Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 84

Laxdœla saga 84 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 84)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
838485

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja frá Þorvaldi að hann tekur til orða við Þórð
bróður sinn: "Vita muntu að Bolli fer héðra að heimboðum. Eru
þeir nú að Arnórs átján saman og ætla norður
Heljardalsheiði.""Veit eg það," svarar Þórður.Þorvaldur mælti: "Ekki er mér þó um það að Bolli hlaupi hér
svo um horn oss að vér finnum hann eigi því að eg veit eigi
hver minni sæmd hefir meir niður drepið en hann."Þórður mælti: "Mjög ertu íhlutunarsamur og meir en eg vildi
og ófarin mundi þessi ef eg réði. Þykir mér óvíst að Bolli sé
ráðlaus fyrir þér.""Eigi mun eg letjast láta," svarar Þorvaldur, "en þú munt
ráða ferð þinni."Þórður mælti: "Eigi mun eg eftir sitja ef þú ferð bróðir en
þér munum vér eigna alla virðing þá er vér hljótum í þessi
ferð, og svo ef öðruvís ber til."Þorvaldur safnar að sér mönnum og verða þeir átján saman og
ríða á leið fyrir þá Bolla og ætla að sitja fyrir þeim.Þeir Arnór og Bolli ríða nú með sína menn og er skammt var í
milli þeirra og Hjaltasona þá mælti Bolli til Arnórs: "Mun
eigi það nú ráð að þér hverfið aftur? Hafið þér þó fylgt oss
hið drengilegsta. Munu þeir Hjaltasynir ekki sæta fláráðum
við mig."Arnór mælti: "Eigi mun eg enn aftur hverfa því að svo er sem
annar segi mér að Þorvaldur muni til þess ætla að hafa fund
þinn. Eða hvað sé eg þar upp koma, blika þar eigi skildir
við? Og munu þar vera Hjaltasynir. En þó mætti nú svo um
búast að þessi þeirra ferð yrði þeim til engrar virðingar en
megi metast fjörráð við þig."Nú sjá þeir Þorvaldur bræður að þeir Bolli eru hvergi
liðfærri en þeir og þykjast sjá ef þeir sýna nokkura óhæfu af
sér að þeirra kostur mundi mikið versna. Sýnist þeim það
ráðlegast að snúa aftur alls þeir máttu ekki sínum vilja fram
koma.Þá mælti Þórður: "Nú fór sem mig varði að þessi ferð mundi
verða hæðileg og þætti mér enn betra heima setið. Höfum sýnt
oss í fjandskap við menn en komið engu á leið."Þeir Bolli ríða leið sína. Fylgir Arnór þeim upp á heiðina og
skildi hann eigi fyrr við þá en hallaði af norður. Þá hvarf
hann aftur en þeir riðu ofan eftir Svarfaðardal og komu á bæ
þann er á Skeiði heitir. Þar bjó sá maður er Helgi hét. Hann
var ættsmár og illa í skapi, auðigur að fé. Hann átti þá konu
er Sigríður hét. Hún var frændkona Þorsteins
Hellu-Narfasonar. Hún var þeirra skörungur meiri.Þeir Bolli litu heygarð hjá sér. Stigu þeir þar af baki og
kasta þeir fyrir hesta sína og verja til heldur litlu en þó
hélt Bolli þeim aftur að heygjöfinni. "Veit eg eigi," segir
hann, "hvert skaplyndi bóndi hefir."Þeir gáfu heyvöndul og létu hestana grípa í.Á bænum heima gekk út maður og þegar inn aftur og mælti:
"Menn eru við heygarð þinn bóndi og reyna desjarnar."Sigríður húsfreyja svarar: "Þeir einir munu þar menn vera að
það mun ráð að spara eigi hey við."Helgi hljóp upp í óðafári og kvað aldrei hana skyldu þessu
ráða að hann léti stela heyjum sínum. Hann hleypur þegar sem
hann sé vitlaus og kemur þar að sem þeir áðu. Bolli stóð upp
er hann leit ferðina mannsins og studdist við spjótið
konungsnaut.Og þegar Helgi kom að honum mælti hann: "Hverjir eru þessir
þjófarnir er mér bjóða ofríki og stela mig eign minni og rífa
í sundur hey mitt fyrir faraskjóta sína?"Bolli segir nafn sitt.Helgi svarar: "Það er óliðlegt nafn og muntu vera óréttvís.""Vera má að svo sé," segir Bolli, "en hinu skaltu mæta er
réttvísi er í."Bolli keyrði þá hestana frá heyinu og bað þá eigi æja lengur.Helgi mælti: "Eg kalla yður hafa stolið mig þessu sem þér
hafið haft og gert á hendur yður skóggangssök.""Þú munt vilja bóndi," sagði Bolli, "að vér komum fyrir oss
fébótum við þig og hafir þú eigi sakir á oss. Mun eg gjalda
tvenn verð fyrir hey þitt.""Það fer heldur fjarri," svarar hann, "mun eg framar á hyggja
um það er vér skiljum."Bolli mælti: "Eru nokkurir hlutir þeir bóndi er þú viljir
hafa í sætt af oss?""Það þykir mér vera mega," svarar Helgi, "að eg vilji spjót
það hið gullrekna er þú hefir í hendi.""Eigi veit eg," sagði Bolli, "hvort eg nenni það til að láta.
Hefi eg annað nokkuð heldur fyrir því ætlað. Máttu það og
varla tala að beiðast vopns úr hendi mér. Tak heldur annað fé
svo mikið að þú þykist vel haldinn af.""Fjarri fer það," svarar Helgi, "er það og best að þér svarið
slíku fyrir sem þér hafið til gert."Síðan hóf Helgi upp stefnu og stefndi Bolla um þjófnað og lét
varða skóggang. Bolli stóð og heyrði til og brosti við lítinn
þann.En er Helgi hafði lokið stefnunni mælti hann: "Nær fórstu
heiman?"Bolli sagði honum.Þá mælti bóndi: "Þá tel eg þig hafa á öðrum alist meir en
hálfan mánuð."Helgi hefur þá upp aðra stefnu og stefnir Bolla um verðgang.Og er því var lokið þá mælti Bolli: "Þú hefir mikið við Helgi
og mun betur fallið að leika nokkuð í móti við þig."Þá hefur Bolli upp stefnu og stefndi Helga um illmæli við sig
og annarri stefnu um brekráð til fjár síns. Þeir mæltu
förunautar hans að drepa skyldi skelmi þann. Bolli kvað það
eigi skyldu. Bolli lét varða skóggang.Hann mælti eftir stefnuna: "Þér skuluð færa heim húsfreyju
Helga hníf og belti er eg sendi henni því að mér er sagt að
hún hafi gott eina lagt til vorra haga."Bolli ríður nú í brott en Helgi er þar eftir. Þeir Bolli koma
til Þorsteins á Háls og fá þar góðar viðtökur. Er þar búin
veisla fríð.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.