Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Laxd ch. 61

Laxdœla saga 61 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Laxd ch. 61)

Anonymous íslendingasögurLaxdœla saga
606162

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hinn næsta drottinsdag var leið og reið Þorgils þangað með
flokki sínum. Snorri goði var eigi á leið. Var þar fjölmenni.



Um daginn heimti Þorgils til tals við sig Þorstein svarta og
mælti: "Svo er sem þér er kunnigt að þú varst í tilför með
Ólafssonum þá er veginn var Bolli. Hefir þú þær sakir óbætt
við þá sonu hans. Nú þó að síðan sé langt liðið er þeir
atburðir urðu þá ætla eg þeim eigi úr minni liðið við þá menn
er í þeirri ferð voru. Nú virða þeir bræður svo sem þeim sami
það síst að leita á við Ólafssonu fyrir sakir frændsemi. Er
nú það ætlan þeirra bræðra að venda til hefnda við Helga
Harðbeinsson því að hann veitti Bolla banasár. Viljum vér
þess biðja þig Þorsteinn að þú sért í ferð þessi með þeim
bræðrum og kaupir þig svo í frið og í sætt."



Þorsteinn svarar: "Eigi samir mér þetta að sæta vélræðum við
Helga mág minn. Vil eg miklu heldur gefa fé til friðar mér
svo að það þyki góður sómi."



Þorgils segir: "Lítið ætla eg þeim um það bræðrum að gera
þetta til fjár sér. Þarftu ekki í því að dyljast Þorsteinn að
þú munt eiga tvo kosti fyrir höndum, að ráðast til ferðar eða
sæta afarkostum þegar er þeir mega við komast. Vildi eg og að
þú tækir þenna kost þótt þér sé vandi á við Helga. Verður
hver fyrir sér að sjá er menn koma í slíkt öngþveiti."



Þorsteinn mælti: "Ger mun fleirum slíkur kostur þeim er í
sökum eru við sonu Bolla?"



Og enn mælti Þorgils: "Um slíkan kost mun Lambi eiga að
kjósa."



Þorsteinn kvaðst þá betra þykja ef hann skyldi eigi verða um
þetta einlagi.



Eftir það kallar Þorgils Lamba til móts við sig og biður
Þorstein heyra tal þeirra og mælti: "Slíkt sama mál vil eg
við þig ræða Lambi sem eg hefi upp borið við Þorstein. Hverja
sæmd viltu bjóða sonum Bolla fyrir sakarstaði þá er þeir eiga
við þig? Því að það er oss með sönnu sagt að þú ynnir á
Bolla. Fer það saman að þú ert sakbitinn í meira lagi fyrir
því að þú eggjaðir mjög að Bolli væri drepinn. Var og við þig
í meira lagi vorkunn þegar er leið sonu Ólafs."



Lambi spurði hvers beitt mundi vera. Þorgils svarar að slíkur
kostur mundi honum ger sem Þorsteini, að ráðast í ferð með
þeim bræðrum.



Lambi segir: "Illt þykir mér friðkaup í þessu og ódrengilegt.
Er eg ófús þessar farar."



Þá mælti Þorsteinn: "Eigi er einsætt Lambi að skerast svo
skjótt undan ferðinni því að hér eiga stórir menn í hlut og
þeir er mikils eru verðir en þykjast lengi hafa setið yfir
skörðum hlut. Er mér sagt um sonu Bolla að þeir séu
þroskavænlegir menn og fullir ofurkapps en eiga mikils að
reka. Megum vér ekki annað ætla en leysast af nokkuru eftir
slík stórvirki. Munu menn og mér mest til ámælis leggja þetta
fyrir sakir tengda með okkur Helga. Þykir mér og sem svo
verði flestum gefið að allt láti fjörvi fyrri. Verður því
vandræði fyrst að hrinda er bráðast kemur að höndum."



Lambi mælti: "Auðheyrt er það hvers þú fýsir Þorsteinn. Ætla
eg það vel fallið að þú ráðir þessu ef þér sýnist svo einsætt
því að lengi höfum við átt vandræðafélag mikið saman. Vil eg
það til skilja ef eg geng að þessu að þeir frændur mínir,
Ólafssynir, sitji kyrrir og í friði ef hefnd gengur fram við
Helga."



Þorgils játtar þessu fyrir hönd þeirra bræðra.



Réðst nú þetta að þeir Þorsteinn og Lambi skulu ráðast með
Þorgísli til ferðar, kváðu á með sér að þeir skyldu koma
þriðja dag snemma í Tungu í Hörðadal. Eftir þetta skilja
þeir. Ríður Þorgils heim um kveldið í Tungu. Líður nú sjá
stund er þeir höfðu á kveðið að þeir skyldu koma á fund
Þorgils er til ferðar voru ætlaðir með honum. Þriðja
myrgininn fyrir sól koma þeir Þorsteinn og Lambi í Tungu.
Fagnar Þorgils þeim vel.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.