Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 63

Njáls saga 63 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 63)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
626364

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú eggjar Starkaður sína menn. Snúa þeir þá fram í nesið að
þeim. Sigurður svínhöfði fór fyrstur og hafði törguskjöld
einbyrðan en sviðu í annarri hendi. Gunnar sér hann og skýtur
til hans af boganum. Hann brá upp við skildinum er hann sá
örina hátt fljúga og kom örin í gegnum skjöldinn og í augað
svo að út kom í hnakkann og varð það víg fyrst. Annarri ör
skaut Gunnar að Úlfhéðni ráðamanni Starkaðar og kom sú á hann
miðjan og féll hann fyrir fætur bónda einum en bóndinn féll um hann
þveran. Kolskeggur kastar til steini og kom í höfuð bóndanum
og varð það hans bani.



Þá mælti Starkaður: "Ekki mun oss þetta duga að hann komi
boganum við og göngum að fram vel og snarplega."



Síðan eggjaði hver annan. Gunnar varði sig með boganum meðan
hann mátti. Síðan kastaði hann niður boganum. Tók hann þá
atgeirinn og sverðið og vegur með báðum höndum. Er bardaginn
þá hinn harðasti. Gunnar vegur þá drjúgan menn og svo
Kolskeggur.



Þá mælti Þorgeir Starkaðarsonur: "Eg hét að færa Hildigunni
höfuð þitt Gunnar."



"Ekki mun henni það þykja neinu varða hvort þú efnir það eða eigi,"
segir Gunnar, "en þó munt þú nær ganga hljóta ef þú skalt það
meðal handa hafa."



Þorgeir mælti þá við bræður sína: "Hlaupum vér að honum fram
allir senn. Hann hefir engan skjöld og munum vér hafa ráð
hans í hendi."



Þeir hljópu fram Börkur og Þorkell og urðu skjótari en
Þorgeir. Börkur höggur til Gunnars. Gunnar laust við
atgeirinum svo hart að sverðið hraut úr hendi Berki. Sér hann
þá til annarrar handar Þorkel standa í höggfæri við sig.
Gunnar stóð nokkuð höllum fæti. Hann sveiflaði þá til
sverðinu og kom á hálsinn Þorkatli og fauk af höfuðið.



Kolur mælti Egilsson: "Látið mig fram að Kolskeggi. Eg hefi
það jafnan mælt að við mundum mjög jafnfærir til vígs."



"Slíkt megum við nú reyna," segir Kolskeggur.



Kolur leggur til hans spjóti. Kolskeggur vó þá mann og átti
sem mest að vinna og kom hann eigi fyrir sig skildinum og kom
lagið í lærið utanfótar og gekk í gegnum.



Kolskeggur brást við fast og óð að honum og hjó með saxinu á
lærið og undan fótinn og mælti: "Hvort nam eg þig eða eigi?"



"Þess galt eg nú," segir Kolur, "er eg var berskjaldaður" og
stóð nokkura stund á hinn fótinn og leit á stúfinn.



Kolskeggur mælti: "Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér
sýnist, af er fóturinn."



Kolur féll þá dauður niður. En er þetta sér Egill faðir hans
hleypur hann að Gunnari og höggur til hans. Gunnar leggur í
móti atgeirinum og kom á Egil miðjan. Gunnar vegur hann upp á
atgeirinum og kastar honum út á Rangá.



Þá mælti Starkaður: "Alls vesall ert þú Þórir austmaður er þú
situr hjá en nú er veginn Egill húsbóndi þinn og mágur."



Þá spratt upp Austmaðurinn og var reiður mjög. Hjörtur hafði
orðið tveggja manna bani. Austmaðurinn hleypur að honum og
höggur framan á brjóstið og þar á hol. Hjörtur féll þá þegar
dauður niður. Gunnar sér þetta og varpar sér skjótt til höggs
við Austmanninn og sníður hann í sundur í miðju. Litlu síðar
skýtur Gunnar til Barkar atgeirinum og kom á hann miðjan og í
gegnum hann og niður í völlinn. Þá höggur Kolskeggur höfuð af
Hauki Egilssyni en Gunnar höggur hönd af Óttari í olbogabót.



Þá mælti Starkaður: "Flýjum nú, ekki er við menn um að eiga."



Gunnar mælti: "Það mun ykkur feðgum þykja illt til frásagnar
ef ekki skal mega sjá á ykkur að þið hafið í bardaga verið."



Síðan hljóp Gunnar að þeim feðgum og veitti þeim áverka.
Eftir það skildu þeir og höfðu þeir Gunnar marga þá særða er
undan héldu.



Á fundinum létust fjórtán menn en Hjörtur hinn fimmtándi.
Gunnar reiddi Hjört heim á skildi sínum og var hann þar
heygður. Margir menn hörmuðu hann því að hann var vinsæll.



Starkaður kom og heim og græddi Hildigunnur sár þeirra Þorgeirs og
mælti: "Yður væri mikið gefanda til að þér hefðuð ekki illt
átt við Gunnar."



"Svo væri það," segir Starkaður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.