Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 8

Ljósvetninga saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 8)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
789

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorkell hét maður er bjó á Mýri. Hann var góður bóndi.
Brandur hét sonur hans. Hann var mikill maður og sterkur og
5 var kallaður Vöðu-Brandur. Hann var maður ódæll og illur
viðureignar og heldur óvæginn svo að trautt mátti faðir hans
halda vinnuhjónum fyrir honum.



Eitt sumar kom skip af hafi norður við Tjörnes. Það áttu
þrænskir menn. Hét annar Þórður en annar Sigurður. Það var þá
siður að hásetar vistuðust fyrr en stýrimenn.



Einn dag reið Vöðu-Brandur til skips og fann stýrimenn. Þeir
spurðu hvað manna hann var en hann kvaðst vera búanda son.
Þeir spurðu ef faðir hans mundi vilja taka menn til vistar.



En hann kvað þar eigi útlendra manna vist, "er þar fámennt og
dauflegt," segir hann, "en þó er enn annar meiri annmarki
á."



Þeir spyrja hver sá væri.



Hann svarar: "Það er sá að engi má við mig skapi koma."



Þeir kváðust á það hætta mundu.



Brandur svarar: "Þá mun eg þetta mál tala við föður minn,"
ríður nú heim og segir föður sínum að hann hefir tekið við
stýrimönnum.



Þorkell kvað það vera hætturáð "en vel þætti mér," segir
hann, "ef þér yrði sæmd að."



Hann kvað föður sinn einan ráða skyldu "en betur þykir mér,"
segir hann, "að við höfum eigi svikið þá."



Þorkell bað hann sjá fyrir "því að þetta kemur mest til þín."



Síðan fór Vöðu-Brandur til móts við Austmennina og sagði að
þeim var kostur vistarinnar en þeir kváðust það þiggja mundu
og fóru heim með honum. Það töluðu margir menn að þeim hefði
þetta kynlega missést. Síðan var heim færður varningur þeirra
stýrimanna og reið Brandur með hann norðan til Fnjóskadals og
seldi hann þar. Það töluðu þar margir menn að Brandur mundi
enn hafa vana þann að hann mundi illa við þá lúka sem alla
aðra. En stýrimenn gáfu að slíku engan gaum hvað sem hver
talaði. Fór Brandur allt til Eyjafjarðar með varninginn áður
en hann gat selt allan en eigi gat hann um fyrir stýrimönnum
hvar hann hafði selt varning þeirra þá er hann kom heim.



En um vorið fór hann að heimta saman fé Austmanna og sýndist
engum ráð að halda fyrir honum réttri skuld og heimti hann
hverja alin þá er honum bar að heimta. En er hann kom heim
sýndi hann stýrimönnum og virtist þeim vel. Báðu þeir hann
sjálfan kjósa sér laun fyrir en hann kvaðst vildu utan fara
með þeim.



Þeir sögðu það til reiðu skyldu og báðu hann vera skapvaran
"eða hvað er til fararefna?" sögðu þeir.



Hann kvað það mjög undir föður sínum vera. Þeir tóku nú tal
við Þorkel og sögðu honum þetta.



En hann kvaðst hyggja að þeir mundu vera góðir drengir "og mun
eg láta til við hann fimmtán hundruð. Og er mér þó grunur á
að ykkur kosti meira," sagði hann, "ef þið viljið honum
nokkura ásjá veita."



En þeir kváðust á það hætta mundu.



Fóru þeir nú utan um sumarið og líkaði þeim vel við Brand því
að hann var bæði knár og liðvaskur. Þeir voru úti lengi og
komu að norður við Þrándheim. Buðu þeir bræður Brandi heim
með sér og það þiggur hann. Þar áttu menn gleði saman og var
þar fjölmenni mikið. Þeir bræður buðu Brandi með sér að vera
en sögðu vant að vera í stórum samdrykkjum.



Hann kvaðst eigi á aðra leita mundu að fyrra bragði "en eigi
veit eg," segir hann, "hversu mér bregður við ef aðrir leita
á mig."



Þeir komu til þess manns er Hárekur hét. Hann var ættstór og
mjög áleitinn og hafði sveit manna um sig við sitt skaplyndi.
En er hann sá Íslendinginn tók hann til að spotta hann og
hæða á marga vegu. Fór nú svo fram um hríð að þeir ortust á
vísur og varð Brandur hlutdrjúgari svo að Hárekur fékk úr
verra. Hárekur kvað Brand eigi hafa beðið sig byggðarleyfis
en fylkismenn sögðu að þeir bræður ættu heimila sveitarvist
þeim sem þeir vildu. Hárekur var hinn mesti vígamaður og
bætti engan mann fé.



Einn dag gekk Hárekur fyrir Brand með horn mikið og bað hann
drekka til móts við sig.



En Brandur kvaðst eigi drekka mundu, "hefi eg vit eigi of
mikið þótt eg drekki það eigi frá mér sem eg hefi áður. Munt
þú og þurfa vit þitt allt að því er mér líst á þig."



Hárekur drekkur nú af horninu til hálfs og bauð Brandi að
drekka hálft er eftir var en hann vildi eigi við taka.
Hárekur kvað hann skyldu verða að þjóna honum og laust
horninu í höfuð honum svo að drykkurinn slóst niður á Brand.
Síðan gekk Hárekur til rúms síns og slær nú til spotts við
Brand en Brandur gerði sig eigi óðan og sló þessu í gaman.
Hárekur kvað honum svo við þetta verða sem hann hefði oft
barður verið.



En um morguninn er menn voru komnir í sæti sín gekk Brandur
fyrir Hárek, keyrði öxi í höfuð honum og vó hann. Nú spruttu
upp hvorratveggju þeirra menn og varð þar þröng mikil. Þeir
bræður gátu Brandi í brott skotið og buðu boð fyrir hann
frændum Háreks. En með því að hann var óvinsæll þá tóku þeir
fébætur. Gekk þá upp fé það allt er Brandur hafði haft af
Íslandi og meira annað.



Síðan spurðu þeir bræður hvað Brandur vildi ráða sinna en
hann kvaðst vilja fara til Íslands þótt nú væru eigi sýn
fararefni.



Sigurður kvaðst eigi við fleirum mönnum hafa tekið af Íslandi
en svo að hann skyldi hafa peninga slíka sem hann hafði til
hans haft "og eru hér nú fimmtán hundruð þín," segir hann,
"og er þeim varið í norrænan eyri."



Síðan fylgdu þeir bræður honum til skips og skildu eigi við
hann fyrr en þeir létu í haf. Þakkaði Brandur þeim vel sína
liðveislu alla og skildust vinir. Skipi því byrjaði lítt og
tóku þeir Reyðarfjörð að áliðnu sumri. Snemma tók að hausta
og gerði færðir þungar sökum snjóva.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.