Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 73

Laxdœla saga 73 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 73)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
727374

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú fóru þeir bræður báðir til skips. Bolli hafði mikið fé
utan. Þeir bjuggu nú skipið og er þeir voru albúnir létu þeir
í haf. Þeim byrjaði ekki skjótt og höfðu útivist langa, tóku
um haustið Noreg og komu norður við Þrándheim. Ólafur
konungur var austur í landi og sat í Víkinni og hafði hann
þar efnað til vetursetu. Og er þeir bræður spurðu það að
konungur mundi ekki koma norður til Þrándheims það haust þá
segir Þorleikur að hann vill leita austur með landi og á fund
Ólafs konungs.



Bolli svarar: "Lítið er mér um það að rekast milli kaupstaða
á haustdegi. Þykir mér það mikil nauð og ófrelsi. Vil eg hér
sitja veturlangt í bænum. Er mér sagt að konungur mun koma
norður í vor en ef hann kæmi eigi þá mun eg ekki letja að við
förum á hans fund."



Bolli ræður þessu. Ryðja þeir nú skip sitt og taka sér
bæjarsetu. Brátt fannst það að Bolli mundi vera maður
framgjarn og vildi vera fyrir öðrum mönnum. Honum tókst og
svo því að maðurinn var örlátur. Fékk hann brátt mikla
virðing í Noregi. Bolli hélt sveit um veturinn í Þrándheimi
og var auðkennt hvar sem hann gekk til skytninga að menn hans
voru betur búnir að klæðum og vopnum en annað bæjarfólk. Hann
skaut og einn fyrir sveitunga sína alla þá er þeir sátu í
skytningum. Þar eftir fór annað örlæti hans og stórmennska.
Eru þeir bræður nú í bænum um veturinn.



Þenna vetur sat Ólafur konungur austur í Sarpsborg og það
spurðist austan að konungs var ekki norður von. Snemma um
vorið bjuggu þeir bræður skip sitt og fóru austur með landi.
Tókst þeim greitt ferðin og komu austur til Sarpsborgar og
fóru þegar á fund Ólafs konungs. Fagnar konungur vel Þorleiki
hirðmanni sínum og hans förunautum. Síðan spurði konungur
hver sá væri hinn vörpulegi maður er í göngu var með
Þorleiki.



En hann svarar: "Sá er bróðir minn og heitir Bolli."



"Að vísu er hann skörulegur maður," segir konungur.



Eftir það bauð konungur þeim bræðrum að vera með sér. Taka
þeir það með þökkum og eru þeir með konungi um vorið. Er
konungur vel til Þorleiks sem fyrr en þó mat hann Bolla miklu
meira því að konungi þótti hann mikið afbragð annarra manna.



Og er á leið vorið þá ræða þeir bræður um ferðir sínar.
Spurði Þorleikur hvort Bolli vilji fara út til Íslands um
sumarið "eða viltu vera í Noregi lengur?"



Bolli svarar: "Eg ætla mér hvorki og er það satt að segja að
eg hafði það ætlað þá er eg fór af Íslandi að eigi skyldi að
spyrja til mín í öðru húsi. Vil eg nú frændi að þú takir við
skipi okkru."



Þorleiki þótti mikið ef þeir skulu skilja "en þú Bolli munt
þessu ráða sem öðru."



Þessa sömu ræðu báru þeir fyrir konung en hann svarar á þá
leið: "Viltu ekki Bolli dveljast með oss lengur?" segir
konungur. "Þætti mér hinn veg best er þú dveldist með mér um
hríð. Mun eg veita þér þvílíka nafnbót sem eg veitti Þorleiki
bróður þínum."



Þá svarar Bolli: "Allfús væri eg herra að bindast yður á
hendur en fara vil eg fyrst þangað sem eg hefi áður ætlað og
mig hefir lengi til fýst en þenna kost vil eg gjarna taka ef
mér verður afturkomu auðið."



"Þú munt ráða ferðum þínum Bolli," segir konungur, "því að
þér eruð um flest einráðir Íslendingar. En þó mun eg því orði
á lúka að mér þykir þú Bolli hafa komið merkilegastur maður
af Íslandi um mína daga."



Og er Bolli hafði fengið orlof af konungi þá býst hann til
ferðar og gekk á kugg einn er ætlaði suður til Danmerkur.
Hann hafði og mikið fé með sér. Fóru og nokkurir menn með
honum af hans förunautum. Skildust þeir Ólafur konungur með
mikilli vináttu. Veitti konungur Bolla góðar gjafar að
skilnaði. Þorleikur var þá eftir með Ólafi konungi. En Bolli
fór ferðar sinnar þar til er hann kemur suður til Danmerkur.
Hann er þar um veturinn í Danmörku og fékk þar mikinn sóma af
ríkum mönnum. Hann hélt sig og þar að engu óríkmannlegar en
þá er hann var í Noregi. Og er Bolli hafði verið einn vetur í
Danmörku þá byrjar hann ferð sína út í lönd og léttir eigi
fyrr ferðinni en hann kemur út í Miklagarð. Hann var litla
hríð þar áður hann kom sér í Væringjasetu. Höfum vér ekki
heyrt frásagnir að neinn Norðmaður hafi fyrr gengið á mála
með Garðskonungi en Bolli Bollason. Var hann í Miklagarði
mjög marga vetur og þótti hinn hraustasti maður í öllum
mannraunum og gekk jafnan næst hinum fremstum. Þótti
Væringjum mikils vert um Bolla meðan hann var í Miklagarði.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.