Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 16

Ljósvetninga saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 16)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er sagt frá þeim bræðrum þá er þeir voru ungir að
Guðmundur átti sér fóstra sköllóttan og unni hann honum
mikið. Og einn dag er hann svaf úti í sólskini settist mý
mart á skalla honum en Guðmundur rakaði á brott með hendi
sinni og þótti honum sem fóstra sínum mundi mein að verða.



Einar mælti: "Högg þú til öxi þinni vinur í skalla karlinum."



Hann gerði svo að hann tók öxina og nartaði í skallann svo að
skallinn blæddi en mýið hófst upp.



Þá vaknaði karlinn og mælti: "Erfitt er nú Guðmundur er þú
vinnur á mér."



Hann svarar: "Nú finn eg í fyrsta sinni að ráðin Einars eru
eigi af heilu við mig. Má og vera að að því komi oftar."



Og heldur eldist þeim hér langur óþokki af bræðrum.



Einar fann nú Þóri og segir honum frá viðskiptum þeirra
Guðmundar, kveðst nú vant við kominn fyrir frændsemis sakar
og svo fyrir gerðar sakar.



Síðan riðu menn til þings allfjölmennir og var nú um sættir
leitað. Þórir kvaðst ætla að hann mundi seint bætur fram
leggja fyrir þetta mál en Guðmundur lét sér og ekki annað
betur falla en sekt hans. Var Guðmundur miklu fjölmennari.



Eitt sinn á þinginu spurði Einar Þóri hverja meðferð hann
ætlaði að hafa "eða hví ætlar þú að Guðmundur þingi svo fast
um þetta? Kann vera að honum þyki þér framarlega talað hafa?"



Þórir mælti: "Eigi hefi eg varorður verið við Guðmund sem
margir aðrir. En auðsætt er nú að hann ætlar að vér munum
engi föng í móti hafa."



Einar mælti: "Hvað berst þú fyrir?"



Þórir mælti: "Það er ætlan mín þá er vér komum til Lögbergis
að eg vil bjóða honum hólmgöngu og mætti þá mýkjast ofsi
hans."



Einar svarar: "Það er erindi gott en eigi lítilmannlegt."



Það var venja þeirra bræðra, Guðmundar og Einars, þá er þeir
voru á alþingi að þeir gengu til tíða báðir saman og sátu
sunnan undir kirkju. Stóð flokkur Einars vestur frá þeim en
Guðmundar flokkur austur frá og var svo jafnan hvort er var í
millum þeirra mart eða fátt. Þórir Helgason sat næst Einari
en næst Guðmundi sat Vigfús Víga-Glúmsson og voru nokkurir
félagar hans á þingi. Margir menn leituðu um sættir með þeim
Guðmundi og Þóri og gerði það ekki því að Guðmundur vildi
eigi annað en sjálfdæmi sitt en Þórir vildi eigi fé bjóða.



Einn dag að Lögbergi þá er menn höfðu lokið þar lögskilum þá
spurði Þórir Helgason hvort Guðmundur væri að Lögbergi. Hann
kvaðst þar vera.



Þá mælti Þórir: "Vinir vorir margir og göfgir menn hafa lagt
sig til þess að ganga í milli um málaferli okkur og veita
þeir mér ámæli fyrir það að eg vildi eigi fé bjóða fyrir
sakar þær er þú hefir á hendur mér. Skal nú eigi svo lengur
fram fara. Vil eg nú bjóða þér því betur sem eg hefi lengur
frestað, það eru handsöl mín og gerð Einars bróður þíns."



Guðmundur svarar: "Engum manni ann eg að gera um þessi mál
nema sjálfum mér. Ætla eg nú að þú skulir vita að þér
Hörgdælar hafið lengi haft tvímæli á hvor okkar væri ríkari."



Þá mælti Þórir hátt: "Eigi mun eg enn láta þrjóta boðin við
þig Guðmundur því að eg veit að þér þykir annað miklu
stórlegar við mig en um haframerkingina Þóris Akraskeggs því
að eg veit að þú kennir mér það einum er margir mæla, og eru
þó eigi aðrir minna af valdir, að eg hafi mælt raglega við
þig. Vil eg það nú reyna hvort þetta er sannmæli eða eigi því
að eg vil skora á þig til hólmgöngu að þú komir á þriggja
nátta fresti í hólm þann er liggur hér í Öxará er menn hafa
áður vanir verið á hólm að ganga og berjumst þar tveir svo
sem forn lög liggja til. Ætla eg áður en þeim fundi lúki að
færast skal af tvímælið hvort sannara er að þú sért maður
snjallur og vel hugaður eða sé hinn veg, sem vér höfum áður
orðum til komið og allmargir hafa sagt fyrir oss, að þú sért
eigi snjallur."



Varð þá mikið óp að Lögbergi að orðum hans. En óhappalaust
skildu menn þar þá um sinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.