Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 5

Ljósvetninga saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 5)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er sagt að Guðmundur hinn ríki var mjög fyrir öðrum
mönnum um rausn sína. Hann hafði hundrað hjóna og hundrað
kúa. Það var og siður hans að láta löngum vera með sér
göfugra manna sonu og setti þá svo ágætlega að þeir skyldu
engan hlut eiga að iðja annan en vera ávallt í samsæti með
honum. En það var þó sá siður þeirra er þeir voru heima að
þeir unnu þó að þeir væru af göfgum ættum. Þá bjó Einar að
Þverá í Eyjafirði en Guðmundur hinn ríki á Möðruvöllum bróðir
hans.Það er sagt að eitt sumar fór af þingi með Guðmundi Sörli
sonur Brodd-Helga, hinn siðmannlegasti maður, og var með
honum í góðu yfirlæti. Þá var heima þar með Guðmundi Þórdís
dóttir hans er þá þótti vera hinn besti kostur og var það mál
manna að tal þeirra Sörla bæri saman oft. Kom það fyrir
Guðmund og kvaðst hann ætla að eigi þyrfti orð á því að gera.
En þá er hann fann að eigi varð við séð lagði hann þó aldrei
eitt orð í við Sörla en lét fylgja ofan til Þverár Þórdísi
til Einars.Þá varð enn svo að þangað bar komur Sörla.Og einn dag er Þórdís gekk út til lérefta sinna var sólskin
og sunnanvindur og veður gott. Þá getur hún að líta að maður
reið í garðinn, mikill.Hún mælti er hún kenndi manninn: "Nú er mikið um sólskin og
sunnanvind og ríður Sörli í garð."Þetta bar saman.Liðu nú svo stundir og fór svo fram til þings um sumarið.
Ætlaði Sörli þá aftur austur til frænda sinna.Og á þinginu gekk hann einn dag til Einars Þveræings og
heimti hann á tal við sig og sagði svo: "Eg vildi hafa
liðsinni þitt til að vekja bónorð við Guðmund bróður þinn til
Þórdísar dóttur hans.""Eg mun það gera," kvað Einar, "en oft virðir Guðmundur
annarra manna orð eigi minna en mín."Síðan gekk hann til búðar Guðmundar. Hittust þeir bræður og
settust á tal.Þá mælti Einar: "Hversu virðist þér Sörli?"Hann mælti: "Vel, því að slíkir menn eru vel mannaðir fyrir
hversvetna sakar."Einar mælti: "Hversu er þá? Eigi skortir hann ættina góða né
mannvirðing og auð fjár.""Satt er það," sagði Guðmundur.Einar mælti: "Koma mun eg orðum þeim er Sörli lagði fyrir mig
sem er að biðja Þórdísar dóttur þinnar."Guðmundur svarar: "Eg ætla það fyrir margs sakar vel fallið
en þó fyrir orðs sakar annarra manna er á hefir leikið mun
eigi af því verða."Síðan hitti Einar Sörla og sagði honum að fast var fyrir og
það með hvað til var fundið og við bar.En hann svarar: "Heldur þykir mér þunglega horfa svo búið."Síðan mælti Einar við Sörla: "Nú mun eg hyggja ráð fyrir þér.
Maður heitir Þórarinn tóki Nefjólfsson, vitur maður. Hann er
vinur mikill Guðmundar. Far þú á fund hans og bið hann leggja
ráð á með þér."Svo gerði Sörli.Kom hann nú norður á fund Þórarins, heimti hann síðan á tal
við sig og mælti: "Sá hlutur er um að véla er mér þykir miklu
máli skipta að þú vildir í ráðast, að fara með orðum mínum
til Guðmundar Eyjólfssonar og biðja Þórdísar dóttur hans mér
til handa."Hann svarar: "Hví leitar þú þessa við mig?"Hann segir honum þá hvar komið er að menn hafa til orðið að
tala um en eigi lágu svörin laus fyrir.Þórarinn mælti: "Það ræð eg nú að þú farir heim en eg mun
forvitnast og senda þér orð ef nokkuð vinnst því að eg sé að
þér þykir þetta miklu varða."Hann lét sér það vel líka. Síðan skildu þeir.Fór Þórarinn á fund Guðmundar og fékk hann þar góðar
viðtökur. Síðan gengu þeir á tal.Þá mælti Þórarinn: "Hvort er svo sem komið er fyrir mig að
Sörli Brodd-Helgason hafi beðið Þórdísar dóttur þinnar?""Satt er það," segir Guðmundur.Þórarinn mælti: "Hverju léstu svarað verða?""Eigi sýndist mér það," kvað hann."Hvað kom til þess? Hefir hann eigi ættina til eða er hann
eigi svo vel mannaður sem þú vilt?"Guðmundur mælti: "Eigi skortir hann þá hluti og gengur það
meir til að eg vil eigi gefa honum Þórdísi er orð hefir áður
á leikið um hag þeirra."Þórarinn mælti: "Einskis er það vert. Annað ber til að þú
annt honum eigi ráðsins og veit eg það þótt þú látir á þessu
brjóta."Guðmundur mælti: "Eigi er það satt."Þórarinn mælti: "Eigi muntu mega leynast fyrir mér og veit eg
hvað í býr skapinu."Guðmundur mælti: "Eigi kann eg nú hlut í að eiga ef þú veist
þetta gerr en eg."Þórarinn mælti: "Far þú svo með þá."Guðmundur mælti: "Forvitni er mér á hvað þú ætlar mér í skapi
búa."Þórarinn mælti: "Eigi mundir þú mig til spara að kveða það
upp er þér þykir."Guðmundur mælti: "Þar er nú komið að eg ætla að eg vilji
það."Þórarinn mælti: "Svo skal og vera. Því viltu eigi, að þú sérð
fyrir landsbyggðinni, að eigi verði sá maður fæddur að hann
sé dótturson þinn er maðurinn ert ríkastur. Og ætlar þú að
landsbyggðin megi eigi bera ríki þess manns hér á landi er
svo göfugra manna er."Guðmundur mælti og brosti að: "Hví munum vér nú eigi gera
þetta þá að álitamálum?"Síðan voru Sörla orð send. Kom hann til mála þessa og gekk að
eiga Þórdísi. Þau áttu tvo sonu, Einar og Brodda, og voru
hvorirtveggju ágætir menn. Nú er því frá þessu sagt að
Guðmundi þótti gott lofið en hinn sýndi eftirleitan viturlega
og gat nærri skapi mannsins.Dætur þrjár áttu Kolbeinn og Guðríður. Eina dóttur, Guðrúnu,
átti Sæmundur hinn fróði og tvær dætur hans áttu tveir bræður
Sæmundar. Kolbeinn Flosason var grafinn í Fljótshverfi en hún
færði hann til Rauðalækjar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.