Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 21

Njáls saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 21)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
202122

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til máls að taka er Unnur hefir látið allt
lausaféið. Hún gerði heiman ferð sína til Hlíðarenda og tók
Gunnar vel við frændkonu sinni og var hún þar um nóttina. Um
daginn eftir sátu þau úti og töluðu. Kom þar niður tal hennar
að hún sagði honum hversu þungt henni féll til fjár.



"Illa er það," sagði hann.



"Hver úrræði vilt þú veita mér?" sagði hún.



Hann svaraði: "Haf þú fé svo mikið sem þú þarft er eg á á
leigustöðum."



"Eigi vil eg það," segir hún, "að eyða fé þínu."



"Hversu vilt þú þá?" segir hann.



"Eg vil að þú heimtir fé mitt undan Hrúti," segir hún.



"Eigi þykir mér það vænt," segir hann, "þar er faðir þinn
fékk eigi heimt og var hann lögmaður mikill en eg kann lítt
til laga."



Hún svaraði: "Meir þreytti Hrútur það með kappi en með lögum
en faðir minn var gamall og þótti mönnum því það ráð að þeir
þreyttu það ekki með sér. Enda er sá engi minn frændi að
gangi í þetta mál ef þú hefir eigi þrek til."



"Þora mun eg," segir hann, "að heimta fé þetta en eigi veit
eg hversu upp skal taka málið."



Hún svaraði: "Far þú og finn Njál að Bergþórshvoli. Hann mun
ráðin kunna til að leggja. Er hann og vinur þinn mikill."



"Von er mér að hann ráði mér heilt sem öllum öðrum," segir
hann.



Svo lauk með þeim að Gunnar tók við málinu en fékk henni fé
til bús síns sem hún þurfti og fór hún heim síðan.



Gunnar ríður nú að finna Njál og tók hann við honum vel og
gengu þegar á tal.



Gunnar mælti: "Heilræði er eg kominn að sækja að þér."



Njáll svaraði: "Margir eru þess vinir mínir maklegir að eg
leggi til það sem heilt er en ætla eg að eg leggi mesta stund
á við þig."



Gunnar mælti: "Eg vil gera þér kunnigt að eg hefi tekið
fjárheimtu af Unni á Hrút."



"Það er mikið vandamál," segir Njáll, "og mikil hætta hversu
fer. En þó mun eg til leggja með þér það er mér þykir vænst
og mun það endast ef þú bregður hvergi af en líf þitt er í
hættu ef þú gerir eigi svo."



"Hvergi skal eg af bregða," segir Gunnar.



Þá þagði Njáll nokkura stund og mælti síðan: "Hugsað hefi eg
málið og mun það duga."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.