skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 107

Njáls saga 107 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 107)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
106107108

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Valgarður hinn grái kom þetta sumar út. Hann var þá
heiðinn. Hann fór til Hofs til Marðar sonar síns og var þar
um veturinn.Hann mælti til Marðar: "Riðið hefi eg hér um byggðina víða og
þykir mér eigi mega kenna að hin sama sé. Kom eg á Hvítanes
og sá eg þar búðartóftir margar og umbrot mikil. Og kom eg á
Þingskálaþing og sá eg þar ofan brotna búð vora alla eða hví
sæta firn slík?"Mörður svarar: "Hér eru tekin upp ný goðorð og fimmtardómslög
og hafa menn sagt sig úr þingi frá mér og í þing með
Höskuldi."Valgarður mælti: Illa hefir þú launað mér goðorðið er eg fékk
þér í hendur að fara svo ómannlega með. Vil eg nú að þú
launir þeim því að þeim dragi öllum til bana. En það er til
þess að þú rægir þá saman og drepi synir Njáls Höskuld. En
þar eru margir til eftirmáls um hann og munu þá Njálssynir af
þeim sökum drepnir verða.""Eigi mun eg það gert geta," segir Mörður."Eg skal leggja ráðin til," segir Valgarður. "Þú skalt bjóða
Njálssonum heim og leysa þá út með gjöfum. En svo fremi skalt
þú rógið frammi hafa er orðin er vinátta með yður mikil og
þeir trúa þér eigi verr en sér. Máttu svo hefnast við
Skarphéðin þess er hann tók féið af þér eftir lát Gunnars.
Munt þú svo fremi taka höfðingskap er þessir eru allir
dauðir."Þessa ráðagerð festu þeir með sér að sjá skyldi fram koma.Mörður mælti: "Það vildi eg faðir að þú tækir við trú. Þú ert
maður gamall.""Eigi vil eg það," segir Valgarður, "heldur vil eg að þú
kastir trúnni og sjá hversu þá fari."Mörður kvaðst það eigi gera mundu.Valgarður braut krossa fyrir Merði og öll heilög tákn. Litlu
síðar tók Valgarður sótt og andaðist og var hann heygður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.