Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Nj ch. 6

Njáls saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Nj ch. 6)

Anonymous íslendingasögurNjáls saga
567

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hrútur var með konungi um veturinn í góðu yfirlæti. En er
voraðist gerðist Hrútur hljóður mjög.Gunnhildur fann það og talaði til hans er þau voru tvö saman:
"Ert þú hugsjúkur, Hrútur?" sagði hún."Það er mælt," segir Hrútur, "að illt er þeim er á ólandi er
alinn.""Vilt þú til Íslands?" segir hún."Það vil eg," sagði hann."Átt þú konu nokkura út þar?" segir hún."Eigi er það," sagði hann."Það hefi eg þó fyrir satt," segir hún.Síðan hættu þau talinu.Hrútur gekk fyrir konung og kvaddi hann.Konungur mælti: "Hvað vilt þú nú Hrútur?""Eg vil beiðast herra að þér gefið mér orlof til Íslands.""Mun þar þinn sómi meiri en hér?" segir konungur."Eigi mun það vera," sagði Hrútur, "en það verður hver að
vinna er ætlað er."Gunnhildur mælti: "Við ramman mun reip að draga og gefið
honum gott orlof að hann fari sem honum líkar best."Þá var ært illa í landi en þó fékk konungurinn honum mjöl sem
hann vildi hafa.Nú býst hann út til Íslands og Össur með honum. Og er þeir
voru búnir þá gekk Hrútur að finna konunginn og Gunnhildi.Gunnhildur leiddi hann á eintal og mælti til hans: "Hér er
gullhringur er eg vil gefa þér" og spennti á hönd honum."Marga gjöf góða hef eg af þér þegið," segir Hrútur.Hún tók höndum um háls honum og kyssti hann og mælti: "Ef eg
á svo mikið vald á þér sem eg ætla þá legg eg það á við þig
að þú megir engri munúð fram koma við þá konu er þú ætlar þér
á Íslandi að eiga en fremja skalt þú mega við aðrar konur
vilja þinn. Og hefir nú hvortgi okkað vel. Þú trúðir mér eigi
til málsins."Hrútur hló að og gekk í braut.Síðan fór hann til fundar við konunginn og þakkaði honum
hversu höfðinglega hann hafði alla hluti til hans gert.
Konungurinn bað hann vel fara og kvað Hrút vera hinn
röskvasta mann og vel kunna að vera með tignum mönnum.Hrútur gekk síðan til skips og sigldi í haf. Þeim gaf vel
byri og tóku Borgarfjörð. En þegar er skip var landfast reið
Hrútur vestur heim en Össur lét ryðja skipið. Hrútur reið á
Höskuldsstaði og tók bróðir hans vel við honum og sagði
Hrútur honum allt um ferðir sínar. Síðan sendi hann mann
austur á Rangárvöllu til Marðar gígju að búast við boði. En
þeir bræður riðu síðan til skips og sagði Höskuldur Hrúti
fjárhagi hans og hafði mikið á aflast síðan Hrútur fór í
braut.Hrútur mælti: "Minni mun umbun verða bróðir en skyldi en fá
vil eg þér mjöl svo sem þú þarft í bú þitt í vetur.Síðan réðu þeir skipinu til hlunns og bjuggu um en færðu
varning allan vestur í Dala.Hrútur var heima á Hrútsstöðum til sex vikna.Þá buggust þeir bræður og Össur með þeim að ríða austur til
brúðlaups Hrúts og riðu við sex tigu manna. Þeir riðu þar til
er þeir koma austur á Rangárvöllu. Þar var fjöldi
fyrirboðsmanna. Skipuðust menn þar í sæti en konur skipuðu
pall og var brúðurin heldur döpur. Drekka þeir veisluna og
fer hún vel fram. Mörður greiddi út heimanfylgju dóttur
sinnar og reið hún vestur með Hrúti. Þau riðu þar til er þau
komu heim. Hrútur fékk henni öll ráð í hendur fyrir innan
stokk og líkaði það öllum vel. En fátt var um með þeim Hrúti
um samfarar og fer svo fram allt til vors.Og þá er voraði átti Hrútur för í Vestfjörðu að heimta fyrir
varning sinn. En áður hann færi heiman talaði Unnur við hann:
"Hvort ætlar þú aftur að koma áður menn ríða til þings?""Hvað er að því?" segir Hrútur."Eg vil ríða til þings," segir hún, "og finna föður minn.""Svo skal þá vera," sagði hann, "og mun eg ríða til þings með
þér.""Vel er það og," segir hún.Síðan fór hann heiman og vestur í fjörðu og byggði allt féið
og fór þegar vestan.Og er hann kom heim bjó hann sig þegar til þings og lét ríða
með sér alla nábúa sína. Höskuldur reið og, bróðir hans.Hrútur mælti við konu sína: "Ef þér er jafnmikill hugur á að
fara til þings sem þú lést þá bú þú þig og ríð til þings með
mér."Hún bjó sig skjótt og síðan ríða þau uns þau koma til þings.Unnur gekk til búðar föður síns. Hann fagnaði henni vel en
henni var skapþungt nokkuð.Og er hann fann það mælti hann til hennar: "Séð hefi eg þig
með betra bragði eða hvað býr þér í skapi?"Hún tók að gráta og svaraði engu.Þá mælti hann við hana: "Til hvers reiðst þú til alþingis ef
þú vilt eigi svara mér eða segja mér trúnað þinn eða þykir
þér eigi gott vestur þar?"Hún svaraði: "Gefa mundi eg til alla eigu mína að eg hefði
þar aldrei komið."Mörður mælti: "Þessa má eg skjótt vís verða."Þá sendi hann mann eftir þeim Hrúti og Höskuldi. Þeir fóru
þegar. Og er þeir komu á fund Marðar stóð hann upp í mót þeim
og fagnaði þeim vel og bað þá sitja. Töluðu þeir lengi og fór
tal þeirra vel.Þá mælti Mörður til Hrúts: "Hví þykir dóttur minni svo illt
vestur þar?"Hrútur mælti: "Segi hún til ef hún hefir sakagiftir nokkurar
við mig."En þær urðu engar upp bornar við Hrút. Þá lét Hrútur eftir
spyrja nábúa sína og heimamenn hversu hann gerði til hennar.
Þeir báru honum gott vitni og sögðu hana ráða öllu því er hún
vildi.Mörður mælti: "Heim skalt þú fara og una vel við ráð þitt því
að honum ganga öll vitni betur en þér."Síðan reið Hrútur heim af þingi og kona hans með honum og var
nú vel með þeim um sumarið. En þá er vetraði þá dró til vanda
um samfarar þeirra og var þess verr er meir leið á vorið.Hrútur átti enn ferð vestur í fjörðu að fjárreiðum sínum og
lýsti yfir því að hann mundi eigi til alþingis ríða. Unnur
talaði fátt um. Hrútur fór þá er hann var til þess búinn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.