Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 79

Njáls saga 79 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 79)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
787980

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Skarphéðinn mælti: "Nú skulum við fara þegar í nótt því að ef
þeir spyrja að eg er hér þá munu þeir vera varari um sig.""Þínum ráðum vil eg fram fara," segir Högni.Eftir það tóku þeir vopn sín þá er allir menn voru í rekkjum.
Högni tekur ofan atgeirinn og söng í honum hátt.Rannveig spratt upp af æði mikilli og mælti: "Hver tekur
atgeirinn þar er eg bannaði öllum með að fara?""Eg ætla," segir Högni, "að færa föður mínum og hafi hann til
Valhallar og beri þar fram á vopnaþingi.""Fyrri munt þú nú bera hann," segir hún, "og hefna föður þíns
því að atgeirinn segir manns bana, eins eða fleiri."Síðan gekk Högni út og sagði Skarphéðni orðræðu þeirra ömmu
hans.Síðan fara þeir til Odda. Hrafnar tveir flugu með þeim alla
leið. Þeir komu um nóttina í Odda. Þeir ráku fénað heim á
húsin. Þá hljóp út Hróaldur og Tjörvi og ráku féið upp í
geilarnar og höfðu með sér vopn sín.Skarphéðinn spratt upp og mælti: "Eigi þarft þú að hyggja að,
jafnt er sem þér sýnist, menn eru hér."Síðan höggur Skarphéðinn Tjörva banahögg. Hróaldur hafði
spjót í hendi. Högni hleypur að honum. Hróaldur leggur til
Högna. Högni hjó í sundur spjótskaftið með atgeirinum en
rekur atgeirinn í gegnum hann. Síðan gengu þeir frá þeim
dauðum og snúa þaðan upp undir Þríhyrning. Skarphéðinn
hleypur á hús upp og reytir gras og ætluðu þeir er inni voru
að fénaður væri. Tóku þeir feðgar, Starkaður og Þorgeir, vopn
sín og klæði og fóru út og hljópu upp um garðinn. En er
Starkaður sér Skarphéðinn hræðist hann og vildi aftur snúa.
Skarphéðinn höggur hann við garðinum. Þá kemur Högni í mót
Þorgeiri og vegur hann með atgeirinum.Þaðan fara þeir til Hofs og var Mörður á velli úti og bað sér
griða og bauð alsætti.Skarphéðinn sagði Merði víg þeirra fjögurra. "Og slíka för,"
segir Skarphéðinn, "skalt þú fara eða selja Högna sjálfdæmi
ef hann vill taka."Högni kvaðst hitt hafa ætlað að sættast ekki við föðurbana
sína en þó tók hann sjálfdæmi um síðir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.