Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 48

Njáls saga 48 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 48)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
474849

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Gunnar ríður til þings um sumarið en að hans gisti fjölmenni mikið
austan af Síðu. Gunnar bauð að þeir gistu þar er þeir riðu af
þingi. Þeir kváðust svo gera mundu. Ríða nú til þings. Njáll
var á þingi og synir hans. Þingið er kyrrt.



Nú er þar til að taka að Hallgerður kemur að máli við Melkólf
þræl: "Sendiför hefi eg hugað þér," segir hún, "þú skalt fara
í Kirkjubæ."



"Og hvað skal eg þangað?" segir hann.



Þú skalt stela þaðan mat á tvo hesta og hafa smjör og ost en
þú skalt leggja eld í útibúrið og munu allir ætla að af
vangeymslu hafi orðið en engi mun ætla að stolið hafi verið."



Þrællinn mælti: "Vondur hefi eg verið en aldrei hefi eg
þjófur verið."



"Heyr á endemi," segir Hallgerður, "þú gerir þig góðan þar
sem þú hefir bæði verið þjófur og morðingi og skalt þú eigi
þora annað en fara ella skal eg láta drepa þig."



Hann þóttist vita að hún mundi svo gera ef hann færi eigi.
Tók hann um nóttina tvo hesta og lagði á lénur og fór í
Kirkjubæ. Hundurinn gó eigi að honum og kenndi hann og hljóp
í mót honum og lét vel við hann. Síðan fór hann til útibúrs
og lauk upp og klyfjaði þaðan tvo hesta af mat en brenndi
búrið og drap hundinn. Hann fer upp með Rangá. Þá slitnar
skóþvengur hans og tekur hann hnífinn og gerir að. Honum
liggur eftir hnífurinn og beltið. Hann fer þar til er hann
kemur til Hlíðarenda. Þá saknar hann hnífsins og þorir eigi
aftur að fara, færir nú Hallgerði matinn. Hún lét vel yfir
hans ferð.



Um morguninn er menn komu út í Kirkjubæ sáu menn þar skaða
mikinn. Var þá sendur maður til þings að segja Otkatli því að
hann var á þingi. Hann var vel við skaðann og kvað það valdið
mundu hafa að eldhúsið var áfast útibúrinu og ætluðu það þá
allir að það mundi til hafa borið.



Nú ríða menn heim af þingi og riðu margir til Hlíðarenda.
Hallgerður bar mat á borð og kom innar ostur og smjör. Gunnar
vissi slíks matar þar ekki von og spurði Hallgerði hvaðan það
kæmi.



"Þaðan sem þú mátt vel eta," segir hún, "enda er það ekki
karla að annast um matreiðu."



Gunnar reiddist og mælti: "Illa er þá ef eg er þjófsnautur"
og lýstur hana kinnhest.



Hún kvaðst þann hest muna skyldu og launa ef hún mætti. Gekk
hún þá fram og hann með henni og var þá borið allt af borðinu
en borið innar slátur og ætluðu allir að það mundi til hafa
borið að þá mundi þykja fengið betur. Fara þingmenn nú í
braut.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.