Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ljósv ch. 2

Ljósvetninga saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Ljósv ch. 2)

Anonymous íslendingasögurLjósvetninga saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma var Hákon jarl yfir Noregi og fór Sölmundur til
hans þá er honum leiddist í víkingu að vera og mat jarl hann
mikils. Hann fýstist út um sumarið en jarl kvað það óráðlegt,
slíkt sem hann átti hér um að vera. Jarl kvaðst fyrr mundu
senda girskan hatt Guðmundi hinum ríka en Þorgeiri
Ljósvetningagoða taparöxi. Sölmundur var tvo vetur í Noregi.



Og eftir það fór hann út og hitti þá og sagði þeim vingan
jarls og orð en afhenti þeim gjafarnar og gripi þá sem jarl
hafði sent þeim. Þeir tóku við honum og voru honum fengnir
fjórir menn til fylgdar. Hann færði Þorgeiri þá hina góðu
gripi er jarl hafði sent honum.



Þorgeir mælti til Sölmundar: "Guðmundi varstu sendur því að
hann er handgenginn."



Guðmundur mælti: "Þér voru gripirnir sendir og sæki hann að
þitt traust. En ef þú vilt eigi það þá verum allir samt og
veitumst að málum þessum."



Þorgeir svarar: "Eg em vant við kominn er þingmenn mínir eiga
í hlut. En þó mun eg að styðja," sagði Þorgeir, "en þú ver
fyrir málinu."



Guðmundur mælti: "Eigi kann eg í móti því að mæla er þú hefir
lögin í þínu valdi."



Þorgeir mælti: "Sé eg ráðið til, að koma honum á þrjár
leiðir, Eyfirðinga leið og Reykdæla leið og Ljósvetninga
leið, og höldum saman leiðum öllum þó að norður séu meir
mínir þingmenn og mun þá maðurinn vera friðheilagur ef svo
gengur."



Þorgeir átti fjóra sonu, Tjörva, Höskuld, Finna og Þorkel.
Þorfinnur var þá utan, úr Reykjahlíð, en Arnór faðir hans
hittir Þorgeir og biður hann veita sonum sínum.



Þorgeir kvað: "Eigi mun eg Guðmundi í móti vera."



Arnór mælti: "Eigi veit eg hvað í slíku er fólgið. Og gakk þú
eigi í móti sonum þínum er málinu vilja fylgja."



Þorgeir svarar: "Mér þykir þú illt ráð hafa upp tekið að
leggja sæmd sína í virðing við eins manns mál útlends og sé
sá þó látinn nú. Og mun eg Guðmundi veita."



Arnór mælti: "Kynleg veisla og að illu mun verða."



Arnór ríður á Vagla, þar bjó Höskuldur Þorgeirsson, hittir þá
bræður og segir hver efni hann ætlar í vera um samband þeirra
höfðingjanna.



"Það þykir mér ráð," sagði hann, "að þér bræður hittið Þórð
föðurbróður yðvarn, vitran mann og yður vel viljaðan."



Og svo gera þeir.



Nú líður á sumarið og setja þeir til njósnir í lið þeirra
höfðingjanna og verða þess varir að þeir ætla að koma
manninum á þrjár leiðir svo að þeir mættu eigi vita.
Guðmundur og Þorgeir ætla nú að fjölmenna. Þeir bræður safna
nú liði. Og er þeir eiga skammt til leiðmótsins þá segir
Finni Þorgeirsson að þeir munu ríða í móti liði þeirra
höfðingjanna. Og svo gera þeir og stíga af baki hestum sínum
hjá sauðahúsinu og láta hesta sína að húsabaki en þeir ganga
inn í húsið. Svo var háttað húsinu að tvö voru vindaugu á
hlöðunni en vegur þeirra Guðmundar lá fyrir dyrnar. Nú ber þá
að brátt.



En Finni Þorgeirsson var maður skyggn: "Það ræð eg ef yður er
hugur á að banna Sölmundi leiðina þá missið eigi klyfjahestsins
er milli þeirra höfðingjanna er rekinn fram."



Höskuldur mælti: "Eg skal það annast."



Og er þá ber þar fyrir dyrnar þá skýtur Höskuldur spjóti og
keyrði fyrir brjóst Sölmundi þar sem þeir fóru með hann en
þeir bræður hlupu út úr húsinu og til hesta sinna og ríða til
liðs síns. En þeir Guðmundur og Þorgeir bregða við skjótt
þegar er þeir vissu hverjir að ollu og ríða eftir þeim. Og
þegar er þeir finnast þá slær þar í bardaga með þeim. Þar
fellur Arnór úr Hlíð af liði þeirra Þorgeirssona. Þar féll og
húskarl Guðmundar og einn maður af þeim bræðrum. Og ná þeir
Guðmundur nú eigi leiðinni. Þórður bróðir Þorgeirs gekk þar
mest í millum manna og kvað Þorgeiri mjög missýnast er hann
gekk í mót sonum sínum í orustu. Þeir skilja nú að sinni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.