Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 87

Laxdœla saga 87 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 87)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
868788

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er að segja frá Þorsteini af Hálsi. Þegar honum þykir von
að Bolli muni norðan ríða þá safnar hann mönnum og ætlar að
sitja fyrir Bolla og vill nú að verði umskipti um mál þeirra
Helga. Þeir Þorsteinn hafa þrjá tigi manna og ríða fram til
Svarfaðardalsár og setjast þar.



Ljótur hét maður er bjó á Völlum í Svarfaðardal. Hann var
höfðingi mikill og vinsæll og málamaður mikill. Það var
búningur hans hversdaglega að hann hafði svartan kyrtil og
refði í hendi en ef hann bjóst til víga þá hafði hann blán
kyrtil og öxi snaghyrnda. Var hann þá heldur ófrýnlegur.



Þeir Bolli ríða út eftir Svarfaðardal. Fylgir Óttar þeim út
um bæinn að Hálsi og að ánni út. Þar sat fyrir þeim Þorsteinn
við sína menn og þegar er Óttar sér fyrirsátina bregður hann
við og keyrir hest sinn þvers í brott. Þeir Bolli ríða að
djarflega og er þeir Þorsteinn sjá það og hans menn spretta
þeir upp. Þeir voru sínum megin ár hvorir en áin var leyst
með löndum en ís flaut á miðri. Hleypa þeir Þorsteinn út á
ísinn.



Helgi af Skeiði var og þar og eggjar þá fast og kvað nú vel
að þeir Bolli reyndu hvort honum væri kapp sitt og metnaður
einhlítt eða hvort nokkurir menn norður þar mundu þora að
halda til móts við hann. "Þarf nú og eigi að spara að drepa
þá alla. Mun það og leiða öðrum," sagði Helgi, "að veita oss
ágang."



Bolli heyrir orð Helga og sér hvar hann er kominn út á ísinn.
Bolli skýtur að honum spjóti og kemur á hann miðjan. Fellur
hann á bak aftur í ána en spjótið flýgur í bakkann öðrum
megum svo að fast var og hékk Helgi þar á niður í ána. Eftir
það tókst þar bardagi hinn skarpasti. Bolli gengur að svo
fast að þeir hrökkva undan er nær voru. Þá sótti fram
Þorsteinn í móti Bolla og þegar þeir fundust höggur Bolli til
Þorsteins á öxlina og varð það mikið sár. Annað sár fékk
Þorsteinn á fæti. Sóknin var hin harðasta. Bolli varð og sár
nokkuð og þó ekki mjög.



Nú er að segja frá Óttari. Hann ríður upp á Völlu til Ljóts
og þegar þeir finnast mælti Óttar: "Eigi er nú setuefni
Ljótur," sagði hann, "og fylg þú nú virðing þinni er þér
liggur laus fyrir."



"Hvað er nú helst í því Óttar?"



"Eg hygg að þeir berjist hér niðri við ána Þorsteinn af Hálsi
og Bolli og er það hin mesta hamingja að skirra vandræðum
þeirra."



Ljótur mælti: "Oft sýnir þú af þér mikinn drengskap."



Ljótur brá við skjótt og við nokkura menn og þeir Óttar
báðir. Og er þeir koma til árinnar berjast þeir Bolli sem
óðast. Voru þá fallnir þrír menn af Þorsteini. Þeir Ljótur
ganga fram í meðal þeirra snarlega svo að þeir máttu nær ekki
að hafast.



Þá mælti Ljótur: "Þér skuluð skilja þegar í stað," segir
hann, "og er þó nú ærið að orðið. Vil eg einn gera milli
yðvar um þessi mál en ef því níta aðrir hvorir þá skulum vér
veita þeim atgöngu."



En með því að Ljótur gekk að svo fast þá hættu þeir að
berjast og því játtu hvorirtveggju að Ljótur skyldi gera um
þetta þeirra í milli. Skildust þeir við svo búið. Fór
Þorsteinn heim en Ljótur býður þeim Bolla heim með sér og það
þiggur hann. Fóru þeir Bolli á Völlu til Ljóts. Þar heitir í
Hestanesi sem þeir höfðu barist. Óttar bóndi skildist eigi
fyrri við þá Bolla en þeir komu heim með Ljóti. Gaf Bolli
honum stórmannlegar gjafar að skilnaði og þakkaði honum vel
sitt liðsinni. Hét Bolli Óttari sinni vináttu. Fór hann heim
til Krossa og sat í búi sínu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.