Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 86

Laxdœla saga 86 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 86)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
858687

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Bolli og hans förunautar komu á Möðruvöllu til Guðmundar hins
ríka. Hann gengur í móti þeim með allri blíðu og var hinn
glaðasti. Þar sátu þeir hálfan mánuð í góðum fagnaði.Þá mælti Guðmundur til Bolla: "Hvað er til haft um það, hefir
sundurþykki orðið með yður Þorsteini?"Bolli kvað lítið til haft um það og tók annað mál.Guðmundur mælti: "Hverja leið ætlar þú aftur að ríða?""Hina sömu," svarar Bolli.Guðmundur mælti: "Letja vil eg yður þess því að mér er svo
sagt að þið Þorsteinn hafið skilið fálega. Ver heldur hér með
mér og ríð suður í vor og látum þá þessi mál ganga til
vegar."Bolli lést eigi mundu bregða ferðinni fyrir hót þeirra "en
það hugði eg þá er Helgi fólið lét sem heimsklegast og mælti
hvert óorðan að öðru við oss og vildi hafa spjótið
konungsnaut úr hendi mér fyrir einn heyvöndul að eg skyldi
freista að hann fengi ömbun orða sinna. Hefi eg og annað
ætlað fyrir spjótinu að eg mundi heldur gefa þér og þar með
gullhringinn þann er stólkonungurinn gaf mér. Hygg eg nú að
gripirnir séu betur niður komnir en þá að Helgi hefði þá."Guðmundur þakkaði honum gjafir þessar og mælti: "Hér munu
smærri gjafir í móti koma en verðugt er."Guðmundur gaf Bolla skjöld gulllagðan og gullhring og
skikkju. Var í henni hið dýrsta klæði og búin öll þar er bæta
þótti. Allir voru gripirnir mjög ágætir.Þá mælti Guðmundur: "Illa þykir mér þú gera Bolli er þú vilt
ríða um Svarfaðardal."Bolli segir það ekki skaða munu. Riðu þeir í brott og skilja
þeir Guðmundur við hinum mestum kærleikum. Þeir Bolli ríða nú
veg sinn út um Galmarströnd.Um kveldið komu þeir á þann bæ er að Krossum heitir. Þar bjó
sá maður er Óttar hét. Hann stóð úti. Hann var sköllóttur og
í skinnstakki. Óttar kvaddi þá vel og bauð þeim þar að vera.
Það þiggja þeir. Var þar góður beini og bóndi hinn kátasti.
Voru þeir þar um nóttina.Um morguninn er þeir Bolli voru ferðar búnir þá mælti Óttar:
"Vel hefir þú gert Bolli er þú hefir sótt heim bæ minn. Vil
eg og sýna þér lítið tillæti, gefa þér gullhring og kunna
þökk að þú þiggir. Hér er og fingurgull er fylgja skal."Bolli þiggur gjafirnar og þakkar bónda. Óttar var á hesti
sínum því næst og reið fyrir þeim leiðina því að fallið hafði
snjór lítill um nóttina. Þeir ríða nú veg sinn út til
Svarfaðardals.Og er þeir hafa eigi lengi riðið snerist hann við Óttar og
mælti til Bolla: "Það mun eg sýna að eg vildi að þú værir vin
minn. Er hér annar gullhringur er eg vil þér gefa. Væri eg
yður vel viljaður í því er eg mætti. Munuð þér og þess
þurfa."Bolli kvað bónda fara stórmannlega til sín "en þó vil eg
þiggja hringinn.""Þá gerir þú vel," segir bóndi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.