Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 38

Njáls saga 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 38)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
373839

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Um vorið ræddi Njáll við Atla: "Það vildi eg að þú
réðist austur í fjörðu að eigi skapi Hallgerður þér aldur."



"Ekki hræðist eg það," segir Atli, "og vil eg heima vera ef eg
á kosti."



"Það er þó óráðlegra," segir Njáll.



"Betra þykir mér að látast í þínu húsi," segir Atli, "en skipta
um lánardrottna. En þess vil eg biðja þig ef eg er veginn að
eigi komi þrælsgjöld fyrir mig."



"Svo skal þig bæta sem frjálsan mann," segir Njáll, "en
Bergþóra mun þér því heita sem hún mun efna að fyrir þig munu
komu mannhefndir."



Réðst Atli þar þá að hjóni.



Nú er að segja frá Hallgerði að hún sendi mann vestur til
Bjarnarfjarðar eftir Brynjólfi rósta frænda sínum. Hann var
sonur Svans laungetinn. Hann var hið mesta illmenni. Gunnar
vissi ekki til þessa. Hallgerður kvað hann sér vel
fallinn til verkstjóra. Brynjólfur kom vestan og spurði
Gunnar hvað hann skyldi. Hann kveðst þar vera skyldu.



"Ekki munt þú bæta híbýli vor," segir Gunnar, "svo er mér frá
þér sagt. En ekki mun eg vísa í braut frændum Hallgerðar þeim
er hún vill að með henni séu."



Gunnar var til hans fár og ekki illa.



Leið nú svo fram til þings.



Gunnar reið til þings og Kolskeggur með honum. Og er þeir
komu til þings fundust þeir Gunnar og Njáll og synir hans.
Áttust þeir margt við og vel.



Bergþóra mælti við Atla: "Far þú upp í Þórólfsfell og vinn
þar viku."



Hann fór upp þangað og var þar á laun og brenndi kol í skógi.



Hallgerður mælti við Brynjólf: "Það er mér sagt að Atli sé
eigi heima og mun hann vinna verk í Þórólfsfelli."



"Hvað þykir þér líkast að hann vinni?" segir hann.



"Í skógi nokkuð," segir hún.



"Hvað skal eg honum?" segir hann.



"Drepa skalt þú hann," segir hún.



Hann varð um fár.



"Minnur mundi Þjóstólfi í augu vaxa," segir hún, "ef hann
væri á lífi að drepa Atla."



"Ekki skalt þú hér enn þurfa mjög á að frýja," segir hann.



Tók hann þá vopn sín og hest, stígur á bak og ríður í
Þórólfsfell. Hann sá kolreyk mikinn austur frá bænum. Ríður
hann þangað til, stígur af baki hestinum og bindur hann en
hann gengur þar sem mestur er reykurinn. Sér hann þá hvar
kolgröfin er og er þar maður við. Hann sá að hann hafði sett
spjót í völlinn hjá sér. Bryjólfur gengur með reykinum allt
að honum en hann var óður að verki sínum og sá hann eigi
Brynjólf. Brynjólfur hjó í höfuð honum með öxi. Hann brást
við svo fast að Brynjólfur lét lausa öxina. Þá þreif Atli
spjótið og skaut eftir honum. Brynjólfur kastaði sér niður
við vellinum en spjótið flaug yfir hann fram.



"Naust þú nú þess er eg var eigi við búinn," segir Atli, "en
nú mun Hallgerði vel þykja. Þú munt segja dauða minn. En það
er til bóta að þú munt slíkan á baugi eiga brátt enda tak þú
nú öxi þína er hér hefir verið."



Brynjólfur svaraði engu og tók öxina eigi fyrr en Atli var
dauður, reið þá heim í Þórólfsfell og sagði vígið. Síðan reið
hann heim til Hlíðarenda og sagði Hallgerði. Hún sendi mann
til Bergþórshvols og lét segja Bergþóru að nú var launað víg
Kols.



Síðan sendi Hallgerður mann til þings að segja Gunnari víg
Atla. Gunnar stóð upp og Kolskeggur með honum.



Kolskeggur mælti: "Óþarfir munu þér verða frændur
Hallgerðar."



Þeir gengu til fundar við Njál.



Gunnar mælti: "Víg Atla hefi eg að segja þér" og segir honum
hver vó "og vil eg nú bjóða þér bót fyrir og vil eg að þú
gerir sjálfur."



Njáll mælti: "Það höfum við ætlað að láta okkur ekki á greina
en þó mun eg eigi gera hann að þræli."



Gunnar kvað það vel vera og rétti fram höndina. Njáll nefndi
sér votta og sættust að þessu.



Skarphéðinn mælti: "Ekki lætur Hallgerður verða ellidauða
húskarla vora."



Gunnar mælti: "Svo mun móðir þín til ætla að ýmsir eigi
högg í garði."



"Ærið bragð mun að því," segir Njáll.



Síðan gerði Njáll hundrað silfurs en Gunnar galt þegar.
Margir mæltu er hjá stóðu að mikið væri gert.



Gunnar reiddist og kvað þá bætta fullum bótum er eigi væru
vaskari menn er Atli var. Riðu þeir við það heim af þingi.



Bergþóra ræddi við Njál er hún sá féið: "Efnt þykist þú hafa
heitin þín en nú eru eftir mín heit."



"Eigi er nauðsyn á að þú efnir þau," segir Njáll.



"Hins hefir þú þó til getið," sagði hún, "og svo skal vera."



Í annan stað mælti Hallgerður við Gunnar: "Hefir þú goldið
hundrað silfurs fyrir víg Atla og gert hann að frjálsum
manni?"



"Frjáls var hann áður," segir Gunnar, "enda skal eg ekki gera
að óbótamönnum heimamenn Njáls."



"Jafnkomið mun á með ykkur Njáli er hvortveggji er blauður,"
segir hún.



"Það er sem reynist," segir hann.



Var þá Gunnar lengi fár við hana þar til er hún lét til við hann.



Nú er kyrrt þau misseri. Um vorið jók Njáll ekki hjón sín. Nú
ríða menn til þings um sumarið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.