Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 4

Ljósvetninga saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 4)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Arnsteinn hét maður er bjó í Öxarfirði að Ærlæk. Hann átti
þriðjung í goðorði við Þorgeir og synir hans hinn þriðja
þriðjung. Kominn var Ófeigur til þings með fimm tigu manna,
þeir Tjörvi vestan með hundrað manna og voru á þingi nótt
eina.Þá gengu þeir á fund Arnsteins, Tjörvi og Höskuldur, og
kölluðu hann til máls við sig. Hann bað þá inni við talast.
Þeir báðu hann út ganga og svo gerði hann.Þá mælti Höskuldur: "Hér horfist til málaferla og horfir mjög
í móti með oss frændum. Er þér vandi á báðar hendur. Og kalla
þeir oss ómæta í kviðinum. Nú höfum vér þriðjung goðorðs en
faðir vor annan. En þú ræður hvar þú snýrð að og þeir hafa
meira hlut er þú vilt fylgja."Arnsteinn mælti: "Það er mér vandi mikill. Mér er vel við
Þorgeir og þykir mér það ráð að þér leggið á hans vald."Höskuldur mælti: "Ekki standa svo málaefni til."Höskuldur stóð úti fyrir búðardyrunum en Tjörvi í búðinni en
Arnsteinn á milli þeirra.Tjörvi mælti: "Engi sæmd er boðin fyrir Arnór vin vorn."Höskuldur mælti: "Það hæfir nú betur að þú gerir eftir vorum
vilja en þó er nú ekki lengur að draga fyrir þér. Ger sem vér
biðjum eða reyn ella hvort öxin kann bíta."Tjörvi mælti: "Með óhöppum hefir hafist og svo mun slitna.
Tak af hinn vildra hlut og er svo þetta upp hafið að eigi mun
niður falla."Hann tekur þá það til ráðs sem þeir vildu og skildust að því.
Skyldi hann fara á fund þeirra bræðra um morguninn eftir.
Þeir taka við mönnum hans og tjalda búð hans og ætla nú til
dóma að ganga.Þá mælti Guðmundur til Þorgeirs: "Synir þínir ganga nú fast
fram en þú eldist. Eða hvort er raunar að þú vilt eigi í móti
þeim ganga og þeir hafa allt málið undir sér og dómendur?"Þorgeir mælti: "Allt mun koma fyrir eitt. Bjargað mun málinu
verða að lögum."Guðmundur mælti: "Það er nú sem tekst til við þá sem um er að
eiga ef þeir koma til alþingis. Þar munu þeir fram koma þó að
eigi komi þeir hér fram eða hafi eigi til fjölmenni."Síðan mælti Höskuldur: "Hví setjið þér eigi dómendur niður?""Það má vera," sagði Tjörvi, "að þeir séu aflaminni en þér
ætluðuð."Höskuldur mælti: "Illt er það ef föður minn þrýtur
drengskapinn. Og göngum nú að þeim Guðmundi."Ófeigur mælti: "Eigi hæfir það. Leitum heldur um sættir. En
ef þetta kemur til alþingis munu eigur yðrar upp ganga hér
til. Megið þér þá eigi haldast í öðrum kostum en sættast og
geri Þorgeir um mál þessi."Höskuldur mælti: "Eigi mun það ef nokkur er annar til."Ófeigur svarar: "Sættast munum vér Þorgeir þó að Guðmundur
vilji eigi sættast því að þeir eru enn aflamiklir."Þeir kváðust fúsastir bræður að þeir reyndu með sér.En Höskuldur kvaðst mundu bera kviðinn í móti þeim að öðrum
kosti "og mun þá fram ganga."Ófeigur mælti: "Lítið ráð og er illt að gera þingsafglöpun er
Þorgeir setur eigi niður dómendur sína.""Stefna má honum af goðorði sínu," sagði Höskuldur.Ófeigur mælti: "Hver mun það gera? Eigi sé eg þar mann til."Höskuldur mælti: "Eg mun stefna honum af goðorðinu."Ófeigur mælti: "Þá mun atgangur takast."Höskuldur mælti: "Vér skulum rjóða oss í goðablóði að fornum
sið" og hjó hrút einn og kallaði sér goðorð Arnsteins og rauð
hendurnar í blóði hrútsins.Arnsteinn nefndi sér votta en vildi eigi nefna sér dóma fyrir
því að hann vildi eigi ber verða í málum þessum. Síðan gekk
Höskuldur í þingbrekku og stefndi Þorgeiri af goðorðinu og
nefndi votta þar að og síðan dóma.Þeir áttu þá þing í Fjósatungu upp frá Illugastöðum því að
þeir komu eigi fram að vorþingi og riðu ofan á þingið að
finna Þorgeir, en létu standa dóminn á meðan, og horfðist þá
til atgöngu.Þá gekk að Snorri Hlíðarmannagoði með fjölmenni og mælti:
"Óvænt efni horfist hér til. Nú eru tveir kostir fyrir hendi,
að láta þá Höskuld dæma mál sín og kann vera að þeir komi því
fram með sínum afla að Þorgeir missi goðorðsins, hinn er
annar að sættast. Og erum vér þess fúsari því að með kappi
voru málin upp tekin og kann vera að af þeim aukist
vandræðin. Er það nú einráðið að sættast."Var nú þetta ráð tekið og gerðu þeir það mest fyrir bænastað
vina og frænda. Voru nú handsöluð mál í dóm og menn til
gerðar nefndir. Höfðu þeir Höskuldur virðingarhlut af málum
þessum. Sölmundur féll óhelgur. Mikil voru fégjöld ger eftir
Arnór en þó eigi á kveðin. Arnsteinn fékk eigi aftur goðorð
sitt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.