Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 7

Njáls saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 7)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú líður til þings framan. Unnur talaði við Sigmund
Össurarson og spurði ef hann vildi ríða til þings með henni.
Hann kveðst eigi ríða mundu ef Hrúti frænda hans þætti verr.



"Því kveð eg þig til," segir hún, "að eg á á þér helst vald
allra manna."



Hann svaraði: "Gera mun eg þér kost á þessu. Þú skalt ríða
vestur með mér aftur og hafa engi undirmál við Hrút eða mig."



Hún hét því. Síðan ríða þau til þings.



Mörður var á þingi, faðir hennar. Hann tók við henni allvel
og bað hana vera í búð sinni meðan þingið væri. Hún gerði
svo.



Mörður mælti: "Hvað segir þú mér frá Hrúti félaga þínum?"



Hún svarar: "Gott má eg frá honum segja það allt er honum er
sjálfrátt."



Mörður varð hljóður við og mælti: "Það býr þér nú í skapi
dóttir að þú vilt að engi viti nema eg og munt þú trúa mér
best til úrráða um þitt mál."



Þá gengu þau á tal þar er engir menn heyrðu þeirra viðurmæli.



Þá mælti Mörður til dóttur sinnar: "Seg þú mér nú allt það er
á meðal ykkar er og lát þér ekki í augu vaxa."



"Svo mun vera verða," segir hún. "Eg vildi segja skilið við
Hrút og má eg segja þér hverja sök eg má helst gefa honum.
Hann má ekki hjúskaparfar eiga við mig svo að eg megi njóta
hans en hann er að allri náttúru sinn annarri sem hinir
vöskustu menn."



"Hversu má svo vera?" segir Mörður, "og seg mér enn gerr."



Hún svarar: "Þegar hann kemur við mig þá er hörund hans svo
mikið að hann má ekki eftirlæti hafa við mig en þó höfum við
bæði breytni til þess á alla vega að við mættum njótast en
það verður ekki. En þó áður við skiljum sýnir hann það af sér
að hann er í æði sínu rétt sem aðrir menn."



Mörður mælti: "Vel hefir þú nú gert er þú sagðir mér. Mun eg
leggja ráð á með þér það er þér mun duga ef þú kannt með að
fara og bregðir þú hvergi af. Nú skalt þú heim ríða fyrst af
þingi og mun bóndi þinn heim kominn og taka við þér vel. Þú
skalt vera við hann blíð og eftirmál og mun honum þykja góð
skipan á komin. Þú skalt enga fáleika á þér sýna. En þá er
vorar skalt þú kasta á þig sótt og liggja í rekkju. Hrútur
mun engum getum vilja um leiða um sóttarfar þitt og ámæla þér
í engu, heldur mun hann biðja að allir geymi þín sem best.
Síðan mun hann fara í fjörðu vestur og Sigmundur með honum og
mun hann flytja allt fé sitt vestan úr fjörðum og vera í
brautu lengi sumars. En þá er menn ríða til þings og allir
menn eru riðnir úr Dölum, þeir er ríða ætla, þá skalt þú rísa
úr rekkju og kveðja menn til ferðar með þér. En þá er þú ert
albúin þá skalt þú ganga til hvílu þinnar og þeir menn með
þér sem förunautar þínir eru. Þú skalt nefna votta hjá
rekkjustokki bónda þíns og segja skilið við hann
lagaskilnaði sem þú mátt framast að alþingismáli réttu og
allsherjarlögum. Slíka vottnefnu skalt þú hafa fyrir
karldyrum. Síðan ríð þú í braut og ríð Laxárdalsheiði og svo
til Holtavörðuheiðar því að þín mun eigi leitað til
Hrútafjarðar og ríð þar til er þú kemur til mín og mun eg þá
sjá fyrir málinu og skalt þú aldrei síðan koma honum í
hendur."



Nú ríður hún heim af þingi og var Hrútur heim kominn og
fagnaði henni vel. Hún tók vel máli hans og var við hann
blíð og eftirmál. Þeirra samfarar voru góðar þau misseri. En
er voraði tók hún sótt og lagðist í rekkju. Hrútur fór í
fjörðu vestur og bað henni virkta áður.



Nú er kemur að þingi bjó hún ferð sína í braut og fór með
öllu svo sem fyrir var sagt og ríður á þing síðan. Héraðsmenn
leituðu hennar og fundu hana eigi.



Mörður tók við dóttur sinni vel og spurði hana hversu hún
hefði með farið ráðagerð hans.



"Hvergi hefi eg af brugðið," sagði hún.



Hann gekk til Lögbergs og sagði skilið lagaskilnaði með þeim
að Lögbergi.



Þetta gerðu menn að nýjum tíðindum.



Unnur fór heim með föður sínum og kom aldrei vestur þar
síðan.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.