skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 60

Njáls saga 60 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 60)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
596061

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Ásgrímur Elliða-Grímsson hafði mál að sækja á þinginu. Það
var erfðamál. Málinu átti að svara Úlfur Uggason. Ásgrími
tókst svo til sem sjaldan var vant að vörn var í máli hans.
En sú var vörnin að hann hafði nefnt fimm búa þar sem hann
átti níu. Nú hafa þeir þetta til varna.Þá mælti Gunnar: "Eg mun skora þér á hólm Úlfur Uggason ef
menn skulu eigi ná af þér réttu máli.""Ekki á eg þetta við þig," segir Úlfur."Fyrir hitt mun þó ganga," segir Gunnar, "og mundi það Njáll
ætla og Helgi vinur minn að eg mundi hafa nokkura vörn í máli
með þér Ásgrímur ef þeir væru eigi við."Lauk svo því máli að Úlfur hlaut að greiða féið allt.Þá mælti Ásgrímur til Gunnars: "Heim vil eg þér bjóða í sumar
og jafnan skal eg með þér vera í málaferlum en aldrei í móti
þér."Ríður Gunnar heim af þingi.Litlu síðar fundust þeir Njáll. Njáll bað Gunnar vera varan
um sig, kvað sér sagt að þeir undan Þríhyrningi ætluðu að fara
að honum og bað hann aldrei fara við fámenni og hafa jafnan
vopn sín. Gunnar kvað svo vera skyldu. Hann sagði Njáli að
Ásgrímur hefði boðið honum heim "og ætla eg að fara nú í haust.""Lát þú enga menn vita," segir Njáll, "áður þú ferð eða
hversu lengi þú ert í brautu. En eg býð þér þó að synir mínir
ríði með þér og mun eigi þá á þig ráðið."Réðu þeir það þá með sér.Nú líður á sumarið til átta vikna. Þá mælti Gunnar við
Kolskegg: "Bú þú ferð þína því að nú skulum vér ríða til
heimboðs í Tungu.""Skal nú ekki orð gera Njálssonum?" sagði Kolskeggur."Ekki," sagði Gunnar, "eigi skulu þeir hljóta vandræði af
mér."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.