Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 63

Laxdœla saga 63 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 63)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
626364

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja hvað tíðinda er að selinu að Helgi var þar og
þeir menn með honum sem fyrr var sagt. Helgi ræddi um
morguninn við smalamann sinn að hann skyldi fara um skóga í
nánd selinu og hyggja að mannaferðum eða hvað hann sæi til
tíðinda, "erfitt hafa draumar veitt í nótt."Sveinninn fer eftir því sem Helgi mælti. Hann er horfinn um
hríð og er hann kemur aftur þá spyr Helgi hvað hann sæi til
tíðinda.Hann svarar: "Séð hefi eg það að eg ætla að tíðindum muni
gegna."Helgi spyr hvað það væri.Hann kvaðst séð hafa menn eigi allfá "og hygg eg að vera munu
utanhéraðsmenn."Helgi mælti: "Hvar voru þeir er þú sást þá eða hvað höfðust
þeir að eða hugðir þú nokkuð að klæðabúnaði þeirra eða
yfirlitum?"Hann svarar: "Ekki varð mér þetta svo mjög um felmt að eg
hugleiddag eigi slíka hluti því að eg vissi að þú mundir
eftir spyrja."Hann sagði og að þeir væru skammt frá selinu og þeir átu þar
dagverð. Helgi spyr hvort þeir sætu í hvirfingi eða hver út
frá öðrum. Hann kvað þá í hvirfingi sitja í söðlum.Helgi mælti: "Seg mér nú frá yfirlitum þeirra. Vil eg vita ef
eg megi nokkuð ráða að líkindum hvað manna þetta sé."Sveinninn mælti: "Þar sat maður í steindum söðli og í blárri
kápu. Sá var mikill og drengilegur, vikóttur og nokkuð
tannber."Helgi segir: "Þenna mann kenni eg gerla að frásögn þinni. Þar
hefir þú séð Þorgils Hölluson vestan úr Hörðadal. Eða hvað
mun hann vilja oss kappinn?"Sveinninn mælti: "Þar næst sat maður í gylltum söðli. Sá var
í skarlatskyrtli rauðum og hafði gullhring á hendi og var
hnýtt gullhlaði um höfuð honum. Sá maður hafði gult hár og
liðaðist allt á herðar niður. Hann var ljóslitaður og liður á
nefi og nokkuð hafið upp framan nefið, eygður allvel,
bláeygur og snareygur og nokkuð skoteygur, ennibreiður og
fullur að vöngum. Hann hafði brúnaskurð á hári og hann var
vel vaxinn um herðar og þykkur undir hönd. Hann hafði
allfagra hönd og sterklegan handlegg og allt var hans
látbragð kurteislegt og því orði lýk eg á að eg hefi engan
mann séð jafnvasklegan að öllu. Hann var og unglegur maður
svo að honum var ekki grön vaxin. Sýndist mér sem þrútinn
mundi vera af trega."Þá svarar Helgi: "Vendilega hefir þú að þessum manni hugað.
Mun og mikils um þenna mann vert vera. En ekki mun eg þenna
mann séð hafa. En þó mun eg geta til hver hann er. Það hygg
eg að þar hafi verið Bolli Bollason því að það er mér sagt að
hann sé efnilegur maður."Þá mælti sveinninn: "Þá sat maður í smeltum söðli. Sá var í
gulgrænum kyrtli. Hann hafði mikið fingurgull á hendi. Sá
maður var hinn fríðasti sýnum og mun enn vera á ungum aldri,
jarpur á hárslit og fer allvel hárið og að öllu var hann hinn
kurteisasti maður."Helgi svarar: "Vita þykist eg hver þessi maður mun vera er þú
hefir nú frá sagt. Þar mun vera Þorleikur Bollason og ertu
skýr maður og glöggþekkinn."Sveinninn segir: "Þar næst sat ungur maður. Hann var í blám
kyrtli og í svörtum brókum og gyrður í brækur. Sá maður var
réttleitur og hvítur á hárlit og vel farinn í andliti,
grannlegur og kurteislegur."Helgi svarar: "Þenna mann kenni eg og hann mun eg séð hafa og
mundi þá vera maðurinn allungur. Þar mun vera Þórður
Þórðarson fóstri Snorra goða og hafa þeir kurteist lið mjög
Vestfirðingarnir. Hvað er enn þá?"Þá mælti sveinninn: "Þá sat maður í skoskum söðli, hár í
skeggi og skolbrúnn mjög, svartur á hár og skrúfhár og heldur
ósýnilegur og þó garplegur. Hann hafði yfir sér fellikápu
grá."Helgi segir: "Glöggt sé eg hver þessi maður er. Þar er Lambi
Þorbjarnarson úr Laxárdal og veit eg eigi hví hann er í för
þeirra bræðra."Sveinninn mælti: "Þá sat maður í standsöðli og hafði ysta
heklu blá og silfurhring á hendi. Sá var búandlegur og heldur
af æsku aldri, dökkjarpur á hár og hrökk mjög. Hann hafði ör
í andliti.""Nú versnar mjög frásögnin," sagði Helgi. "Þar muntu séð hafa
Þorstein svarta mág minn og víst þykir mér undarlegt er hann
er í þessi ferð og eigi mundi eg veita honum slíka heimsókn.
Eða hvað er enn þá?"Hann svarar: "Þá sátu tveir menn. Þeir voru líkir sýnum og
mundu vera miðaldra menn og hinir knálegustu, rauðir á hárlit
og freknóttir í andliti og þó vel sýnum."Helgi mælti: "Gerla skil eg hverjir þessir menn eru. Þar eru
þeir Ármóðssynir fóstbræður Þorgils, Halldór og Örnólfur, og
ertu skilvís maður. Eða hvort eru nú taldir þeir menn er þú
sást?"Hann svarar: "Litlu mun eg nú við auka. Þá sat þar næst maður
og horfði út úr hringinum. Sá var í spangabrynju og hafði
stálhúfu á höfði og var barmurinn þverrar handar breiður.
Hann hafði öxi ljósa um öxl og mundi vera alnar fyrir munn.
Sjá maður var dökklitaður og svarteygur og hinn
víkinglegsti."Helgi svarar: "Þenna mann kenni eg glöggt að frásögn þinni.
Þar hefir verið Húnbogi hinn sterki son Álfs úr Dölum og vant
er mér að sjá hvað þeir vilja og mjög hafa þeir valda menn
til ferðar þessar."Sveinninn mælti: "Og enn sat maður þar hið næsta þessum hinum
sterklega manni. Sá var svartjarpur á hár, þykkleitur og
rauðleitur og mikill í brúnum, hár meðalmaður."Helgi mælti: "Hér þarftu eigi lengra frá að segja. Þar hefir
verið Sveinn son Álfs úr Dölum, bróðir Húnboga, og betra mun
oss að vera eigi ráðlausum fyrir þessum mönnum því að nær er
það minni ætlan að þeir muni vilja hafa minn fund áður þeir
losni úr héraði og eru þeir menn í för þessi er vorn fund
munu kalla skaplegan þó að hann hefði nokkuru fyrr að hendi
komið. Nú skulu konur þær sem hér eru að selinu snarast í
karlföt og taka hesta þá er hér eru hjá selinu og ríða sem
hvatast til veturhúsa. Kann vera að þeir sem nær oss sitja
þekki eigi hvort þar ríða karlar eða konur. Munu þeir þurfa
lítils tóms að ljá oss áður vér munum koma mönnum að oss og
er þá eigi sýnt hvorra vænna er."Konurnar ríða í brott fjórar saman.Þorgils grunar að njósn muni borin vera frá þeim og bað þá
taka hesta sína og ríða að sem tíðast og svo gerðu þeir. Og
áður þeir stigu á bak reið maður að þeim þjóðsýnlega. Sá var
lítill vexti og allkviklátur. Hann var margeygur furðulega og
hafði færilegan hest. Þessi maður kvaddi Þorgils kunnlega.
Þorgils spyr hann að nafni og kynferði og svo hvaðan hann
væri kominn.Hann kveðst Hrappur heita og vera breiðfirskur að móðurkyni
"og þar hefi eg upp vaxið. Hefi eg nafn Víga-Hrapps og það
með nafni að eg er engi dældarmaður þó að eg sé lítill vexti.
En eg er sunnlenskur að föðurkyni. Hefi eg nú dvalist þar
nokkura vetur. Og allvel hefir þetta til borið Þorgils er eg
hefi þig hér ratað því að eg ætlaði þó þinn fund að sækja þó
að mér yrði um það nokkuru torsóttara. En vandkvæði eru mér á
hendi. Eg hefi orðið missáttur við húsbónda minn. Hafði eg af
honum viðfarar ekki góðar en eg hefi það af nafni að eg vil
ekki sitja mönnum slíkar hneisur og veitti eg honum tilræði
en þó get eg að annaðhvort hafi tekið lítt eða ekki. En litla
stund var eg þar til raunar síðan því að eg þóttist hirður
þegar eg kom á bak hesti þessum er eg tók frá bónda."Hrappur segir margt en spurði fás en þó varð hann brátt var
að þeir ætluðu að stefna að Helga og lét hann vel yfir því og
sagði að hans skal eigi á bak að leita.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.