Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 12

Ljósvetninga saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 12)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú gekk Þorsteinn Síðu-Hallsson þegar til búðar Þorkels en
hann heilsar honum vel og spurði hvað hann árnar.



Þorsteinn svarar: "Eigi veit eg nú að hverju verða vill en
konu hefi eg beðið í morgun til handa þér."



Þorkell mælti: "Mikið er um liðveislu þína við mig er þú
gerir það ekki síður er eg býð þér um eigi. Hver er sjá
kona?"



Þorsteinn svarar: "Sjá mær heitir Jórunn og er dóttir Einars
frá Þverá."



Þorkell mælti: "Þá mey vildi eg og helst eiga á Íslandi."



Þorsteinn mælti: "Þá er nú ráð að ganga til festarmálanna."



Síðan finnast þeir Einar og Þorkell og tala um málið. Urðu
þeir á allt vel sáttir og á kveðin brullaupsstefna. Síðan
fóru festar fram og skyldi brullaupið vera að Þverá hálfum
mánuði eftir þing.



Síðan gekk Þorsteinn þar nærri sem Guðmundur hinn ríki var og
þótti honum vel að tal þeirra bæri saman og svo varð.



Guðmundur mælti: "Göngult verður þér Þorsteinn um þingið og
munuð þér mikið afreka."



Þorsteinn svarar: "Eigi síður mun þér það þykja ef þú veist
gjörla."



Guðmundur spyr: "Hvað er nú nýrra tíðinda Þorsteinn?"



Hann svarar: "Smá eru tíðindi sem eg hefi að segja en þó það
helst að Þorkell Geitisson festi sér konu."



Guðmundur svarar: "Sú kona er vel gefin er honum er því að
hann er hinn mesti hreystimaður þótt nú sé með okkur fátt.
Eða hver er sú kona?"



Þorsteinn svarar: "Jórunn bróðurdóttir þín."



Guðmundur mælti: "Eigi var Einari það í hug áðan er við
skildum."



"Nú rétt gekk eg frá festarmálunum og var eg votturinn og
Ófeigur Járngerðarson."



Guðmundur mælti: "Satt muntu segja og þar mun hugur minn mest
hafa fyrir borist en þessu mun mest hafa ráðið Ófeigur
Járngerðarson."



Síðan var um sættir leitað og gekk nú mest að Einar og
Ófeigur Járngerðarson.



Þá mælti Guðmundur: "Nú er það fram komið Ófeigur er eg spáði
þér um vorið að mín virðing mundi hallast af þínu tilstilli."



Ófeigur svarar: "Eigi hefi eg hallað virðingu þinni að heldur
þó að eg hafi fengið þér mága betri og fleiri en áður."



Þorkell mælti: "Enn vil eg bjóða þér Guðmundur að þau hin
sömu boð haldist er þú gerir um sjálfur fyrir áverkann en eg
geri fyrir málatilbúnaðinn er eg hefi haft við þig."



Guðmundur sá nú að sér gerði eigi annað og tók þetta boð og
gerði svo að báðum hugnaði vel. En þó eldi hér lengi af með
þeim bræðrum. En Þorkell sat yfir sæmdinni allri.



Og einn dag á þinginu fundust þeir Guðmundur hinn ríki og
Bjarni Brodd-Helgason.



Þá mælti Bjarni: "Svo sýnist mér Guðmundur sem þú hafir þurft
báðar hendur við Þorkel frænda minn og hafi þó ekki af veitt
um. Og man eg enn það Guðmundur er eg bað þig að þú skyldir
sætta okkur Þorkel og svaraði engi ódrengilegar en þú og
sagðir hann eigi vera mundu meira en annarrar handar mann
gilds manns og kvaðst hann hafa hálfþynnu eina í hendi en
mig höggspjót gilt á hávu skafti. En eg em nú minni höfðingi
en þú og sýnist mér sem hann muni eigi þar lengi gengið hafa
skaftamuninn."



Síðan fóru menn af þinginu. Og var brullaup að Þverá og gaf
Þorkell upp Guðmundi mál það er hann hafði rangt til búið er
hann sótti í Norðlendingafjórðung þá er hann átti í
Austfirðingadóm að sækja. Síðan fór Þorkell heim með konu
sína og þótti hann mjög vaxið hafa af þessi ferð. En Jórunn
var hinn mesti kvenskörungur sem ætt hennar var til. Hún kom
og því til leiðar sem engi hafði áður komið að þeir sættust
frændurnir, Þorkell Geitisson og Bjarni Brodd-Helgason, og
héldu þá sætt vel og drengilega síðan. Þorkell bjó í
Krossavík til elli og þótti ávallt hinn mesti garpur þar sem
hann kemur við sögur.



Vöðu-Brandur fór austan og bjó á föðurleifð sinni og samdist
mikið og þótti góður bóndi og þóttist aldrei fulllaunað geta
Þorkatli Geitissyni sína liðveislu og góðvilja.



Og lýkur þar þessum þætti af Vöðu-Brandi Þorkelssyni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.