Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 62

Njáls saga 62 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 62)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Nú er þar til máls að taka að Gunnar ríður austur yfir
Þjórsá. En er hann kom skammt frá ánni syfjaði hann mjög og
bað hann þá æja þar. Þeir gerðu svo. Hann sofnaði fast og lét
illa í svefni.



Kolskeggur mælti: "Dreymir Gunnar nú."



Hjörtur mælti: "Vekja vildi eg hann."



"Eigi skal það," segir Kolskeggur, "og skal hann njóta draums
síns."



Gunnar lá mjög langa hríð. Hann varp af sér skildinum er hann
vaknaði og var honum orðið heitt mjög.



Kolskeggur mælti: "Hvað hefir þig dreymt frændi?"



"Það hefir mig dreymt," segir Gunnar, "að eg mundi eigi riðið
hafa úr Tungu svo fámennur ef mig hefði þá þetta dreymt."



"Seg þú okkur draum þinn," segir Kolskeggur.



"Það dreymdi mig," segir Gunnar, "að eg þóttist ríða fram hjá
Knafahólum. Þar þóttist eg sjá varga mjög marga og sóttu þeir
allir að mér en eg sneri undan fram að Rangá. Þá þótti mér
þeir sækja að öllum megin en eg varðist. Eg skaut alla þá er
fremstir voru þar til er þeir gengu svo að mér að eg mátti
eigi boganum við koma. Tók eg þá sverðið og vó eg með annarri
hendi en lagði með atgeirinum annarri hendi. Hlífði eg mér þá
ekki og þóttist eg þá eigi vita hvað
mér hlífði. Drap eg þá marga vargana og þú með mér Kolskeggur
en Hjört þótti mér þeir hafa undir og slíta á honum brjóstið
og hafði einn hjartað í munni sér. En eg þóttist verða svo
reiður að eg hjó varginn í sundur fyrir aftan bóguna og eftir
það þóttu mér stökkva vargarnir. Nú er það ráð mitt Hjörtur
frændi að þú ríðir vestur aftur í Tungu.



"Eigi vil eg það," segir Hjörtur. "Þótt eg viti vísan bana
minn þá vil eg þér fylgja."



Síðan riðu þeir og komu austur hjá Knafahólum.



Þá mælti Kolskeggur: "Sérðu frændi mörg spjót koma upp hjá
hólunum og menn með vopnum?"



"Ekki kemur mér það að óvörum," segir Gunnar, "að draumur
minn sannist."



"Hvað skal nú til ráðs taka?" segir Kolskeggur. "Eg get að þú
viljir eigi renna undan þeim."



"Ekki skulu þeir að því eiga að spotta," segir Gunnar, "en
ríða munum vér fram að Rangá í nesið. Þar er vígi nokkuð."



Ríða þeir nú fram í nesið og bjuggust þar við.



Kolur mælti er þeir riðu hjá fram: "Hvort skal nú renna
Gunnar?"



Kolskeggur mælti: "Seg þú svo fremi frá því er sjá dagur er
allur."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.