Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 7

Ljósvetninga saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 7)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Guðmundur fagnar vel Ófeigi og þeim félögum hans og býður
þeim þar að vera svo lengi sem þeir vildu.



Ófeigur kvað þá það þiggja mundu "en vandhæfi mun þér þykja á
vera að láta geyma hesta vorra því að þeir eru allir graðir
og má engi við annan eiga. En vér erum að þeim vandir mjög
því að þetta eru stóðhestar vorir töðualnir."



Guðmundur kvaðst ætla að húskörlum mundi eigi vel hlýða að
geyma eigi svo hesta að dygði allvel og sagði endast mundu
hús á Möðruvöllum "því að heldur skal leysa út nautin úr
fjósinu og búa þar um hestana."



Þeir Ófeigur sátu þar fram um páska.



Hinn fjórða dag páska er Ófeigur var upp risinn kom að honum
einn förunautur hans og spurði: "Hversu lengi ætlar þú að vér
skulum hér sitja?"



Ófeigur svarar: "Fram um páskaviku."



Sjá svarar: "Það kemur lítt við því að nú var farið að kaupa
bæði hey og mat."



Ófeigur mælti: "Sitjum nú sem fastast og vildi eg gjarna að
þú segðir satt."



Mánadaginn eftir páskaviku bjuggust þeir í braut.



En Guðmundur bað þá enn sitja lengur og skemmta sér "og er
enn mart vantalað."



Ófeigur kveðst nú mundu ríða. Guðmundur lét taka hest sinn og
ríður á veg með þeim. Þeir koma að stakkgarði einum.



Guðmundur mælti: "Hér munum vér af baki stíga og æja. Eigi
vil eg að Einar bróðir minn eigi að hlæja að því í kveld að
hestar yðrir séu svangir."



Og svo gera þeir.



Guðmundur mælti: "Þú hefir verið með oss Ófeigur um hríð og
vitum vér ekki erindi þitt. Nú vildum vér vita hver þau
væru."



Ófeigur svarar: "Það er vel að þú hefir að spurt Guðmundur og
beið eg þess að. En það er erindi mitt að færa þér heim
sanninn því að þeim norður þar þykir þú hafa of lítinn áður.
Nú veistu að það er vandi þinn að fara á hendur þingmönnum
þínum norður um sveitir á vorið með þrjá tigu manna og
setjast að eins bónda sjö nætur. Nú er það lítil vægð við þá
sem lítil fé eiga og eigi hafa betur en skipað til búa sinna
á haustið. Og verður þeim slíkt mikil yfirskipan. Nú höfðum
vér eigi svo lengi hér verið og þótti mér sem þú þyrftir bæði
að kaupa hey og mat og áttir allt gnógt og ert höfðingi yfir
mönnum. Eg hygg að þú værir aldrei minni höfðingi þótt þú
færir til vina þinna við tíunda mann. Mundu allir því kunna
vel."



Guðmundur mælti: "Þetta er harðla vel talað sem von er að
þér. Er það og víst satt að eg hafi þetta gert. En athuga er
vert hvort þú munir vera í móti mér er mín sæmd liggur við.
Og er það víst."



Ófeigur mælti: "Eigi varði mig slíkra orða af þér og eigi
hefir mér það í huga verið hér til."



Varð Ófeigur fár við þetta og varð eigi mart um kveðjurnar
með þeim Ófeigi og Guðmundi að skilnaði og þótti Guðmundi
hvergi betri sannurinn en Ófeigi þótti grunur Guðmundar.
Skildu þeir við þetta og reið Ófeigur til Þverár um kveldið.
Tók Einar við þeim ágæta vel og sagði Ófeigur honum allt tal
þeirra Guðmundar.



Þá mælti Einar: "Karlmannleg er orðin ferð þín Ófeigur og
eigi veit eg hversu yður fer, Reykdælum, en eftir ganga oss
Eyfirðingum spár Guðmundar bróður míns."



Um morguninn eftir ríður Ófeigur norður aftur og heim.



En um vorið fór Guðmundur heiman norður við tíunda mann og
sat þar nú tvær nætur er fyrr sat hann sjö. Hann gisti að
Ófeigs í Skörðum og var þar við honum tekið forkunnar vel.
Sat hann þar viku. En að skilnaði gaf Ófeigur honum tvo oxa
rauða, sjö vetra gamla, og voru það hinir bestu gripir.



Guðmundur mælti: "Þetta er vel gefið. En eg á tvo oxa aðra,
alsvarta, er að engu eru verri en þessir og vildi eg gefa þér
hvoratveggju oxana til þess að þú legðir eigi í móti mér þá
er mín sæmd liggur við."



Ófeigur mælti: "Þiggja máttu gjöfina af því að eigi fylgir
undirhyggja við þig."



Guðmundur kvaðst eigi vita hvað bætast mundi í því þó að hann
þægi eigi. Síðan fór hann þaðan á braut og þótti mönnum
Ófeigur mjög vaxið hafa af þessum viðskiptum þeirra
Guðmundar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.