Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 74

Laxdœla saga 74 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 74)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
737475

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er þar til máls að taka að Þorkell Eyjólfsson situr í búi
sínu og í höfðingsskap sínum. Gellir son þeirra Guðrúnar óx
upp heima þar. Hann var snemma drengilegur maður og vinsæll.



Það er sagt eitt sinn að Þorkell sagði Guðrúnu draum sinn.



"Það dreymdi mig," segir hann, "að eg þóttist eiga skegg svo
mikið að tæki um allan Breiðafjörð."



Þorkell bað hana ráða drauminn.



Guðrún spurði: "Hvað ætlar þú þenna draum þýða?"



"Auðsætt þykir mér það að þar mun standa ríki mitt um allan
Breiðafjörð."



"Vera má að svo sé," segir Guðrún, "en heldur mundi eg ætla
að þar mundir þú drepa skeggi í Breiðafjörð niður."



Það sama sumar setur Þorkell fram skip sitt og býr til
Noregs. Gellir son hans var þá tólf vetra gamall. Hann fór
utan með föður sínum. Þorkell lýsir því að hann ætlar að
sækja sér kirkjuvið og siglir þegar á haf er hann var búinn.
Hann hafði hægja útivist og eigi allskamma. Taka þeir Noreg
norðarla. Þá sat Ólafur konungur í Þrándheimi. Þorkell sótti
þegar á fund Ólafs konungs og með honum Gellir son hans. Þeir
fengu þar góðar viðtökur. Svo var Þorkell mikils metinn af
konungi þann vetur að það er alsagt að konungur gaf honum
eigi minna fé en tíu tigi marka brennds silfurs. Konungur gaf
Gelli að jólum skikkju og var það hin mesta gersemi og ágætur
gripur. Þann vetur lét Ólafur konungur gera kirkju í bænum af
viði. Var það stofnað allmikið musteri og vandað allt til. Um
vorið var viður sá til skips fluttur er konungur gaf
Þorkatli. Var sá viður bæði mikill og góður því að Þorkell
gekk nær.



Það var einn morgun snemma að konungur gekk út við fá menn.
Hann sá mann uppi á kirkju þeirri er í smíð var þar í bænum.
Hann undraðist þetta mjög því að morgni var minnur fram komið
en smiðar voru vanir upp að standa. Konungur kenndi manninn.
Var þar Þorkell Eyjólfsson og lagði mál við öll hin stærstu
tré, bæði bita og staflægjur og uppstöðutré.



Konungur sneri þegar þangað til og mælti: "Hvað er nú
Þorkell, ætlar þú hér eftir að semja kirkjuvið þann er þú
flytur til Íslands?"



Þorkell svarar: "Satt er það herra."



Þá mælti Ólafur konungur: "Högg þú af tvær alnar hverju
stórtré og mun sú kirkja þó ger mest á Íslandi."



Þorkell svarar: "Tak sjálfur við þinn ef þú þykist ofgefið
hafa eða þér leiki afturmund að en eg mun ekki alnarkefli af
honum höggva. Mun eg bæði til hafa atferð og eljun að afla
mér annan við."



Þá segir konungur og allstillilega: "Bæði er Þorkell að þú
ert mikils verður enda gerist þú nú allstór því að víst er
það ofsi einum bóndasyni að keppast við oss. En eigi er það
satt að eg fyrirmuni þér viðarins ef þér verður auðið að gera
þar kirkju af því að hún verður eigi svo mikil að þar muni of
þitt allt inni liggja. En nær er það mínu hugboði að menn
hafi litla nytsemd viðar þessa og fari því firr að þú getir
gert neitt mannvirki úr viðinum."



Eftir það skilja þeir ræðuna. Snýr konungur í brott og fannst
það á að honum þótti verr er Þorkell vildi að engu hafa það
er hann lagði til. Lét konungur það þó ekki við veðri komast.
Skildust þeir Þorkell með miklum kærleik. Stígur Þorkell á
skipfjöl og lætur í haf. Þeim byrjaði vel og voru ekki lengi
úti. Þorkell kom skipi sínu í Hrútafjörð. Hann reið brátt frá
skipi og heim til Helgafells. Allir menn urðu honum fegnir.
Hafði Þorkell fengið mikinn sóma í þessi ferð. Hann lét upp
setja skip sitt og um búa og fékk kirkjuviðinn til varðveislu
þar er vel var kominn því að eigi varð norðan fluttur um
haustið því að hann átti starfsamt jafnan. Þorkell situr nú
heima um veturinn í búi sínu. Hann hafði jóladrykkju að
Helgafelli og var þar fjöl- menni mikið. Og með öllu hafði
hann mikla rausn þann vetur en Guðrún latti þess ekki og
sagði til þess fé nýtt vera að menn mikluðu sig af og það
mundi og á framreitum er Guðrúnu skyldi til fá um alla
stórmennsku. Þorkell miðlaði marga góða gripi þann vetur
vinum sínum, er hann hafði út haft.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.