Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 69

Laxdœla saga 69 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 69)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
686970

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þetta haust hafði Gunnar Þiðrandabani verið sendur Guðrúnu
til trausts og halds. Hún hafði og við honum tekið og var
leynt nafni hans. Gunnar hafði sekur orðið um víg Þiðranda
Geitissonar úr Krossavík sem segir í sögu Njarðvíkinga. Fór
hann mjög huldu höfði því að margir stórir menn veittu þar
eftirsjár.



Hið fyrsta kveld veislunnar er menn gengu til vatns stóð þar
maður mikill hjá vatninu. Sá var herðimikill og
bringubreiður. Sá maður hafði hatt á höfði. Þorkell spurði
hver hann væri. Sá nefndist svo sem honum sýndist.



Þorkell segir: "Þú munt segja eigi satt. Værir þú líkari að
frásögn Gunnari Þiðrandabana. Og ef þú ert svo mikil kempa
sem aðrir segja þá muntu eigi vilja leyna nafni þínu."



Þá svarar Gunnar: "Allkappsamlega mælir þú til þessa. Ætla eg
mig og ekki þurfa að dyljast fyrir þér. Hefir þú rétt kenndan
manninn. Eða hvað hefir þú mér hugað að heldur?"



Þorkell kvaðst það vilja mundu að hann vissi það brátt. Hann
mælti til sinna manna að þeir skyldu handtaka hann. En Guðrún
sat innar á þverpalli og þar konur hjá henni og höfðu lín á
höfði. En þegar hún verður vör við stígur hún af brúðbekkinum
og heitir á sína menn að veita Gunnari lið. Hún bað og engum
manni eira þeim er þar vildu óvísu lýsa. Hafði Guðrún lið
miklu meira. Horfðist þar til annars en ætlað hafði verið.



Snorri goði gekk þar í milli manna og bað lægja storm þenna:
"Er þér Þorkell einsætt að leggja ekki svo mikið kapp á þetta
mál. Máttu sjá hversu mikill skörungur Guðrún er ef hún ber
okkur báða ráðum."



Þorkell lést því hafa heitið nafna sínum, Þorkatli
Geitissyni, að hann skyldi drepa Gunnar ef hann kæmi vestur á
sveitir "og er hann hinn mesti vinur minn."



Snorri mælti: "Miklu er þér meiri vandi á að gera eftir vorum
vilja. Er þér og þetta sjálfum höfuðnauðsyn því að þú færð
aldrei slíkrar konu sem Guðrún er þótt þú leitir víða."



Og við umtölur Snorra og það með að hann sá að hann mælti
satt þá sefaðist Þorkell en Gunnari var í brott fylgt um
kveldið.



Veisla fór þar vel fram og skörulega. Og er boði var lokið
búast menn í brott. Þorkell gaf Snorra allfémiklar gjafir og
svo öllum virðingamönnum. Snorri bauð heim Bolla Bollasyni og
bað hann vera með sér öllum þeim stundum er honum þætti það
betra. Bolli þiggur það og ríður heim í Tungu. Þorkell
settist nú að Helgafelli og tekur þar við búsumsýslu. Það
mátti brátt sjá að honum var það eigi verr hent en
kaupferðir. Hann lét þegar um haustið taka ofan skála og varð
upp ger að vetri og var hann mikill og risulegur. Ástir
takast miklar með þeim Þorkatli og Guðrúnu. Líður fram
veturinn.



Um vorið eftir spyr Guðrún hvað hann vilji sjá fyrir Gunnari
Þiðrandabana.



Þorkell kvað hana mundu fyrir því ráða: "Hefir þú tekið það
svo fast að þér mun ekki að getast nema hann sé sæmilega af
höndum leystur."



Guðrún kvað hann rétt geta "vil eg," segir hún, "að þú gefir
honum skipið og þar með þá hluti sem hann má eigi missa að
hafa."



Þorkell svarar og brosti við: "Eigi er þér lítið í hug um
margt Guðrún," segir hann, "og er þér eigi hent að eiga
vesalmenni. Er það og ekki við þitt æði. Skal þetta gera
eftir þínum vilja."



Fer þetta fram. Gunnar tók við gjöfinni allþakksamlega: "Mun
eg aldrei svo langhendur verða að eg fái yður launað þann
sóma allan sem þið veitið mér."



Fór Gunnar utan og kom við Noreg. Eftir það fór hann til búa
sinna. Gunnar var stórauðigur og hið mesta mikilmenni og
góður drengur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.