Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 6

Ljósvetninga saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 6)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma er Guðmundur hinn ríki bjó á Möðruvöllum í
Eyjafirði þá bjó á Þverá Einar bróðir hans. Guðmundur var
bæði ríkur og fjölmennur. Hann var því vanur að fara norður
um héruð á vorið og hitta þingmenn sína og ræða um
héraðsstjórn og skipa málum með mönnum. Og stóð þeim af því
hallæri mikið er höfðu lítt áður skipað til búa sinna. Hann
reið oft með þrjá tigu manna og sat víða sjö nætur og hafði
jafnmarga hesta.



Þorbjörn hét maður er bjó að Reykjum í Reykjahverfi. Hann var
mikill maður og sterkur, vinsæll og auðigur.



Þá bjó Ófeigur Járngerðarson í Skörðum. Önundur hét faðir
hans Hrólfssonar Helgasonar hins magra. Ófeigur réð mestu
áður norður þar. Hann var vinur þeirra bræðra, Guðmundar og
Einars.



Eitt haust var fundur fjölmennur í Skörðum að tala um
hreppaskil og ómegðir manna og var því skipt að lögum. En
hallæri mikið var norður þangað.



Þá mælti Þorbjörn: "Þig kveð eg að þessu Ófeigur og mæli eg
fyrir margra hönd því að mikil er óöld á mönnum norður hingað
en þú veist siðvenju Guðmundar hins ríka, höfðingja vors, að
hann fer norður hingað á vorið og situr í sumum stöðum lengi.
Nú kynnum vér því vel ef hann færi við tíunda mann en þetta
er oss ofurefli."



Ófeigur svarar: "Þar sé eg gott ráð til. Guðmundur hinn ríki
skal sitja hjá mér hálfan mánuð með öllu liði sínu og skuluð
þér færa honum hingað gjafar þær er þér gefið honum og leysa
hann héðan á brott."



Þorbjörn svarar: "Reyndur ertu að stórmennsku og stórlyndi.
En þó viljum vér þenna kost eigi."



Ófeigur svarar: "Þá mun vandast taka svo að eigi mun öllum
vel líka. Nú skuluð þér setja inn hesta yðra, einum fátt í
þrjá tigu og alla feita. Þeir skulu allir vera graðir. En
sækið hey til mín ef þér þurfið."



Þeir kváðust þetta vilja og skilja að svo mæltu.



Líður nú svo að kemur efsta vika langaföstu. Þá kemur svo að
Ófeigur lætur senda eftir þeim sem hestana hafa og komu þeir
í Skörð með hestana og tekur Ófeigur við þeim vel.
Fimmtadaginn bað Ófeigur þá leggja söðla á hesta sína og svo
gerðu þeir. En er þeir voru albúnir var út leiddur hestur
Ófeigs og lagður á söðull. Var hann bæði mikill og feitur og
var graður. Ófeigur stígur á bak honum og var maðurinn hinn
skörulegasti. Þá ríða þeir úr garði.



Þá mælti Ófeigur: "Þér munuð þykjast fara mjög að óvísu ráði.
En eg mun sjá ráð fyrir oss."



Þeir játuðu því allir.



Þeir ríða upp eftir héraði til Reykjadals og svo til
Ljósavatns og svo til Fnjóskadals og svo til Vöðlaheiðar og
komu til Þverár um kveldið til Einars. Hann tók við þeim vel
og bauð þeim þar að vera fram yfir páska. Ófeigur þakkar
honum boðið en kvaðst ríða mundu upp á Möðruvöllu á
laugardaginn.



"Það vil eg," sagði Einar, "að þú komir hér er þú kemur aftur
og segir mér tal ykkart Guðmundar bróður míns."



Ófeigur kvaðst svo gera skyldu.



Ríða þeir nú upp á Möðruvöllu á laugardaginn. Og er þeir
nálgast bæinn gekk út húskarl einn og inn aftur og sagði
Guðmundi að menn riðu að bænum eigi allfáir.



Guðmundur kvað það enga nýlundu þar í Eyjafirði þótt menn
riðu þar um hérað: "Nú er eitt til marks hvort þetta eru hér
héraðsmenn að þessir menn munu ríða þar í hlið sem þeir koma
að en ef lengra eru að komnir þá munu þeir ríða í þjóðhlið ef
nokkurir eru merkismenn í förinni."



Húskarl kom inn í annað sinn og sagði svo: "Eigi er til efs
að þessir menn ríða að grindhliði og ríður þar fyrir einn
maður í blárri kápu."



Og er þeir komu út mælti Guðmundur: "Vera kann að þeir eigi
hingað nokkuð erindi, Reykdælirnir, eða nýtt um að vera
norður þar er kappinn þeirra er hér kominn, Ófeigur."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.