Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 86

Njáls saga 86 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 86)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
858687

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Síðan fór jarl suður með herinn og var Kári í för með honum
og svo Njálssynir. Þeir komu suður við Katanes. Jarl átti
þessi ríki í Skotlandi: Ros og Mýræfi, Syðrilönd og Dali.
Komu þar að móti þeim menn af þeim ríkjum og sögðu að jarlar
voru þaðan skammt í braut með her mikinn. Þá snýr Sigurður
jarl þangað herinum og heitir þar Dungalsgnípa er fundurinn
var fyrir ofan. Laust þegar í bardaga mikinn með þeim. Skotar
höfðu látið fara sumt liðið laust og kom það í opna skjöldu
jarlsmönnum og varð þar mannfall mikið þar til er þeir
Njálssynir sneru í móti þeim og börðust við þá og komu þeim á
flótta. Verður þá þó bardaginn harður. Snúa þeir Grímur og
Helgi þá fram hjá merkinu jarls og berjast hið djarflegasta.
Nú snýr Kári í móti Melsnata jarli. Melsnati skaut spjóti að
Kára. Kári henti og skaut aftur spjótinu og í gegnum jarlinn.
Þá flýði Hundi jarl en þeir ráku flóttann allt þar til er þeir
spurðu til Melkólfs Skotakonungs að hann dró her saman í
Dungalsbæ. Átti jarl þá ráð við menn sína og sýndist það
öllum ráð að snúa aftur og berjast eigi við svo mikinn
landher. Sneru þeir þá aftur.En er jarl kom í Straumey skipti hann þar herfangi. Síðan fór
hann norður til Hrosseyjar. Njálssynir fylgdu honum og Kári.
Jarl gerði þá veislu mikla og að þeirri veislu gaf jarl Kára
sverð gott og spjót gullrekið en Helga gullhring og skikkju
en Grími skjöld og sverð. Eftir það gerði hann þá hirðmenn
sína Grím og Helga og þakkaði þeim framgöngu góða.Þeir voru með jarli þann vetur og um sumarið þar til er Kári
fór í hernað. Þeir fóru með honum. Þeir herjuðu víða um
sumarið og fengu hvervetna sigur. Þeir börðust við Guðröð
konung úr Mön og sigruðu hann og fóru við það aftur og höfðu
fengið mikið fé. Voru þeir með jarli um veturinn og sátu þar
í góðu yfirlæti.Um vorið beiddust þeir Njálssynir að fara til Noregs. Jarl
mælti að þeir skyldu fara sem þeim líkaði og fékk þeim gott
skip og röskva menn. Kári sagði þeim að hann mundi þetta
sumar koma til Noregs með skatta Hákonar jarls og "munum vér
þá þar finnast," segir Kári. Og á það sammæltust þeir að
finnast þar.Síðan létu þeir Njálssynir út og sigldu til Noregs og komu
norður við Þrándheim. Dvöldust þeir þar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.