Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 72

Njáls saga 72 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 72)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
717273

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Sá atburður varð er þeir Gunnar riðu neðan að Rangá að blóð
féll á atgeirinn. Kolskeggur spurði hví það mundi sæta.Gunnar svaraði ef slíkir atburðir yrðu að það væri kallað í
öðrum löndum benrögn "og sagði svo Ölvir bóndi í Hísing að
það væri jafnan fyrir stórfundum."Síðan riðu þeir til þess er þeir sáu mennina við ána, sjá að
þeir sitja en hafa bundið hestana.Gunnar mælti: "Fyrirsát er nú.""Lengi hafa þeir ótrúlegir verið," segir Kolskeggur, "eða
hvað skal nú til ráða taka?""Hleypa skulum við upp hjá þeim," segir Gunnar, "til vaðsins
og búast þar við."Hinir sjá það og snúa þegar að þeim. Gunnar bendir upp bogann
og tekur örvarnar og steypir niður fyrir sig og skýtur þegar
er þeir komu í skotfæri. Særði Gunnar við það mjög marga menn
en drap suma.Þá mælti Þorgeir Otkelsson: "Þetta dugir oss ekki, göngum að
sem harðast."Þeir gerðu svo. Fyrstur gekk Önundur hinn fagri, frændi
Þorgeirs. Gunnar skaut atgeirinum til hans og kom á skjöldinn
og klofnaði hann í tvo hluti en atgeirinn hljóp í gegnum
Önund. Ögmundur flóki hljóp að baki Gunnari. Kolskeggur sá
það og hjó undan Ögmundi báða fætur og hratt honum út á Rangá
og drukknaði hann þegar. Gerðist nú bardagi mikill og harður
og hjó Gunnar annarri hendi en lagði annarri. Kolskeggur vó
og drjúgan menn en særði marga.Þorgeir Starkaðarson mælti til nafna síns: "Alllítt sér það á
að þú eigir föður þíns að hefna á Gunnari."Þorgeir Otkelsson svarar: "Víst er eigi vel fram gengið en þó
hefir þú eigi gengið mér í spor enda skal eg eigi þola
þín frýjuorð," hleypur að Gunnari af mikilli reiði og lagði
spjóti í gegnum skjöldinn og svo í gegnum hönd Gunnari.
Gunnar snaraði svo hart skjöldinn að spjótið brotnaði í
falnum. Gunnar sér annan mann kominn í höggfæri við sig og
höggur þann banahöggi. Eftir það þrífur hann atgeirinn tveim
höndum. Þá var Þorgeir Otkelsson kominn nær honum með brugðnu
sverði og reiddi hart. Gunnar snýst að honum skjótt af
mikilli reiði og rekur í gegnum hann atgeirinn og bregður
honum á loft og keyrir hann út á Rangá. Og rekur hann ofan á
vaðið og festi þar á steini einum og heitir þar síðan
Þorgeirsvað.Þorgeir Starkaðarson mælti: "Flýjum vér nú, ekki mun oss
sigurs verða auðið að svo búnu."Snéru þeir þá allir í frá."Sækjum við nú eftir þeim," segir Kolskeggur, "og tak þú
bogann og örvarnar og munt þú komast í skotfæri við Þorgeir
Starkaðarson."Gunnar svaraði: "Eyðast munu fésjóðarnir um það er þessir eru
bættir er hér liggja nú dauðir.""Ekki mun þér féfátt verða," sagði Kolskeggur, "en Þorgeir
mun eigi fyrr af láta en hann ræður þér bana.""Standa munu nokkurir hans makar á götu minni áður en eg
hræðist þá," segir Gunnar.Síðan ríða þeir heim og segja tíðindin. Hallgerður fagnaði
þessum tíðindum og lofaði mjög verkið.Rannveig mælti: "Vera má að gott sé verkið en verra verður
mér við en eg ætli að gott muni af leiða."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.