Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞórNef ch. 1

Þórarins þáttr Nefjúlfssonar 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞórNef ch. 1)

UnattributedÞórarins þáttr Nefjúlfssonar
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þórarinn Nefjólfsson hafði verið með Knúti konungi hinum ríka
um vetur og sá maður er Þorsteinn hét og var Ragnhildarson.
Þeir gerðust vinir og mæltu til vináttu og sögðu svo ef þeir
væru samlendir að þeir skyldu einn stað byggja.



Nokkuru síðar kom Þorsteinn skipi sínu í Eyjafjörð og bauð
Guðmundur hinn ríki honum á Möðruvöllu. Þorsteinn segir hvað
þeir Þórarinn höfðu við mælst. Þá bauð Einar bróðir Guðmundar
honum til Þverár með hinn fjórða mann. Hann svarar hinu sama.
Margir mæltu að hann færi í geitarhús ullar að biðja um
vistartekjuna því að Þórarinn var sjaldan örbýll og bjó við
útsker norður á Tjörnesi.



En þegar Þórarinn spurði útkomu Þorsteins þá rak hann fjölda
hesta til Eyjafjarðar. Þórarinn var allvinsæll. Hann bauð
Þorsteini til sín með alla skipshöfn sína. Þeir voru átján
menn saman. Fór Þorsteinn heim með Þórarni. Þá lét Þórarinn
höggva upp allt kvikt fé sitt og skorti vætta um veturinn.
Þorsteinn léði konu Þórarins húsbúning góðan.



Um vorið spurði Þorsteinn verkstjóra Þórarins hvað kostað
hafði þá ó...lilegu drykkju er þar hafði verið um veturinn.
Hann kveðst ætla að miklu hefði kostað. Ekki fannst
Öxfirðingum um það þó að menn lofuðu risnu Þórarins.
Þorsteinn keypti síðan jafnmikið kvikfé með sínum ráðum og gaf
Þórarni. Húsfreyju gaf hann húsbúninginn. Skipið hálft gaf
hann Þórarni og bað hann utan fara með sér. Þórarinn þakkaði
honum gjafirnar.



Þeir fóru utan um sumarið. Ólafur konungur bauð Þórarni til
vistar með sér þegar er þeir hittust. Þórarinn kveðst það
þiggja mundu og beiddi Þorstein til vistar með sér.



Konungur kvað þá Knút hinn ríka ekki hafa senst menn á meðal
en kvað Þorstein sagðan góðan dreng "og mun það vel ráðið ef
Þorsteinn þjónar oss svo sem Knúti konungi" og bað Þórarin
ráða.



En er Þórarinn segir hirðvistarboð við þá báða svarar
Þorsteinn: "Þér mun boðin hafa verið en þú munt beðið hafa
til handa mér og er betra að hafa beðna vist með Ólafi
konungi en boðna með öðrum konungum."



Síðan vísaði konungur þeim til sætis. Helgi og Þórir hétu
þeir menn er næstir sátu utar frá þeim Þórarni og urðu þeir
að þoka undan og þótti þeim sér óvirðing ger í þessu.



Hinn fyrsta aftan var Þórarinn út kallaður. Bjarni nefndist
sá maður er hann kallaði út og kveðst vera systurson Þórarins
og kominn af skipsbroti norður við Hálogaland og bað Þórarin
ásjár. Þórarinn bauð að taka hann í vist að bónda nokkurs.
Vera þótti Bjarna frændsemi til þó að þeir væru báðir á einni
vist. Þórarinn kveðst eigi deili á honum vita hvort hann væri
hans frændi eða eigi. Bjarni gekk þegar á hæla honum og fyrir
konung. Þórarinn sagði konunginum um þenna mann.



Konungur kvað hann hans frænda vera mundu "en ábyrgstu að
óþrjóskur sé og ráð sjálfur hirðvist hans."



Konungur bað hann sitja á annan bekk og var honum vel skipað.
Bjarni settist niður utar frá Þorsteini, nær á herðar Helga.
Þórarinn kvað honum mundu vanda verða hirðvistina við þrjósku
hans og bað hann eigi neina kvittu kveikja í hirð konungs.
Þorsteinn var fámálugur og fylgjusamur konungi og svo Bjarni.



Og er á leið veturinn hafði Bjarni sofnað eitt kveld svo að
allir menn voru brott úr höllunni þá er hann vaknaði og til
aftanssöngs farið er hann sprettur upp og gekk út eftir
strætinu og var myrkt orðið og sá þá Helga og Loft í skemmu
einni með sveit sína og var þar ljós.



Helgi kveðst þeim ill tíðindi kunna að segja að konungur
þeirra var svikinn og Knútur konungur hefði ráðið svik við
hann og sendi hann því Þorstein til Íslands að gefa Þórarni
stórgjafir að hann skyldi véla konunginn en skyldi vinna á
honum og Þórarinn hefði þegið gullhring að Knúti til þess "og
þann hefir hann á vinstri hendi og ber leynilega en þann ber
hann opinberlega á hægri hendi er Ólafur konungur hefir gefið
honum svo að allir sjá."



Bjarni gekk til aftanssöngs og gat hann ekki um þetta.



Þeir Helgi tóku ekla til matar um kveldið. Konungurinn spurði
hvort þeir væru sjúkir. Helgi kvað þeim verra en sótt og
kveðst eigi segja mundu fyrr en annan dag á málstefnu og þá
sögðu þeir þetta allt konungi. Hann kveðst eigi trúa mundu
fyrr en hann reyndi um hringinn Knútsnaut.



Ólafur konungur gekk til handlauga og tók um ermi Þórarins og
þá fann hann gullhringinn undir skyrtuermi hans sem Helgi
hafði sagt og trúði hann þá svikum við sig og spurði þá með
reiði hvaðan sá hringur væri að kominn. Þórarinn sagði að
Knútur hefði átt og gefið honum sem var.



"Hví berð þú hann svo leynilega," sagði konungur, "eða á
annan veg en þann sem eg gaf þér?"



Þórarinn svarar: "Því ber eg hann leynilega herra og á
vinstri hendi að gjafamunurinn er fjarri. En þann gullhring
ber eg á hægri hendi er mér gaf hinn merkilegasti konungur,
sá vér þjónum nú."



Ekki vildi konungur á hlýða nú hvað Þórarinn sagði og lét
taka þá alla, Þórarin og Þorstein og Bjarna, og setja í
myrkvastofu og kallaði þá drottins svika. Mörgum mönnum þóttu
þetta ill tíðindi. Biskup fór að skrifta þeim og sagði
konungi að engi voru svik af þeirra hendi og beiddi konung að
skírsla væri ger um þetta mál og bæri guð vitni um þetta
hvorir satt segðu.



Það fékkst að biskup gerði skírslu. Bjarni bar járn hraustlega
og karlmannlega. Bóla var á hendi Bjarna þá er skírsla var
sén. Kallaði konungur hann brunninn en biskup veitti engin
atkvæði.



Konungur bað Þórarin sjá en hann svarar: "Þó að þér kallið
Bjarna eigi skíran þá gjöldum vér aldregi þess er þér berið á
oss hér um."



Konungur bað Þorstein sjá.



Þorsteinn mælti í því er hann sá höndina: "Þar er og svona."



Konungur innti til: "Hví kvaðstu svo að?"



Þorsteinn kvað þeim mundu of lengi frestast uppfesting þeirra
ef hann segði áður söguna. Konungur kvað þessa vera skyldu
dvölina.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.