Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 66

Njáls saga 66 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 66)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
656667

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


En er þessir menn komu til þings ganga þeir í lið með Gissuri
hvíta og Geir goða. Gunnar og Sigfússynir og Njálssynir gengu
allir í einum flokki og fóru svo snúðigt að menn urðu að gæta
sín ef fyrir voru að eigi féllu. Og var ekki jafntíðrætt um
allt þingið sem um málaferli þessi hin miklu.



Gunnar gekk til móts við mága sína og fögnuðu þeir Ólafur
honum vel. Þeir spurðu Gunnar um fundinn en hann segir þeim
frá gjörla og bar öllum vel söguna og sagði þeim hvað hann
hafði síðan að gert.



Ólafur mælti: "Mikils er vert hversu Njáll stendur þér fast um
alla ráðagerð."



Gunnar kvaðst aldrei það mundu launað geta en beiddi þá
liðveislu og atgöngu. Þeir kváðu það skylt vera.



Fara nú málin hvortveggi í dóm. Flytja nú hvorir sitt mál
fram. Mörður spurði hví sá maður skyldi hafa mál fram er áður
hafði unnið sér til óhelgi við Þorgeir svo sem Gunnar var.



Njáll svaraði: "Varst þú á Þingskálaþingi um haustið?"



"Var eg víst," segir Mörður.



"Heyrðir þú," segir Njáll, "að Gunnar bauð honum alsætti?"



"Heyrði eg víst," segir Mörður.



"Þá friðhelgaði eg Gunnar," segir Njáll, "til allra löglegra
mála."



"Rétt er þetta," segir Mörður, "en hví sætti það að Gunnar
lýsti vígi Hjartar á hendur Kol þar sem Austmaðurinn vó
hann?"



"Rétt var það," segir Njáll, "þar sem hann kaus hann til
veganda fyrir vottum."



"Rétt mun þetta víst," segir Mörður, "en fyrir hvað stefndi
Gunnar þeim öllum til óhelgi er fallið höfðu?"



"Eigi þarft þú þessa að spyrja," segir Njáll, "þar sem þeir
fóru allir til áverka og manndrápa."



"Eigi kom það fram við Gunnar," segir Mörður.



"Bræður Gunnars voru þeir Hjörtur og Kolskeggur," segir Njáll,
"og hafði annar bana en annar sár á sér."



"Lög hafið þér að mæla," segir Mörður, "þó að hart sé undir
að búa."



Þá gekk fram Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal og mælti: "Ekki
hefi eg hlutast til málaferla yðvarra en nú vil eg vita hvað
þú vilt Gunnar fyrir mín orð gera og vináttu."



"Hvers beiðist þú," segir Gunnar.



"Þess," segir Hjalti, "að þú leggir málin öll til
jafnaðardóms og dæmi góðir menn."



Gunnar mælti: "Þá skalt þú aldrei vera í móti mér við hverja
sem eg á um."



"Því vil eg heita þér," segir Hjalti.



Eftir það átti hann hlut að við mótstöðumenn Gunnars og kom
því við að þeir sættust allir og eftir það veittu hvorir
öðrum tryggðir. En fyrir áverka Þorgeirs kom legorðssökin en
skógarhöggið fyrir áverka Starkaðar. Bræður Þorgeirs voru
bættir hálfum bótum en hálfar féllu niður fyrir tilför við
Gunnar en jafnt skyldi vera víg Egils og sökin Tyrfings.
Fyrir víg Hjartar skyldi koma víg Kols og Austmannsins. Þá
voru aðrir bættir hálfum bótum. Njáll var í gerð þessi og
Ásgrímur Elliða-Grímsson og Hjalti Skeggjason. Njáll átti fé
mikið undir Starkaði og þeim í Sandgili og gaf hann það allt
Gunnari til bóta þessa. Svo átti Gunnar marga vini á þingi að
hann bætti þá þegar upp vígin en gaf gjafar mörgum höfðingjum
þeim er honum höfðu lið veitt og hafði hann af hina mestu
sæmd af málinu. Og urðu allir á það sáttir að engi væri hans
jafningi í Sunnlendingafjórðungi.



Reið Gunnar heim af þingi og situr nú um kyrrt. En þó
öfunduðu mótstöðumenn hans mjög hans sæmd.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.