Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 19

Ljósvetninga saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 19)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan drifu menn að bænum og inn í húsin. Var þar kominn
Guðmundur og þeir tuttugu saman. Og við gnýinn og vopnabrak
vaknaði Þorkell og varð eigi ráðrúm til að fara í brynju sína
en höggspjót tók hann í hönd sér en setti hjálm á höfuð sér.
Mjólkurketill stóð í húsinu í horninu og var þröngt.



Þá mælti Guðmundur: "Það er nú ráð Þorkell að sýna sig
Guðmundi og skríða eigi í hreysi."



Þorkell svaraði: "Nú skal eg víst sýna mig þér Guðmundur. Og
eigi komstu fyrr en eg ætlaði. Eða hverja leið fóruð þér
hingað?"



Hann svarar: "Eg fór Brynjubrekku og Hellugnúpsskarð."



Þorkell mælti: "Þú hafðir bratta leið og erfiða og trautt
kann eg að ætla hversu rassinn mundi sveitast og erfitt hafa
orðið í þessi ferð."



Síðan hljóp hann fram með brugðið sverð og hjó þegar til
Guðmundar en hann hopaði undan. Þorkell lét sem hann sæi
engan nema Guðmund í atsókninni. Menn báru vopn á Þorkel en
hann varðist hraustlega og fengu menn sár af honum.



Þorsteinn hét maður og kallaður hinn rammi. Hann gekk mest í
móti Þorkatli og varð hann sár mjög því að margir voru um
einn. Hann var eigi að óákafari þó að iðrin lægju úti.
Guðmundur hopaði undan og hrataði í mjólkurketilinn.



Það sá Þorkell og hló að og mælti: "Nú kveð eg rassinn þinn
hafi áður leitað flestra lækjanna annarra en mjólkina hygg eg
hann eigi fyrr drukkið hafa. Enda ráðst þú nú hingað og
finnumst við ef þú þorir því að nú liggja úti iðrin mín. Þar
hefir þú jafngjarn á verið er þig lysti þessa."



Síðan drápu þeir hann.



Þá mælti Guðmundur: "Vill húsfreyja tilbeina vorn að Þorkell
sé jarðaður?"



Hún svaraði: "Það vil eg víst eigi og verðið á brottu sem
fyrst og betra þykir mér hjá honum dauðum en hjá yður lífs."



Síðan fóru þeir á brott og hittu Einar Konálsson. Hann
fagnaði Guðmundi vel og spurði tíðinda.



Guðmundur mælti: "Veginn segi eg Þorkel hák."



Einar svarar: "Eigi þarf að sökum að spyrja. Ætla eg nú að þú
munt taka með fé þínu og bjóða Ljósvetningum fébætur."



Og síðan var fundur settur og kom þar Guðmundur og Einar
Konálsson og þeir synir Þorgeirs, Tjörvi og Höskuldur.



Einar mælti: "Spurt munuð þér nú hafa líflát Þorkels og munu
það margir kalla eigi fyrir sakleysi. En Guðmundur vill yður
bætur bjóða og stinn manngjöld en ekki er þess að vænta að
Guðmundur flýi land sitt. Mun hann og um kyrrt sitja."



Höskuldur sagði: "Það er nú fram komið er þér hafið lengi um
setið. Og ótrúlegar munu sættir vorar verða þótt Guðmundur
hafi nú ríki mikið."



Tjörvi svaraði: "Eigi er það mitt ráð að neita fébótunum."



Síðan greiddi Guðmundur fram féið og voru sáttir að kalla.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.