Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 85

Laxdœla saga 85 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 85)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
848586

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja frá Helga að hann kemur heim á Skeið og segir
húsfreyju sinni hvað þeir Bolli höfðu við ást."Þykist eg eigi vita," segir hann, "hvað mér verður til ráðs
að eiga við slíkan mann sem Bolli er en eg er málamaður engi.
Á eg og ekki marga þá er mér muni að málum veita."Sigríður húsfreyja svarar: "Þú ert orðinn mannfóli mikill,
hefir átt við hina göfgustu menn og gert þig að undri. Mun
þér og fara sem maklegt er að þú munt hér fyrir upp gefa allt
fé þitt og sjálfan þig."Helgi heyrði á orð hennar og þóttu ill vera en grunaði þó að
satt mundi vera því að honum var svo farið að hann var
vesalmenni og þó skapillur og heimskur. Sá hann sig engi færi
hafa til leiðréttu en mælt sig í ófæru. Barst hann heldur
illa af fyrir þetta allt jafnsaman.Sigríður lét taka sér hest og reið að finna Þorstein frænda
sinn Narfason og voru þeir Bolli þá komnir. Hún heimti
Þorstein á mál og sagði honum í hvert efni komið var."Þó hefir slíkt illa til tekist," svarar Þorsteinn.Hún sagði og hversu vel Bolli hafði boðið eða hversu
heimsklega Helga fór.Bað hún Þorstein eiga í allan hlut að þetta mál greiddist.
Eftir það fór hún heim en Þorsteinn kom að máli við Bolla."Hvað er um vinur," segir hann, "hvort hefir Helgi af Skeiði
sýnt fólsku mikla við þig? Vil eg biðja að þér leggið niður
fyrir mín orð og virðið það engis því að ómæt eru þar afglapa
orð."Bolli svarar: "Það er víst að þetta er engis vert. Mun eg mér
og ekki um þetta gefa.""Þá vil eg," sagði Þorsteinn, "að þér gefið honum upp þetta
fyrir mína skyld og hafið þar fyrir mína vináttu.""Ekki mun þetta til neins voða horfa," sagði Bolli. "Lét eg
mér fátt um finnast og bíður það vordaga."Þorsteinn mælti: "Það mun eg sýna að mér þykir máli skipta að
þetta gangi eftir mínum vilja. Eg vil gefa þér hest þann er
bestur er hér í sveitum og eru tólf saman hrossin."Bolli svarar: "Slíkt er allvel boðið en eigi þarftu að leggja
hér svo mikla stund á. Eg gaf mér lítið um slíkt. Mun og
lítið af verða þá er í dóm kemur.""Það er sannast," sagði Þorsteinn, "að eg vil selja þér
sjálfdæmi fyrir málið."Bolli svarar: "Það ætla eg sannast að ekki þurfi um að
leitast því að eg vil ekki sættast á þetta mál.""Þá kýstu það er öllum oss gegnir verst," sagði Þorsteinn,
"þótt Helgi sé lítils verður þá er hann þó í venslum bundinn
við oss. Þá munum vér hann eigi upp gefa undir vopn yður
síðan þú vilt engis mín orð virða. En að þeim atkvæðum að
Helgi hafði í stefnu við þig líst mér það engi sæmdarauki þó
að það sé á þing borið."Skildu þeir Þorsteinn og Bolli heldur fálega. Ríður hann í
brott og hans félagar og er ekki getið að hann sé með gjöfum
í brott leystur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.