskuldur skyldi vera
ógildur ella skildu þeir hefna hans.



Vildi þá Flosi engi grið selja og engi taka og mælti til
Sigfússona: "Göngum vér nú heim. Eitt skal yfir oss líða
alla."



Síðan gengu þeir heim til búðar.



Hallur mælti: "Helsti miklir ógæfumenn eiga hér í hlut að."



Þeir Njáll og synir hans gengu heim til búðar.



Njáll mælti: "Nú kemur það fram sem mér sagði löngu hugur um
að oss mundu þungt falla þessi mál."



"Eigi er það," segir Skarphéðinn, "því að þeir mega aldrei
sækja oss að landslögum."



"Þá mun það fram koma," segir Njáll, "er öllum mun verst
gegna."



Þeir menn töluðu um er gefið höfðu féið að þeir mundu í braut
taka.



Guðmundur hinn ríki mælti þá: "Þá skömm kýs eg mér eigi til
handa að taka það aftur er eg gef hvorki hér né annars
staðar."



"Vel er þetta mælt," sögðu þeir.



Vildi þá og engi í braut taka.



Snorri goði mælti: "Það er mitt ráð að Gissur hinn hvíti og
Hjalti Skeggjason varðveiti fé þetta til annars alþingis.
Segir mér svo hugur um að eigi muni langt líða áður til muni
þurfa að taka þessa fjár."



Hjalti tók og varðveitti helming fjárins en Gissur sumt.
Gengu menn þá heim til búða sinna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.