Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 83

Laxdœla saga 83 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 83)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
828384

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um sumarið á alþingi fundust þeir Bolli og Guðmundur hinn
ríki og töluðu margt.



Þá mælti Guðmundur: "Því vil eg lýsa Bolli að eg vil við
slíka menn vingast sem þér eruð. Eg vil bjóða þér norður til
mín til hálfs mánaðar veislu og þykir mér betur að þú komir."



Bolli svarar, að vísu vill hann þiggja sæmdir að slíkum manni
og hét hann ferðinni.



Þá urðu og fleiri menn til að veita honum þessi vinganarmál.
Arnór kerlingarnef bauð Bolla og til veislu á Miklabæ.



Maður hét Þorsteinn. Hann bjó að Hálsi. Hann var sonur
Hellu-Narfa. Hann bauð Bolla til sín er hann færi norðan og
Þórður af Marbæli bauð Bolla. Fóru menn af þinginu og reið
Bolli heim.



Þetta sumar kom skip í Dögurðarnes og settist þar upp. Bolli
tók til vistar í Tungu tólf kaupmenn. Voru þeir þar um
veturinn og veitti Bolli þeim allstórmannlega. Sátu þeir um
kyrrt fram yfir jól. En eftir jól ætlar Bolli að vitja
heimboðanna norður og lætur hann þá járna hesta og býr ferð
sína. Voru þeir átján í reið. Voru kaupmenn allir vopnaðir.
Bolli reið í blárri kápu og hafði í hendi spjótið konungsnaut
hið góða. Þeir ríða nú norður og koma á Marbæli til Þórðar.
Var þar allvel við þeim tekið, sátu þrjár nætur í miklum
fagnaði. Þaðan riðu þeir á Miklabæ til Arnórs og tók hann
ágætlega vel við þeim. Var þar veisla hin besta.



Þá mælti Arnór: "Vel hefir þú gert Bolli er þú hefir mig
heimsótt. Þykir mér þú hafa lýst í því við mig mikinn
félagsskap. Skulu eigi eftir betri gjafir með mér en þú skalt
þiggja mega. Mín vinátta skal þér og heimul vera. En nokkur
grunur er mér á að þér séu eigi allir menn vinhollir í þessu
héraði, þykjast sviptir vera sæmdum. Kemur það mest til
þeirra Hjaltasona. Mun eg nú ráðast til ferðar með þér norður
á Heljardalsheiði þá er þér farið héðan."



Bolli svarar: "Þakka vil eg yður Arnór bóndi alla sæmd er þér
gerið til mín nú og fyrrum. Þykir mér og það bæta vorn flokk
að þér ríðið með oss. En allt hugðum vér að fara með spekt um
þessi héruð. En ef aðrir leita á oss þá má vera að vér leikum
þá enn nokkuð í mót."



Síðan ræðst Arnór til ferðar með þeim og ríða nú veg sinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.