Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 18

Ljósvetninga saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 18)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það sumar fór Þórir Helgason utan í Skagafirði en bú hans
stóð eftir á Laugalandi. Hann var vetur þann í Orkneyjum. En
eftir um vorið kom hann út aftur til Íslands í Eyjafirði er
þrjár vikur voru af sumri og reið þá heim til Laugalands og
réð sér hjú. Reið hann eftir um sumarið til alþingis. Og svo
var hann á Vöðlaþingi og héldu þeir Einar saman flokkum
sínum. Hann var heima um sumarið að búsýslu sinni og fór utan
um haustið og þá til Noregs litlu fyrir veturnætur og var þó
í Orkneyjum þann vetur. En eftir um vorið fór hann til
Íslands og fór hann alla sömu leið sem hið fyrra sumarið. Fór
hann enn utan um haustið og var í Noregi þann hinn þriðja
vetur og fékk sér húsaviðu. Stýrði hann skipi sínu aftur til
Íslands og kom í Eyjafjörð. Fór hann þá heim til bús síns á
Laugaland og bjó þar til elli og þótti vera skörungur mikill.



Á þessum hinum sama tíma sem nú var frá sagt höfðu margir
höfðingjar liði heitið Guðmundi. Og þegar að þinglausnum dró
gekk hann í búðir og þakkaði mönnum lið. Hann gekk og í búð
Svínfellinga. Og er Guðmundur snýr utar að dyrunum þá sá hann
að maður gekk í búðina og bar inn bagga og söðulreiði.



Guðmundur leit við honum og snýr að Vigfúsi Víga-Glúmssyni og
mælti: "Hefir þú nokkurn þann séð að síður sé nokkurs verður
en þessi maður?"



Vigfús svarar: "Eigi veit eg það þegar."



Guðmundur mælti: "Eigi hefi eg séð þann mann er betur sé
fallinn til flugumanns en sjá."



Hann veik að honum og mælti: "Hvað heitir þú?"



"Eg heiti Þorbjörn," segir hann, "og kallaður rindill,
austfirskur að ætt."



Guðmundur mælti: "Viltu kaupa við mig nokkuru?"



Hann svarar: "Hver ert þú?"



"Eg heiti Guðmundur og em eg Eyjólfsson."



"Vel veit eg nú," kvað hann. "Eg heyri sagt að flestir
farsælist af þér. En fátt hefi eg til kaupa. Eg em félítill."



Guðmundur mælti: "Mér kemur fleira en fé. Mátt þú koma norður
í sumar og leita þér þar margra vista en ráð þig hvergi fyrr
en þú finnur mig."



"Eg mun koma," segir hann.



Var þetta nú ráðið. Skildu menn svo af þinginu.



Og er þeir komu á Eyfirðinga leið var þar kominn Rindill og
var allhjaldrjúgur við marga menn.



Þá mælti Guðmundur: "Hver er sá maður er nef hefir í eyra
hverjum manni og falar sér misseravistir víða en ræður af
enga?"



Hann svarar: "Eg heiti Þorbjörn eða viltu taka við mér
Guðmundur?"



Hann kvaðst það gera ef hann vildi "því að vér þurfum marga
vega manna."



Síðan fór hann þangað til Möðruvalla og var þar um hríð.



Einn dag mælti Guðmundur við hann: "Mun nú eigi ráð að þú
takir til sýslu?"



Hann lét það vel fallið. Var honum nú fenginn ljár og sló
hann.



Guðmundur mælti: "Eigi muntu þessu verki vanur vera eða þykir
þér nokkuð hægra að ríða til laugar um daga?"



Hann kvað það víst enn hægra vera.



Svo fór enn fram og eitt sinn mælti Guðmundur við Rindil: "Nú
er á þá leið Þorbjörn að nokkuð er á höndum. Eg vildi hafa
nokkuð fyrir mitt og er enn eigi örvænna að eg geri þig
tignum mönnum kunnan. Og mun það annaðhvort að þér mun verða
að því gæfa eða gæfuþrot."



Þorbjörn mælti: "Þessu muntu ráða en hugað mun mér um að gæta
lífs míns. Og treysta vil eg því að eg mun vera þér trúr. En
ef hætta er í sendiförum og viljir þú þær fyrir mig leggja þá
mun eg um njósna en í áræði em eg eigi trúr."



"Þó má vera að oss komi í hald," segir Guðmundur. "Eg mun nú
leggja fyrir þig stórræði er eg berst fyrir. Maður er
nefndur Þorkell og er kallaður hákur er býr norður í
Ljósavatnsskarði. Hann vil eg hafa að dauðamanni. Þangað vil
eg þig senda að njósna fyrir mér því að eg mun brátt eftir
sækja."



Þorbjörn svarar: "Því mun eg heita þér að eg mun þér trúr að
njósna slíkt er þú vilt. En eigi rétti eg hendur mínar til að
vinna á Þorkatli."



Guðmundur mælti: "Eg mun setja til ráðið. Þú skalt hverfa
héðan í brott en eg mun fá þér í hendur hesta tvo, magra og
baksára, og þar með klyfjar á og ostar í vorskinni. Þú skalt
fara Hellugnúpsskarð og svo ofan í Bárðardal. Er nú á hallæri
en hvalreiðarár er mikið norður um Tjörnes. En þú ert engum
mönnum jafnlíkur sem þeim er komið hafa vestan úr
Hálfdanartungum og skaltu látast þaðan vera. Still þú svo til
að þú komir til Þorkels í vondu veðri og lát vesallega og
gakk eigi í brott. Taktu steina úr læk og lát vera jafnmarga
sem menn eru fyrir og hefi eg það til marks því að eg ætla
mér þangað."



Síðan fór Rindill og kom til Öxarár í drápviðri miklu.



Þorkell var úti og mælti: "Hver er sjá maðurinn eða hví
komstu hér eða hvert skaltu fara eða hvar áttu heima?"



Hann svarar: "Eg heiti Þórhallur og bý eg vestur í
Hálfdanartungum og fer eg til hvalkaupa. En því kom eg hér að
mér þótti mál að hvílast og mun eg deyja hér undir húsagarði
þínum úti ef eg má eigi inn komast. Og mun það þykja illt að
vita svo mikill garpur sem þú ert."



Þorkell svarar: "Lítið er oss um ókunniga menn því að vér
eigum lítt vingað við stórhöfðingjana en vitum ógjörla hvert
erindi hvers í verður."



Hann svarar: "Þykir þér eg grunsamlegur vera? Enda mun eg hér
niður leggjast ef þú lætur mig eigi inn."



Þorkell svarar: "Eg á sel skammt héðan og vertu þar í nótt."



Hann segir: "Eigi geng eg feti framar."



Skalf hann þá mjög.



Þorkell mælti: "Mjög vesallega lætur þú og lát sjá hestana."



Hann gerði svo; tók ofan kláfana og voru hestarnir baksárir
og fóthrumir.



Þorkell mælti: "Satt muntu segja og langan veg muntu til
kominn og vera kotbóndi nokkur því að þesslegur er varningur
þinn og ber inn reiðinginn fretkarl."



Hann kvaðst það gjarna vilja.



Þorkell var kvongaður maður. Þorgerður hét kona hans.



Hún tók til orða: "Hvern leiðir þú eftir þér þar herjans
soninn?"



Hann svarar: "Eigi sýnist mér sjá maður bráðhættlegur og eigi
nenni eg að hann deyi undir görðum mínum og sé mér það í
brigsli fært."



Hún svarar: "Gjörla skil eg nú að þú ert feigur. Nú lát hann
orna sér og fær hann síðan til sels vors."



Rindill svarar: "Eigi mun eg fara að geipan þinni. Hlíta mun
eg og því er Þorkell bauð."



Síðan var hún allæf í orðum við hann en Rindill svaraði henni
illa. Tók nú að nátta.



Þá mælti Þorkell: "Sit hér hjá mér Þórhallur. Sé eg að konur
hafa þungan hug til þín."



En eftir mat fór gesturinn að sofa og svo Þorkell og lá hann
í lokrekkju en gesturinn þar utar frá. Konur fóru eigi í
rekkju.



Þorkell spurði: "Hví ferð þú eigi í rekkju húsfreyja?"



Hún svarar: "Eg trúi verr gestinum en þú."



Þorkell svarar: "Þungt er þér til hans."



Síðan sofnaði Þorkell og hvíldi Guðrún dóttir hans hjá honum.
Hún var þá fjögurra vetra. Og er myrkt var orðið reis Rindill
upp og skaut frá lokum. En ekki þótti honum gagn í er
konurnar voru á gangi ef þeir Guðmundur kæmu. En Þorkell
hafði lokið aftur lokrekkjuna.



Húsfreyja gekk eftir gólfi utar í öndina og mælti: "Var svo
þó" og lét fyrir lokurnar.



Og vaknaði Þorkell við og mælti: "Hvað er nú húsfreyja?"



"Slíkt sem grunaði að gesturinn vill svíkja þig og hefir
látið frá lokur."



Rindill mælti: "Mikinn fjandskap sýnir þú við mig nær sem að
gjöldum kemur."



Þorkell mælti: "Eigi mun gáð hafa verið að setja fyrir
lokurnar."



Síðan sofnaði hann.



Og er stund leið þá skreiddist Rindill úr rúmi sínu og skaut
frá lokum og mælti við sjálfan sig: "Enn mun Þorkell dyljast
við."



Gekk hann þá í skálann og svaf Þorkell þá og þegar jafnskjótt
sprettur Rindill upp og heyrði þá hundgá og að menn riðu að
bænum. Hann hljóp út þegar og hafði klæði sín í fangi sér en
sjálfur var hann nökkviður og fór úti í klæðin.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.