Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 120

Njáls saga 120 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 120)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
119120121

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Ásgrímur Elliða-Grímsson og þeir félagar gengu til búðar
Þorkels háks.



Ásgrímur mælti þá til félaga sinna: "Þessa búð á Þorkell
hákur, kappi mikill, og væri oss mikið undir að vér fengjum
liðsinni hans. Skulum vér hér til gæta í alla staði því að
hann er einlyndur og skapvandur. Vil eg nú biðja þig
Skarphéðinn að þú létir ekki til þín taka um tal vort."



Skarphéðinn glotti við og var svo búinn að hann var í blám
kyrtli og í blárendum brókum og uppháva svarta skúa á fótum.
Hann hafði silfurbelti um sig og öxi þá í hendi er hann
hafði drepið Þráin með og hann kallaði Rimmugýgi og
törgubuklara og silkihlað um höfuð og greitt hárið aftur um
eyrun. Hann var allra manna hermannlegastur og kenndu því
hann allir ósénn. Hann gekk sem honum var skipað og
hvorki fyrr né síðar.



Þeir gengu nú inn í búðina og í innanverða. Þorkell sat á
miðjum palli og menn hans alla vega út í frá honum. Ásgrímur
kvaddi hann. Þorkell tók því vel.



Ásgrímur mælti til hans: "Til þess erum vér hingað komnir að
biðja þig liðveislu að þú gangir til dóma með oss."



Þorkell mælti: "Hvað munduð þér þurfa minnar liðveislu við
þar sem þér genguð til Guðmundar? Og mundi hann heita yður
liði sínu."



"Ekki fengum vér hans liðsinni," segir Ásgrímur.



Þorkell mælti: "Þá þótti Guðmundi óvinsælt vera málið og mun
svo og vera því að slík verk hafa verst verið unnin. Og veit
eg hvað þér hefir til gengið hingað að fara að þú ætlaðir að
eg mundi vera óhlutvandari en Guðmundur og mundi eg
vilja fylgja að röngu máli."



Ásgrímur þagnaði þá og þótti þungt fyrir.



Þorkell mælti: "Hver er sá hinn mikli og hinn feiknlegi er
fjórir menn ganga fyrri, fölleitur og skarpleitur,
ógæfusamlegur og illmannlegur?"



Skarphéðinn mælti: "Eg heiti Skarphéðinn og er þér skuldlaust
að velja mér hæðiyrði, saklausum manni. Hefir mig aldrei það
hent að eg hafi kúgað föður minn og barist við hann sem þú
gerðir við þinn föður. Hefir þú og lítt riðið til alþingis
eða starfað í þingdeildum og mun þér kringra að hafa ljósverk
að búi þínu að Öxará í fásinninu. Er þér og nær að stanga úr
tönnum þér rassgarnarendann merarinnar er þú ást áður en þú
riðir til þings og sá smalamaður þinn og undraðist hann er þú
gerðir slíka fúlmennsku."



Þá spratt Þorkell upp af mikilli reiði og þreif sax sitt og
mælti: "Þetta sax fékk eg í Svíþjóðu og drap eg til hinn
mesta kappa en síðan vó eg margan mann með. Og þegar er eg næ
til þín skal eg reka það í gegnum þig og skalt þú það hafa
fyrir fáryrði þín."



Skarphéðinn stóð með reidda öxina og glotti við og mælti:
"Þessa öxi hafði eg í hendi þá er eg hljóp tólf álna yfir
Markarfljót og vó eg Þráin Sigfússon og stóðu þeir átta fyrir
og fékk engi þeirra fang á mér. Hefi eg og aldrei svo reitt
vopn að manni að eigi hafi við komið."



Síðan hratt hann þeim frá bræðrum sínum og Kára mági sínum og
óð fram að Þorkatli.



Skarphéðinn mælti þá: "Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur
að þú slíðra saxið og sest niður eða eg keyri öxina í höfuð
þér og klýf þig í herðar niður."



Þorkell slíðraði saxið og sest niður þegar og hafði hvorki
orðið á fyrir honum áður né síðan. Þeir Ásgrímur gengu
þá út.



Skarphéðinn mælti: "Hvert skulum vér nú ganga?"



Ásgrímur svaraði: "Heim til búðar vorrar."



"Þá förum vér bónleiðir til búðar," segir Skarphéðinn.



Ásgrímur snérist við honum og mælti: "Margstaðar hefir þú
heldur verið orðhvass en hér er Þorkell átti í hlut
að, þykir mér þú það eitt hafa á hann lagið er maklegt er."



Gengu þeir þá heim til búðar sinnar og sögðu Njáli frá öllu sem
gerst.



Hann mælti: "Búið arki að auðnu til hvers sem draga vill."



Guðmundur hinn ríki spurði nú hversu farið hafði með þeim
Skarphéðni og Þorkatli og mælti svo: "Kunnigt mun yður vera
hversu farið hefir með oss Ljósvetningum og hefi eg aldrei
farið jafnmikla skömm né sneypu fyrir þeim sem nú fór Þorkell
fyrir Skarphéðni og er þetta allvel orðið."



Síðan mælti Guðmundur til Einars Þveræings bróður síns: "Þú
skalt fara með öllu liði mínu og veita Njálssonum þá er dómar
fara út en ef þeir þurfa liðs annað sumar þá skal eg
sjálfur veita þeim lið."



Einar játaði þessu og lét segja Ásgrími.



Ásgrímur mælti: "Ólíkur er Guðmundur flestum mönnum að
höfðingsskap."



Ásgrímur sagði síðan Njáli.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.