Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 77

Njáls saga 77 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 77)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
767778

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Gunnar vaknaði í skálanum og mælti: "Sárt ert þú leikinn
Sámur fóstri og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í
meðal."Skáli Gunnars var ger af viði einum og súðþaktur utan og
gluggar hjá brúnásunum og snúin þar fyrir speld. Gunnar svaf
í lofti einu í skálanum og Hallgerður og móðir hans.En er þeir komu að bænum vissu þeir eigi hvort Gunnar mundi
heima vera. Gissur mælti að nokkur skyldi fara heim á húsin
og vita hvað af kannaði en þeir settust niður á völlinn meðan.
Þorgrímur austmaður gekk upp á skálann. Gunnar sér að rauðan
kyrtil ber við glugginum og leggur út með atgeirinum á hann
miðjan. Þorgrími skruppu fæturnir og varð laus skjöldurinn og
hrataði hann ofan af þekjunni. Gengur hann síðan að þeim
Gissuri þar er þeir sátu á vellinum.Gissur leit við honum og mælti: "Hvort er Gunnar heima?""Vitið þér það en hitt vissi eg að atgeir hans var heima."
segir Austmaðurinn.Féll hann þá niður dauður. Þeir sóttu þá heim að húsunum.
Gunnar skaut út örum að þeim og varðist vel og gátu þeir ekki
að gert. Þá hljópu sumir á húsin upp og ætluðu þaðan að að
sækja. Gunnar kom þangað að þeim örunum og gátu þeir ekki að
gert og fór svo fram um hríð. Þeir tóku hvíld og sóttu að í
annað sinn. Gunnar skaut enn út örunum og gátu þeir enn ekki
að gert og hrukku frá í annað sinn.Þá mælti Gissur hvíti: "Sækjum að betur, ekki verður af oss."Gerðu þeir þá hríð hina þriðju og voru við lengi. Eftir það
hrukku þeir frá.Gunnar mælti: "Ör liggur þar úti á þekjunni og er sú af
þeirra örum og skal eg þeirri skjóta til þeirra. Og er þeim það
skömm ef þeir fá geig af vopnum sínum."Móðir hans mælti: "Ger þú eigi það son minn að þú vekir þá er
þeir hafa áður frá horfið."Gunnar þreif örina og skaut til þeirra og kom á Eilíf
Önundarson og fékk hann af sár mikið. Hann hafði staðið einn
saman og vissu þeir eigi að hann var særður."Hönd kom þar út," segir Gissur, "og var á gullhringur og tók
ör er lá á þekjunni og mundi eigi út leitað viðfanga ef gnógt
væri inni og skulum vér nú sækja að."Mörður mælti: "Brennum vér hann inni.""Það skal verða aldrei," segir Gissur, "þó að eg viti að líf
mitt liggi við. Er þér sjálfrátt að leggja til ráð þau er
dugi svo slægur maður sem þú ert kallaður."Strengir lágu á vellinum og voru hafðir til að festa með hús
jafnan.Mörður mælti: "Tökum vér strengina og berum um ásendana en
festum aðra endana um steina og snúum í vindása og vindum af
ræfrið af skálanum."Þeir tóku strengina og veittu þessa umbúð alla og fann Gunnar
eigi fyrr en þeir höfðu undið allt þakið af skálanum. Gunnar
skýtur þá af boganum svo að þeir komast aldrei að honum. Þá
mælti Mörður í annað sinn að þeir mundu brenna Gunnar inni.Gissur svarar: "Eigi veit eg hví þú vilt það mæla er engi
vill annarra og skal það aldrei verða."Í þessu bili hleypur upp á þekjuna Þorbrandur Þorleiksson og
höggur í sundur bogastrenginn Gunnars. Gunnar þrífur
atgeirinn báðum höndum og snýst að honum skjótt og rekur í
gegnum hann atgeirinn og kastar honum dauðum á völlinn. Þá
hljóp upp Ásbrandur bróðir hans. Gunnar leggur til hans
atgeirinum og kom hann skildi fyrir sig. Atgeirinn renndi í
gegn um skjöldinn og svo meðal handleggjanna. Snaraði Gunnar
þá svo fast atgeirinn að skjöldurinn klofnaði en brotnuðu
báðir handleggirnir og féll hann út af vegginum. Áður hafði
Gunnar særða átta menn en vegið þá tvo. Þá fékk Gunnar sár
tvö og sögðu það allir menn að hann brygði sér hvorki við sár
né við bana.Hann mælti til Hallgerðar: "Fá mér leppa tvo úr hári þínu og
snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.""Liggur þér nokkuð við?" segir hún."Líf mitt liggur við," segir hann, "því að þeir munu mig
aldrei fá sóttan meðan eg kem boganum við.""Þá skal eg nú," segir hún, "muna þér kinnhestinn og hirði eg
aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.""Hefir hver til síns ágætis nokkuð," segir Gunnar, "og skal
þig þessa eigi lengi biðja."Rannveig mælti: "Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi."Gunnar varði sig vel og fræknlega og særir nú aðra átta menn
svo stórum sárum að mörgum lá við bana. Gunnar ver sig þar
til er hann féll af mæði. Þeir særðu hann þá mörgum stórum
sárum en þó komst hann úr höndum þeim og varði sig þá enn
lengi en þó kom þar að þeir drápu hann.Um vörn hans orti Þorkell Elfaraskáld í vísu þessi:Spurðum vér hve varðist

vígmóðr kjalar slóða

glaðstýrandi geiri,

Gunnar, fyrir Kjöl sunnan.

Sóknrýrir vann sára

sextán viðar mána

hríðar herðimeiða

hauðrmens en tvo dauða.


Gissur mælti: "Mikinn öldung höfum vér nú að velli lagt og
hefir oss erfitt veitt og mun hans vörn uppi meðan landið er
byggt."Síðan gekk hann til fundar við Rannveigu og mælti: "Vilt þú
veita mönnum vorum tveimur jörð er dauðir eru og séu hér
heygðir?""Að heldur tveimur," segir hún, "að eg mundi veita yður
öllum.""Vorkunn er þér til þess er þú mælir," segir hann, "því að þú
hefir mikils misst" og kvað á að þar skyldi engu ræna og
engu spilla. Fóru á braut síðan.Þá mælti Þorgeir Starkaðarson: "Eigi megum vér vera heima í
búum vorum fyrir Sigfússonum nema þú Gissur hvíti eða Geir
goði sért suður hér nokkura hríð.""Þetta mun svo vera," segir Gissur og hlutuðu þeir og hlaut
Geir eftir að vera.Síðan fór hann í Odda og settist þar. Hann átti sér son er
Hróaldur hét. Hann var laungetinn og hét Bjartey móðir hans
og var systir Þorvalds hins veila er veginn var við Hestlæk í
Grímsnesi. Hann hrósaði því að hann hefði veitt Gunnari
banasár. Hróaldur var í Odda með föður sínum. Þorgeir
Starkaðarson hrósaði öðru sári að hann hefði Gunnari veitt.
Gissur sat heima að Mosfelli.Víg Gunnars spurðist og mæltist illa fyrir um allar sveitir
og var hann mörgum mönnum mjög harmdauði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.