Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 14

Ljósvetninga saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 14)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En litlu eftir þetta lét Guðmundur taka hest sinn og reið
ofan til Þverár. En menn voru engir upp risnir nema
sauðamaður. Hann kvaddi Guðmund og spurði hví hann reið einn
saman.



Hann lét ýmsa vega gegna "eða hvort er Einar bróðir minn
heima?"



Sauðamaður segir hann heima vera, gekk inn og mælti til
Einars: "Guðmundur bróðir þinn er úti og vill hitta þig."



"Hvað er manna með honum?" spyr hann.



"Hann er einn saman," segir sauðamaður.



Einar mælti: "Það er honum eigi oft títt að ríða sveinalausum
og skil eg eigi þetta."



Hann gekk út síðan og heilsaði Guðmundi en hann tók honum vel
og mælti: "Setjumst niður bróðir og tölumst við. En svo er
mál með vexti að fátt hefir verið með okkur um frændsemi og
vildi eg því meir leita minnar sæmdar en gæta frændsemi við
þig. Hefir þú trautt afla við mig en þú ert maður vitrari. Og
ef við værum báðir að einu ráði og samhuga þá ætla eg að fátt
skyldi við haldast. Nú vildi eg að betur væri með okkur. En
fyrir því að þú hefir það gnægra en eg, er mest þarf við,
skal eg nokkuð í millum leggja til vinganar þinnar."



Síðan tók hann upp skikkju góða og gaf honum.



Einar svarar: "Þetta er góður gripur og fer þetta nú annan
veg en líklegt væri og kalla eg mínu kaupi vel keypt því að
allgóður er meðalaukinn."



"Tökumst nú í hendur að guðs vitni," segir Guðmundur, "að við
veitumst að öllum málum því að það er maklegast."



Og svo gerðu þeir. Síðan reið Guðmundur í brott. En Einar
skipaði sauðamanni sínum að hann skyldi snemma upp rísa hvern
morgun og fylgja sólu meðan hæst var sumar. Og þegar út
hallaði sumar á kveldum skyldi hann halda til stjörnu og vera
úti með sólsetrum og skynja alla hluti þá er honum bar fyrir
augu og eyru og segja sér öll nýmæli, stór og smá. Einar var
sjálfur árvakur og ósvefnugur. Gekk hann út oft um nætur að
sjá himintungl og hugði að vandlega. Kunni hann alls þess góð
skil.



Það var einn morgun að sauðamaður hafði út gengið. Og er hann
litaðist um sá hann reið tuttugu manna ofan með Eyjafjarðará.
Þeir riðu hvatlega. Hann gekk inn til rúms Einars
og sagði honum hvað hann hafði séð. Einar stóð upp þegar og
gekk út, hugði að reið mannanna og starði á um hríð. Einar
var skyggn maður, heyrður vel og glöggþekkinn.



En er sólin rann upp og skein um héraðið þá mælti Einar: "Með
skjöldu ríða þessir menn og mun það annaðhvort að þeir eru
utanhéraðsmenn, þeir er virðing er að, og munu hafa farið að
sækja heim Guðmund bróður minn þó að vér höfum það eigi spurt
eða að öðrum kosti mun þar ríða Guðmundur sjálfur og þykir
mér það miklu líkara. En eigi mun örvænt hvert hann stefnir
eða hvert erindið mun vera. En skammt mun til áður vér munum
þess vísir verða."



Einar bað að húskarlar skyldu gefa geymdir að er hann riði
aftur "og látið hesta vora vera nær túni."



Einar gekk inn aftur til rekkju sinnar og lagðist niður.



En um daginn um nónskeið riðu þeir Guðmundur aftur. Einar
reið á móti bróður sínum og kvöddust þeir vel.



Þá mælti Einar: "Hvert hafið þér farið eða hvað er að
erindum?"



Guðmundur svarar: "Eg reið nú út til Hörgárdals og stefndi eg
mannníðingnum Akra-Þóri fyrir brotttekju fjár Helga
Arnsteinssonar. Hefir hann sök á hverjum manni og vélar
lengi haft og saman dregið of fjár."



Segir Guðmundur honum þá innilega frá kaupinu og hvar þá var
komið er Helgi fór í brott: "Vil eg nú bróðir hafa liðsinni
þitt til þeirra mála svo sem við höfum áður mælt."



Einar svarar fá og reið hann heim aftur að annarri stundu.
Varð eigi stórum af kveðjum með þeim að skilnaði.



Þegar eftir stefnu þessa reið Þórir Akraskeggur á fund Þóris
Helgasonar og sagði honum hvað títt var og bað hann liðs "því
að eg em í þingreið með þér."



Þórir svarar: "Leitt er mér að fást í með þér en veita mun eg
þér."



Setti hann þá átölum við hann um þæfni sína og ranglæti.



Þórir Akraskeggur segir: "Eg mun gefa þér vingjafar ef þú
leggur hlut þinn við þetta."



Litlu síðar reið Þórir Helgason til Þverár á fund Einars og
mælti: "Nú em eg hér kominn að sækja lið þitt Einar sem við
höfum rætt."



Hann svarar: "Svo má vera. Stilltir erum við nokkuð. En hitta
má eg Guðmund og leita um sættir og mun eg fara til þings
áður en alls er fótum undan mér skotið. En grunur er mér á að
hann vilji eigi annað en fram fari sektir."



Síðan reið hann á fund Guðmundar og kvöddust þeir bræður vel.



Síðan mælti Einar: "Þórir Helgason býður gerð sína á þessu
máli og veit eg bróðir að þér mun þykja mart til þess fundið,
fyrst fastmæli okkur og frændsemi."



Guðmundur svarar: "Eigi ann eg þess Akraskegg að fara
sektalausum af þessu máli. Og eigi ann eg öðrum manni hér um
að dæma en mér."



Einar mælti: "Þá mun enn velta til vanans að þú munt engan
meta nema þig einan í þessu máli og kann vera að skammt taki
frá borði."



Guðmundur mælti: "Engi vorkunn þykir mér það þér að þú leggir
hlut þinn við mál okkur Akraskeggs. Er hann og ekki bundinn í
vináttu við þig en hann er flestum mönnum óþekkur og engi
héraðsbót að honum."



Skildust þeir þá að svo búnu.



En er menn komu á Vöðlaþing var Guðmundur allfjölmennur.
Þórir Helgason var og fjölmennur en Einar var eigi til þings
kominn. Var nú leitað um sættir en Guðmundur kvað eigi það
þurfa að leita um sættir "og vil eg eigi annað en Akra-Þórir
sé ger sekur."



Þórir Akraskeggur svarar: "Viltu Guðmundur að þið Þórir
Helgason gerið um málið?"



Guðmundur svarar: "Eigi ætla eg að við verðum samdóma um
málin. En mér virðist þú maklegur þess að láta þitt fyrir
þung svik við oss."



Akra-Þórir hitti nú nafna sinn og spurði hvort þar mundi
staðar nema er nú var komið að hann mundi eigi á líta með
sér, "er hér til lítils að slægjast og sjá er þú ert. Ávallt
fer það einn veg að þú lætur hlut þinn fyrir Guðmundi."



Þórir svarar: "Mikill ríkismunur er með okkur Guðmundi. Þó má
hann mér mart illt þola."



Akraskeggur kvað þá mjög undir fótum troðna "og væri betur að
menn töluðu við Guðmund með varygð heldur en láta sæmd sína."



Og er að dómum kom vildi Þórir Helgason eigi af láta að verja
málið og kom málið í dóm. Þá gekk að Þórir Akraskeggur og
bauð sættir að nýju og kvað sæst á slík mál.



Guðmundur kvaðst engi gjöld vilja "en eigi máttir þú Þórir
Helgason mjög aftur halda ójafnaðinum. Mátti enn svo vera að
þú sætir hlutlaus hjá."



Varð Þórir Akraskeggur nú sekur og þótti mönnum fast fylgt
málinu. Grunuðu margir að annað mundi meira búa undir
fjandskapinum en þá var bert gert. Þeir sjá nú hvar komið var
og fóru norður í Húsavík um þingið með mikið lausafé en lönd
stóðu eftir og of kvikfjár á skuldastöðum. Fór Þórir
Akraskeggur utan og er hann úr sögunni.



Guðmundur hinn ríki frétti það og vissi að afarfé mikið var
eftir er Akraskeggur átti. Féránsdóm átti Þórir Helgason að
nefna eftir þingmann sinn en Guðmundur átti að sækja og svo
gerði hann. Og var þeim til boðið er heimtur áttu að
Akra-Þóri og var þangað boðað öllu fé sem féránsdómur átti að
vera. Guðmundur var fjölmennur og var engi mannafli á móti.
Guðmundur háði féránsdóm eftir Akra-Þóri en síðan lét hann
safna kvikfé hans öllu og fékk menn til að reka það í brott.
En er féið var rekið með túngarðinum hlupu geldingarnir inn
yfir garðinn í tún. Sauðamaður Guðmundar sótti eftir og elti
sauðina eftir túninu og út að garðinum. Þar stóð sauðahús.
Sauðamaður hljóp fyrir dyrnar og sá að nær þrír tigir hafra
voru inni í húsinu.



Þá mælti sauðamaður: "Mörgu ræður þú nú fénu Guðmundur."



Hann svarar: "Fédrjúgir verða þeir þingmenn Þóris."



Sauðamaður svarar: "Svo væri ef þú hefðir gersamlega allt
féið."



Guðmundur mælti: "Hvað skortir?"



Sauðamaður svarar: "Eigi mikið en séð hefir verið eftir
minna" og segir honum nú til hafranna.



Guðmundur mælti: "Verða má þér þetta að gæfu og mundi eg svo
helst kjósa að Þórir gerði skóggangssök á hönd sér."



Guðmundur reið á fund Þóris og kvaðst eigi vilja stelast að
honum.



Þá leit Guðmundur til og mælti: "Hús stendur þar úti við
garðinn og mun maðurinn satt sagt hafa. Rýkur þar af upp og
mun þar fé inni."



Var nú til farið og hlupu þar út þrjátíu hafrar, allir
nýmarkaðir og fært til marks Þóris Helgasonar. Síðan reið
Guðmundur aftur til Þóris og spyr hverju gegndi er þar var fé
inni markað.



Þórir svarar: "Akra-Þórir gaf mér hafra þessa á vori til liðs
sér er þú hafðir stefnt honum en nú var markað fyrir
féránsdóma og á eg hafrana."



Guðmundur svarar: "Mundi sú gjöf nokkuð lögleg meðan sakar
voru hafðar á hendur honum? Þú vissir að féið var allt dæmt."



Síðan nefndi Guðmundur sér votta og stefndi Þóri Helgasyni um
fé það er hann hafði markað og villt heimildir á, er
Akra-Þórir hafði átt, síðan sök var hafin á hendur honum og
telur hann eiga verða sekjan fjörbaugsmann og stefndi því
máli til alþingis.



Þórir svarar: "Eigi kanntu nú hófi þínu um áganginn."



Guðmundur kvað þetta upphafið mega heita "og er seint mann að
reyna. Eg hugði að þú mundir hlutvandur maður vera."



Þórir svarar: "Geystur ferð þú nú."



Fé þetta var stórlega mikið er Guðmundur fékk og tók Einar
Konálsson við.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.