Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 118

Njáls saga 118 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 118)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
117118119

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Njáll mælti til Skarphéðins: "Hverja ráðagerð hafið þér
nú fyrir yður bræður og Kári?"



Skarphéðinn mælti: "Lítt rekjum vér drauma til flestra hluta.
En þér til að segja þá munum vér ríða í Tungu til Ásgríms
Elliða-Grímssonar og þaðan til þings. En hvað ætlar þú um
ferð þína faðir?"



Njáll svaraði: "Ríða mun eg til þings því að það er sómi minn
að skiljast eigi við yðvart mál meðan eg lifi. Væntir mig
þess að margir verpi þar vel orðum á mig og njótið þér mín en
gjaldið hvergi."



Þar var Þórhallur Ásgrímsson fóstri Njáls. Þeir Njálssynir
hlógu að honum er hann var í kasti mórendu og spurði hve
lengi hann ætlaði að hafa það.



Þórhallur svaraði: "Kastað skal eg því hafa þá er eg á að
mæla eftir fóstra minn."



Njáll mælti: "Þá munt þú best gefast er mest liggur við."



Þeir búast nú allir heiman þaðan og voru nær þrír tigir
manna og riðu þar til er þeir komu til Þjórsár. Þá komu
þeir eftir frændur Njáls, Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn
mikli. Þeir voru synir Holta-Þóris og buðu lið sitt
Njálssonum og atgöngu og þeir þágu það. Ríða þá allir saman
yfir Þjórsá og þar til er þeir komu á Laxárbakka og æja þar.
Þar kom til móts við þá Hjalti Skeggjason og tóku þeir Njáll
tal með sér og töluðu lengi hljótt.



Hjalti mælti: "Það mun eg sýna jafnan að eg er ekki myrkur í
skapi. Njáll hefir beðið mig liðveislu. Hefi eg og í gengið
og heitið honum mínu liðsinni. Hefir hann áður selt mér laun
og mörgum öðrum í heilræðum sínum."



Hjalti segir Njáli allt um ferðir Flosa.



Þeir sendu Þórhall fyrir í Tungu að segja Ásgrími að þeir
mundu þangað um kveldið. Ásgrímur bjóst þegar við og var úti
er Njáll reið í tún. Njáll var í blárri kápu og hafði
þófahött á höfði og taparöxi í hendi. Ásgrímur tók Njál af
hesti og bar hann inn og setti hann í hásæti. Síðan gengu
þeir inn allir Njálssynir og Kári. Ásgrímur gekk þá út.
Hjalti vildi snúa í braut og þótti þar of margt vera.
Ásgrímur tók í taumana og kvað hann eigi skyldu ná í braut að
ríða og lét taka af hestum þeirra og fylgdi Hjalta inn og
setti hann hjá Njáli en þeir Þorleifur sátu á annan bekk og
menn þeirra.



Ásgrímur settist á stól fyrir Njál og spurði: "Hversu segir
þér hugur um mál vor?"



Njáll svarar: "Heldur þunglega því að mig uggir að hér muni
eigi gæfumenn í hlut eiga. En það vildi eg vinur að þú sendir
eftir öllum þingmönnum þínum og ríð til þings með mér."



"Það hefi eg ætlað," segir Ásgrímur, "og því mun eg heita þér
með að úr yðrum málum mun eg aldrei ganga meðan eg fæ nokkura
menn að með mér."



En allir þökkuðu honum þeir er inni voru og kváðu slíkt
drengilega mælt.



Þar voru þeir um nóttina en um daginn eftir kom þar allt lið
Ásgríms. Síðan ríða þeir allir saman þar til er þeir koma á
þing upp og voru áður tjaldaðar búðir þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.