Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 13

Njáls saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 13)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
121314

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Bræður þrír eru nefndir til sögunnar. Hét einn Þórarinn,
annar Ragi, þriðji Glúmur. Þeir voru synir Óleifs hjalta.
Þeir voru virðingamenn miklir og vel auðgir að fé. Þórarinn
átti það kenningarnafn að hann var kallaður Ragabróðir. Hann
hafði lögsögu eftir Hrafn Hængsson. Hann var stórvitur
maður. Hann bjó að Varmalæk og áttu þeir Glúmur bú saman.
Glúmur hafði verið lengi í förum. Hann var mikill maður vexti
og sterkur og fríður sýnum. Ragi var vígamaður mikill, bróðir
þeirra. Þeir bræður áttu suður Engey og Laugarnes.Þeir bræður töluðu, Glúmur og Þórarinn, og spurði Þórarinn
Glúm hvort hann ætlaði utan sem hann var vanur.Hann svaraði: "Hitt hafði eg nú heldur ætlað að hætta
kaupferðum.""Hvað er þér þá í skapi?" segir Þórarinn. "Vilt þú biðja þér
konu?""Það vildi eg," sagði Glúmur, "ef eg gæti vel fyrir mér
séð."Þá taldi Þórarinn upp konur þær sem voru í Borgarfirði
ógiftar og spurði ef hann vildi nokkura eiga af þeim "og mun
eg ríða til með þér."Hann svaraði: "Enga vil eg þessa eiga.""Nefn þú þá að því þá er þú vilt eiga," segir Þórarinn.Glúmur svaraði: "Ef þú vilt það vita þá heitir hún Hallgerður
og er dóttir Höskulds í Dölum vestur.""Eigi er nú það sem mælt er," segir Þórarinn, "að þú látir
þér annars víti að varnaði. Gift var hún manni og réð hún
þeim bana."Glúmur mælti: "Má að hana hendi eigi slík ógifta í annað
sinn. Og veit eg víst að hún ræður eigi mér bana. En ef þú
vilt mér nokkura sæmd veita þá ríð þú til með mér að biðja
konunnar."Þórarinn mælti: "Ekki mun mega við gera. Það mun verða fram
að koma sem ætlað er."Oft kom Glúmur á um þetta mál við Þórarin en hann fór lengi
undan. En þar kom um síðir að þeir söfnuðu að sér mönnum og
riðu tuttugu saman vestur til Dala og komu á Höskuldsstaði og
tók Höskuldur vel við þeim og voru þeir þar um nóttina. En
snemma um morguninn sendir Höskuldur eftir
Hrúti og kom hann þegar og var Höskuldur úti fyrir er hann
reið í tún. Höskuldur segir Hrúti hvað þar var komið manna."Hvað munu þeir vilja?" sagði Hrútur."Engi hafa þeir erindi enn upp borið fyrir mig," sagði
Höskuldur."Við þig munu þó erindin," segir Hrútur, "þeir munu biðja
Hallgerðar eða hversu munt þú svara?""Hvað þykir þér ráð?" sagði Höskuldur."Vel skalt þú svara og segja þó kost og löst á konunni,"
segir Hrútur.En í þessu tali þeirra bræðra ganga þeir út gestirnir.
Höskuldur og Hrútur gengu í mót þeim. Fagnaði Hrútur vel
Þórarni og þeim báðum bræðrum.Síðan gengu þeir allir samt á tal og mælti Þórarinn: "Eg er
kominn hingað með Glúmi bróður mínum þess erindis að biðja
Hallgerðar dóttur þinnar, Höskuldur, til handa Glúmi bróður
mínum. Skalt þú það vita að hann er vel mannaður.""Veit eg það," sagði Höskuldur, "að þið eruð mikils háttar
menn bræður. En eg vil og segja þér í mót að eg réð ráði
hennar fyrri og varð oss það að mikilli ógæfu."Þórarinn svaraði: "Ekki munum vér það láta fyrir kaupum
standa því að eigi skal einn eiður alla verða. Og má þetta
verða vel þó að hitt yrði illa enda spillti Þjóstólfur þar
mest um."Þá mælti Hrútur: "Gefa mundi eg yður til ráð ef þér viljið
eigi þetta láta fyrir ráðum standa er áður hefir orðið um
hagi Hallgerðar, að Þjóstólfur fari ekki suður með henni þó
að ráðin takist og veri þar aldrei þrem nóttum lengur, nema
Glúmur lofi, en falli óheilagur fyrir Glúmi ef hann er lengur,
en heimilt á Glúmur að lofa það, en ekki er það mitt ráð.
Skal nú og eigi svo fara sem fyrr að Hallgerði sé eigi sagt.
Skal hún vita allan þenna kaupmála og sjá Glúm og ráða sjálf
hvort hún vill eiga hann eða eigi og megi hún eigi öðrum
kenna þó að eigi verði vel. Skal þetta allt vélalaust vera."Þórarinn mælti: "Nú er sem jafnan að það mun best gegna að
þín ráð séu höfð."Þá var sent eftir Hallgerði og kom hún þangað og tvær konur
með henni. Hún hafði yfir sér vefjarmöttul blán og var undir
í rauðum skarlatskyrtli og silfurbelti um sig en hárið tók
ofan á bringuna tveim megin og drap hún undir belti sér. Hún
settist niður í milli þeirra Hrúts og föður síns. Hún kvaddi
þá alla góðum orðum og mælti vel og skörulega og spurði
tíðinda. Síðan hætti hún að tala.Glúmur mælti: "Um kaup við föður þinn höfum við Þórarinn
bróðir minn talað að eg mundi fá þín Hallgerður ef það er
þinn vilji sem þeirra. Munt þú nú og segja er þú ert kölluð
skörungur mikill hvort það er nokkuð nær þínu skapi. En ef
þér er engi hugur á kaupum við oss þá viljum vér ekki um
tala."Hallgerður mælti: "Veit eg að þið eruð mikils háttar menn,
bræður, og veit eg að eg mun nú miklu betur gefin en fyrr. En
vita vil eg hvað þér hafið um talað eða hve mjög þér hafið
fram mælt málinu. En svo líst mér á þig að eg mun þér vel
unnandi verða ef við komum skapi saman."Glúmur sagði henni sjálfur allan skildaga og veik hvergi af
og spurði þá Höskuld og Hrút hvort hann hermdi rétt.
Höskuldur sagði svo vera.Hallgerður mælti þá: "Svo vel sem þér hefir farið til mín
faðir um þetta mál og þér Hrútur þá vil eg þetta að ykkru
ráði gera og skal þessi kaupmáli vera sem þið hafið stofnað."Þá mælti Hrútur: "Það þykir mér ráð að við Höskuldur nefnum
votta en Hallgerður festi sig sjálf ef lögmanni þykir það
rétt.""Rétt er það," sagði Þórarinn.Síðan voru virð fé Hallgerðar og skyldi Glúmur leggja í mót
jafnmikið og skyldi vera helmingarfélag með þeim. Glúmur
fastnaði sér þá Hallgerði og riðu þeir suður heim en
Höskuldur skyldi hafa boð inni. Er nú kyrrt þar til er menn
ríða til boðs.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.