Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 106

Njáls saga 106 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 106)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
105106107

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sá atburður varð þrem vetrum síðar á Þingskálaþingi að
Ámundi hinn blindi var þar, son Höskulds Njálssonar. Hann lét
leiða sig búða í meðal. Hann kom í búð þá er Lýtingur var
inni af Sámsstöðum. Hann lætur leiða sig inn í búðina og þar
fyrir sem Lýtingur sat.Hann mælti: "Er hér Lýtingur af Sámsstöðum?""Já," segir Lýtingur, "eða hvað vilt þú mér?""Eg vil vita," segir Ámundi, "hverju þú vilt bæta mér föður
minn. Eg er laungetinn og hefi eg við engum bótum tekið.""Bætt hefi eg föður þinn fullum bótum," segir Lýtingur, "og
tók við föðurfaðir þinn og föðurbræður en bræður mínir voru
ógildir. Og varð bæði að eg hafði illa til gert enda kom eg
allhart niður.""Ekki spyr eg að því," segir Ámundi, "að þú hefir bætt þeim.
Veit eg að þér eruð sáttir. Og spyr eg að því hverju þú vilt
mér bæta.""Alls engu," segir Lýtingur."Eigi skil eg," segir Ámundi, "að það muni rétt fyrir guði
svo nær hjarta sem þú hefir mér höggvið. Enda kann eg að
segja þér ef eg væri heileygur báðum augum að hafa skyldi eg
annaðhvort fyrir föður minn fébætur eða mannhefndir enda
skipti guð með okkur."Eftir það gekk hann út. En er hann kom í búðardyrnar
snýst hann innar eftir búðinni. Þá lukust upp augu hans.Þá mælti hann: "Lofaður sért þú guð, drottinn minn. Sé eg nú
hvað þú vilt."Eftir það hleypur hann innar eftir búðinni þar til er hann
kemur fyrir Lýting og höggur með öxi í höfuð honum svo að hún
stóð á hamri og kippir að sér öxinni. Lýtingur fellur áfram
og var þegar dauður. Ámundi gengur út í búðardyrnar. Og er
hann kom í þau hin sömu spor sem augu hans höfðu upp lokist
þá lukust nú aftur og var hann alla ævi blindur síðan.Eftir það lætur hann fylgja sér til Njáls og sona hans. Hann
segir þeim víg Lýtings."Ekki má saka þig um þetta," segir Njáll, "því að slíkt er
mjög ákveðið en viðvörunarvert ef slíkir atburðir verða að
stinga eigi af stokki við þá er svo nær standa."Síðan bauð Njáll sætt frændum Lýtings. Höskuldur Hvítanesgoði
átti hlut að við frændur Lýtings að þeir tækju sættum og var
þá lagið mál í gerð og féllu hálfar bætur niður fyrir
sakastaði þá er Ámundi þótti á eiga. Eftir það gengu menn til
tryggða og veittu frændur Lýtings Ámunda tryggðir.Menn riðu heim af þingi og er nú kyrrt lengi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.