Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 9

Njáls saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 9)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til máls að taka að Hallgerður vex upp, dóttir
Höskulds, og er kvenna fríðust sýnum og mikil vexti og því
var hún langbrók kölluð. Hún var fagurhár og svo mikið hárið
að hún mátti hylja sig með. Hún var örlynd og skaphörð.



Þjóstólfur hét fóstri hennar. Hann var suðureyskur að ætt.
Hann var styrkur maður og vígur vel og hafði margan mann
drepið og bætti engan mann fé. Það var mælt að hann væri engi
skapbætir Hallgerði.



Maður er nefndur Þorvaldur. Hann var Ósvífursson. Hann bjó út
á Meðalfellsströnd undir Felli. Hann var vel auðigur að fé.
Hann átti eyjar þær er heita Bjarneyjar. Þær liggja út á
Breiðafirði. Þaðan hafði hann skreið og mjöl. Þorvaldur var
vel styrkur maður og kurteis, nokkuð bráður í skaplyndi.



Það var einu hverju sinni að þeir feðgar ræddu með sér hvar
Þorvaldur mundi á leita um kvonfang. En það fannst á að honum
þótti sér óvíða fullkosta.



Þá mælti Ósvífur: "Vilt þú biðja Hallgerðar langbrókar,
dóttur Höskulds?"



"Hennar vil eg biðja," segir hann.



"Það mun ykkur eigi mjög hent," sagði Ósvífur, "hún er kona
skapstór en þú ert harðlyndur og óvæginn."



"Þar vil eg þó á leita," segir hann, "og mun mig eigi tjóa að
letja."



"Þú átt og mest í hættu," segir Ósvífur.



Síðan fóru þeir bónorðsför og komu á Höskuldsstaði og höfðu
þar góðar viðtökur. Þeir ræddu þegar erindi sín fyrir
Höskuldi og vöktu bónorðið.



Höskuldur svaraði: "Kunnigt er mér um hag ykkarn en eg vil
enga vél að ykkur draga að dóttir mín er hörð í skapi. En um
yfirlit hennar og kurteisi megið þið sjálfir sjá."



Þorvaldur svaraði: "Ger þú kostinn því að eg mun skaplyndi
hennar eigi láta fyrir kaupi standa."



Síðan tala þeir um kaupið og spurði Höskuldur dóttur sína
eigi eftir því að honum var hugur á að gifta hana og urðu
þeir á sáttir á allan kaupmála. Síðan rétti Höskuldur fram
höndina en Þorvaldur tók í og fastnaði sér Hallgerði og reið
heim við svo búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.